Sólin Sólin Rís 05:05 • sest 21:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:35 • Síðdegis: 22:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:36 • Síðdegis: 15:35 í Reykjavík

Hvaða réttindi þarf maður að hafa til þess að gifta fólk?

Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson

Um heimildir til þess að gifta hjónaefni er fjallað í IV. kafla hjúskaparlaga nr. 31/1993. Þar segir í 16. gr. að stofna megi til hjúskapar fyrir presti, forstöðumanni skráðs trúfélags skv. 17. gr. sömu laga, eða borgaralegum vígslumanni. Íslenskir vígslumenn geta starfað erlendis og erlendir vígslumenn hér á landi.



Hjónavígsla á Hawaii.

Í 1. mgr. 17. gr. laganna segir að prestar þjóðkirkjunnar annist kirkjulega hjónavígslu, svo og prestar og forstöðumenn annarra skráðra trúfélaga hér á landi sem fengið hafa til þess löggildingu dóms- og kirkjumálaráðherra. Í 2. mgr. segir svo að prestar þeir er greinir í lögum nr. 78/1997 um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, séu löggildir vígslumenn, en dóms- og kirkjumálaráðherra geti, að tillögu biskups, veitt öðrum prestum löggildingu til þess að gefa fólk saman. Þjóðkirkjupresti sem látið hefur af störfum, er og heimilt að gefa fólk saman sbr. 3. mgr. 17. gr., svo lengi sem starfandi prestur kannar hjónavígsluskilyrði og gengst í ábyrgð fyrir athöfninni. Samkvæmt heimasíðu Hagstofu Íslands voru 28 skráð trúfélög hér á landi þann 1. apríl 2005. Um þau gilda lög um skráð trúfélög nr. 108/1999, og er þar í 7. gr. fjallað nánar um þau skilyrði sem forstöðumaður slíks félags þarf að uppfylla.

Borgaralegir vígslumenn geta verið sýslumenn og löglærðir fulltrúar þeirra, skv. 18. gr. hjúskaparlaga. Áður gaf borgardómari fólk saman en slík skipan hefur nú verið afnumin.

Íslenskir prestar sem starfa erlendis geta gefið fólk saman hafi þeir fengið til þess löggildingu dóms- og kirkjumálaráðuneytisins samkvæmt 4. mgr. 17. gr. hjúskaparlaga. Samkvæmt 19. gr. geta starfsmenn í sendiráðum með diplómatíska stöðu og ræðismenn Íslands, fengið löggildingu utanríkisráðuneytis í samráði við dóms- og kirkjumálaráðuneyti til að gefa saman hjón. Slíkt er þó afskaplega fátítt.

Samkvæmt 20. gr. hjúskaparlaga er heimilt að kveða svo á í samningi við erlent ríki að að prestar frá viðkomandi ríki eða útsendir ræðismenn þeirra hér á landi með diplómatíska stöðu, geti framkvæmt hjónavígslu hér á landi, enda sé að minnsta kosti annað hjónaefna ríkisborgari þess ríkis.

Samkvæmt ofangreindu eru það því prestar þjóðkirkjunnar, forstöðumenn annarra skráðra trúfélaga, diplómatar, ræðismenn, og sýslumenn og löglærðir fulltrúar þeirra sem hafa heimild til þess gefa fólk saman. Getur sú heimild þó stundum verið háð löggildingu ráðherra. Langflestar hjónavígslur hér á landi eru kirkjulegar, eða um 85-90%. Rétt er að taka fram að kirkjulegir vígslumenn ráða því hvort þeir vígja einungis þá sem tilheyra þeirra söfnuði eða aðra.

Athygli er vakin á því að skipstjórar hafa ekki heimild til þess að gefa fólk saman.

Mynd: Wedding in Hawaii

Höfundur

nemi í lögfræði við HÍ

Útgáfudagur

24.10.2005

Spyrjandi

Ásgeir Einarsson

Tilvísun

Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson. „Hvaða réttindi þarf maður að hafa til þess að gifta fólk?“ Vísindavefurinn, 24. október 2005. Sótt 29. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5349.

Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson. (2005, 24. október). Hvaða réttindi þarf maður að hafa til þess að gifta fólk? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5349

Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson. „Hvaða réttindi þarf maður að hafa til þess að gifta fólk?“ Vísindavefurinn. 24. okt. 2005. Vefsíða. 29. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5349>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða réttindi þarf maður að hafa til þess að gifta fólk?
Um heimildir til þess að gifta hjónaefni er fjallað í IV. kafla hjúskaparlaga nr. 31/1993. Þar segir í 16. gr. að stofna megi til hjúskapar fyrir presti, forstöðumanni skráðs trúfélags skv. 17. gr. sömu laga, eða borgaralegum vígslumanni. Íslenskir vígslumenn geta starfað erlendis og erlendir vígslumenn hér á landi.



Hjónavígsla á Hawaii.

Í 1. mgr. 17. gr. laganna segir að prestar þjóðkirkjunnar annist kirkjulega hjónavígslu, svo og prestar og forstöðumenn annarra skráðra trúfélaga hér á landi sem fengið hafa til þess löggildingu dóms- og kirkjumálaráðherra. Í 2. mgr. segir svo að prestar þeir er greinir í lögum nr. 78/1997 um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, séu löggildir vígslumenn, en dóms- og kirkjumálaráðherra geti, að tillögu biskups, veitt öðrum prestum löggildingu til þess að gefa fólk saman. Þjóðkirkjupresti sem látið hefur af störfum, er og heimilt að gefa fólk saman sbr. 3. mgr. 17. gr., svo lengi sem starfandi prestur kannar hjónavígsluskilyrði og gengst í ábyrgð fyrir athöfninni. Samkvæmt heimasíðu Hagstofu Íslands voru 28 skráð trúfélög hér á landi þann 1. apríl 2005. Um þau gilda lög um skráð trúfélög nr. 108/1999, og er þar í 7. gr. fjallað nánar um þau skilyrði sem forstöðumaður slíks félags þarf að uppfylla.

Borgaralegir vígslumenn geta verið sýslumenn og löglærðir fulltrúar þeirra, skv. 18. gr. hjúskaparlaga. Áður gaf borgardómari fólk saman en slík skipan hefur nú verið afnumin.

Íslenskir prestar sem starfa erlendis geta gefið fólk saman hafi þeir fengið til þess löggildingu dóms- og kirkjumálaráðuneytisins samkvæmt 4. mgr. 17. gr. hjúskaparlaga. Samkvæmt 19. gr. geta starfsmenn í sendiráðum með diplómatíska stöðu og ræðismenn Íslands, fengið löggildingu utanríkisráðuneytis í samráði við dóms- og kirkjumálaráðuneyti til að gefa saman hjón. Slíkt er þó afskaplega fátítt.

Samkvæmt 20. gr. hjúskaparlaga er heimilt að kveða svo á í samningi við erlent ríki að að prestar frá viðkomandi ríki eða útsendir ræðismenn þeirra hér á landi með diplómatíska stöðu, geti framkvæmt hjónavígslu hér á landi, enda sé að minnsta kosti annað hjónaefna ríkisborgari þess ríkis.

Samkvæmt ofangreindu eru það því prestar þjóðkirkjunnar, forstöðumenn annarra skráðra trúfélaga, diplómatar, ræðismenn, og sýslumenn og löglærðir fulltrúar þeirra sem hafa heimild til þess gefa fólk saman. Getur sú heimild þó stundum verið háð löggildingu ráðherra. Langflestar hjónavígslur hér á landi eru kirkjulegar, eða um 85-90%. Rétt er að taka fram að kirkjulegir vígslumenn ráða því hvort þeir vígja einungis þá sem tilheyra þeirra söfnuði eða aðra.

Athygli er vakin á því að skipstjórar hafa ekki heimild til þess að gefa fólk saman.

Mynd: Wedding in Hawaii...