Sólin Sólin Rís 05:05 • sest 21:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:35 • Síðdegis: 22:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:36 • Síðdegis: 15:35 í Reykjavík

Hvenær hófst Sturlungaöld og hvenær lauk henni?

EDS

Í ítarlegu svari Skúla Sælands við spurningunni Hvað var Sturlungaöld? kemur fram að í raun var Sturlungaöldin einungis 42-44 ára tímabil á miðri 13. öld.

Almennt er upphaf hennar miðað við árið 1220 því þá fer fyrst að gæta tilrauna Hákonar gamla Noregskonungs til að leggja Ísland undir norsku krúnuna. Honum tókst svo ætlunarverk sitt á árunum 1262-64 og þar með lauk Sturlungaöldinni.

Sturlungaöldin er einn ofbeldisfyllsti tími Íslandssögunnar. Hún einkenndist af liðssafnaði valdamikilla höfðingja sem herjuðu hverjir á aðra með vígaferlum og gripdeildum. Tímabilið dregur nafn sitt af Sturlungum sem voru valdamesta ættin á Íslandi á þessum tíma. Við lok Sturlungaaldar komst landið undir erlend yfirráð og við það lauk þjóðveldistímanum sem hófst við landnám.

Áhugasamir um þetta tímabil í sögu Íslands eru hvattir til að kynna sér svar Skúla Sælands sem nefnt var hér í upphafi.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Höfundur

Útgáfudagur

19.5.2009

Spyrjandi

Elma Sól, f. 1997

Tilvísun

EDS. „Hvenær hófst Sturlungaöld og hvenær lauk henni?“ Vísindavefurinn, 19. maí 2009. Sótt 29. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=52710.

EDS. (2009, 19. maí). Hvenær hófst Sturlungaöld og hvenær lauk henni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=52710

EDS. „Hvenær hófst Sturlungaöld og hvenær lauk henni?“ Vísindavefurinn. 19. maí. 2009. Vefsíða. 29. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=52710>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær hófst Sturlungaöld og hvenær lauk henni?
Í ítarlegu svari Skúla Sælands við spurningunni Hvað var Sturlungaöld? kemur fram að í raun var Sturlungaöldin einungis 42-44 ára tímabil á miðri 13. öld.

Almennt er upphaf hennar miðað við árið 1220 því þá fer fyrst að gæta tilrauna Hákonar gamla Noregskonungs til að leggja Ísland undir norsku krúnuna. Honum tókst svo ætlunarverk sitt á árunum 1262-64 og þar með lauk Sturlungaöldinni.

Sturlungaöldin er einn ofbeldisfyllsti tími Íslandssögunnar. Hún einkenndist af liðssafnaði valdamikilla höfðingja sem herjuðu hverjir á aðra með vígaferlum og gripdeildum. Tímabilið dregur nafn sitt af Sturlungum sem voru valdamesta ættin á Íslandi á þessum tíma. Við lok Sturlungaaldar komst landið undir erlend yfirráð og við það lauk þjóðveldistímanum sem hófst við landnám.

Áhugasamir um þetta tímabil í sögu Íslands eru hvattir til að kynna sér svar Skúla Sælands sem nefnt var hér í upphafi.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

...