Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hver er mest sótta heimasíðan á veraldarvefnum?

Heiða María Sigurðardóttir

Þessari spurningu er erfitt að svara mjög nákvæmlega þar sem veraldarvefnum er ekki miðstýrt; því hefur enginn upplýsingar um allar heimasíður sem hann geymir. Aftur á móti eru til heimasíður sem hafa nokkuð góðar skrár yfir umferð á vefnum. Á heimasíðunni Alexa.com er til að mynda hægt að nálgast lista yfir 500 mest sóttu vefi í heimi. Listanum ætti samt að taka með nokkurri varúð þar sem upplýsingum er aðeins safnað frá notendum sem hala niður sérstakri viðbót við vafrann Internet Explorer. Því er ekki víst að listinn sé kórréttur; til dæmis gæti verið að þeir sem nota aðra vafra sæki annars konar síður. Um þetta má lesa nánar á síðunni What is Alexa Ranking?

Vinsælustu síður í heimi

Að þessum fyrirvara gefnum segir Alexa að vinsælasta síðan á vefnum sé Yahoo.com (þegar þessi texti er skrifaður í lok nóvember 2005). Eins og sést af grafinu heimsækja um þrír af hverjum 10 notendum þennan vef dag hvern. Þótt Yahoo.com gefi sig aðallega út fyrir að vera leitarsíða virðast langflestir notendur hennar, eða 49%, heimasækja síðuna til að senda og lesa tölvupóstinn sinn.


Notkun á Yahoo.com, vinsælustu síðu internetsins.

Næstvinsælasta netsíðan er MSN.com. Aftur skýrist þetta að mestu leyti af notkun vefpósts, í þetta sinn MSN Hotmail, en 70% þeirra sem heimsækja MSN síðuna gera það til að komast í tölvupóstinn sinn.

Þriðja vinsælasta síðan á vefnum er svo leitarvélin Google.com. Ólíkt hinum tveimur síðunum vex netumferð um Google stöðugt. Síðan er raunar svo mikið notuð að til hefur orðið sérstakt slanguryrði um að fletta einhverjum upp í leitarvélinni: „Að gúgla“. Ekki eru menn þó sammála um hvort réttara sé að tala um að gúgla einhvern eða gúgla einhverjum, eins og lesa má um í svari Guðrúnar Kvaran við spurningunni Hvort á að segja "gúglaði hann" eða "gúglaði honum" þegar maður leitar í Google? Og er til einhver íslensk sögn um það að gúgla?

Vinsælustu íslensku vefsíðurnar

Af íslenskum síðum bera tveir vefir, Mbl.is og Vísir.is, höfuð og herðar yfir aðrar síður hvað netnotkun varðar. Samkvæmt vefmælingu Modernus.is er Vísir.is núverandi vinningshafi með 208.688 notendur í vikunni sem leið. Mbl.is kemur strax á eftir með 201.862 notendur. Inn í tölu Vísis.is teljast samt ekki bara heimsóknir á aðalsíðuna heldur til að mynda heimsóknir á stefnumótasíðuna Einkamál.is og á allar bloggsíður sem hýstar eru hjá Blog.central.is og Fólk.is. Mun fleiri heimsækja fréttasíðu Mbl.is en Vísis.is.

Ef tölur fyrir Vísindavefinn eru skoðaðar sést að hann var í 13. sæti yfir mest sóttu vefi landsins með 13.579 notendur vikuna 21.11.-27.11. 2005.

Eins og með Alexu verður að taka tölum frá Modernus með varúð því aðeins er skráð umferð á þeim vefjum sem sérstaklega borga fyrir þessa þjónustu.

Frekara lesefni af Vîsindavefnum:

Mynd: Alexa.com

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

2.12.2005

Spyrjandi

Ragnar Sigurðarson, f. 1988

Tilvísun

Heiða María Sigurðardóttir. „Hver er mest sótta heimasíðan á veraldarvefnum?“ Vísindavefurinn, 2. desember 2005. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5456.

Heiða María Sigurðardóttir. (2005, 2. desember). Hver er mest sótta heimasíðan á veraldarvefnum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5456

Heiða María Sigurðardóttir. „Hver er mest sótta heimasíðan á veraldarvefnum?“ Vísindavefurinn. 2. des. 2005. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5456>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er mest sótta heimasíðan á veraldarvefnum?
Þessari spurningu er erfitt að svara mjög nákvæmlega þar sem veraldarvefnum er ekki miðstýrt; því hefur enginn upplýsingar um allar heimasíður sem hann geymir. Aftur á móti eru til heimasíður sem hafa nokkuð góðar skrár yfir umferð á vefnum. Á heimasíðunni Alexa.com er til að mynda hægt að nálgast lista yfir 500 mest sóttu vefi í heimi. Listanum ætti samt að taka með nokkurri varúð þar sem upplýsingum er aðeins safnað frá notendum sem hala niður sérstakri viðbót við vafrann Internet Explorer. Því er ekki víst að listinn sé kórréttur; til dæmis gæti verið að þeir sem nota aðra vafra sæki annars konar síður. Um þetta má lesa nánar á síðunni What is Alexa Ranking?

Vinsælustu síður í heimi

Að þessum fyrirvara gefnum segir Alexa að vinsælasta síðan á vefnum sé Yahoo.com (þegar þessi texti er skrifaður í lok nóvember 2005). Eins og sést af grafinu heimsækja um þrír af hverjum 10 notendum þennan vef dag hvern. Þótt Yahoo.com gefi sig aðallega út fyrir að vera leitarsíða virðast langflestir notendur hennar, eða 49%, heimasækja síðuna til að senda og lesa tölvupóstinn sinn.


Notkun á Yahoo.com, vinsælustu síðu internetsins.

Næstvinsælasta netsíðan er MSN.com. Aftur skýrist þetta að mestu leyti af notkun vefpósts, í þetta sinn MSN Hotmail, en 70% þeirra sem heimsækja MSN síðuna gera það til að komast í tölvupóstinn sinn.

Þriðja vinsælasta síðan á vefnum er svo leitarvélin Google.com. Ólíkt hinum tveimur síðunum vex netumferð um Google stöðugt. Síðan er raunar svo mikið notuð að til hefur orðið sérstakt slanguryrði um að fletta einhverjum upp í leitarvélinni: „Að gúgla“. Ekki eru menn þó sammála um hvort réttara sé að tala um að gúgla einhvern eða gúgla einhverjum, eins og lesa má um í svari Guðrúnar Kvaran við spurningunni Hvort á að segja "gúglaði hann" eða "gúglaði honum" þegar maður leitar í Google? Og er til einhver íslensk sögn um það að gúgla?

Vinsælustu íslensku vefsíðurnar

Af íslenskum síðum bera tveir vefir, Mbl.is og Vísir.is, höfuð og herðar yfir aðrar síður hvað netnotkun varðar. Samkvæmt vefmælingu Modernus.is er Vísir.is núverandi vinningshafi með 208.688 notendur í vikunni sem leið. Mbl.is kemur strax á eftir með 201.862 notendur. Inn í tölu Vísis.is teljast samt ekki bara heimsóknir á aðalsíðuna heldur til að mynda heimsóknir á stefnumótasíðuna Einkamál.is og á allar bloggsíður sem hýstar eru hjá Blog.central.is og Fólk.is. Mun fleiri heimsækja fréttasíðu Mbl.is en Vísis.is.

Ef tölur fyrir Vísindavefinn eru skoðaðar sést að hann var í 13. sæti yfir mest sóttu vefi landsins með 13.579 notendur vikuna 21.11.-27.11. 2005.

Eins og með Alexu verður að taka tölum frá Modernus með varúð því aðeins er skráð umferð á þeim vefjum sem sérstaklega borga fyrir þessa þjónustu.

Frekara lesefni af Vîsindavefnum:

Mynd: Alexa.com...