Sólin Sólin Rís 04:58 • sest 21:54 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 05:41 • Sest 09:57 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:56 • Síðdegis: 24:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:49 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík

Er það rétt að Grindavík sé á Mars?

Sævar Helgi Bragason

Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Er íslenska notuð í geimnum? er það nafnanefnd Alþjóðasambands stjarnfræðinga (e. International Astronomical Union) sem sér um að nefna fyrirbæri á hnöttum sólkerfisins.

Á Mars eru gígar sem eru innan við 60 km að þvermáli gjarnan nefndir eftir litlum borgum og bæjum á jörðinni sem hafa um það bil 100.000 íbúa eða færri. Á rauðu reikistjörnunni eru þrír gígar sem bera íslensk bæjarnöfn, gígarnir Grindavík, Reykholt og Vík.



Tveir af þremur gígum á Mars sem bera íslensk bæjarnöfn.

Grindavík (25,4° N, 39,1° W) er 12 km breiður gígur á Chryse-sléttunni, á Oxia Palus-ferningnum á norðurhveli Mars. Gígurinn fannst á myndum sem Viking-geimförin tóku af yfirborði Mars. Nafnanefnd Alþjóðasambands stjarnfræðinga samþykkti nafnið þann 14. september 2006. Nafnið kemur úr bókinni Readers Digest World Atlas.

Reykholt (40,8° N, 86,3° W) er 53,2 km breiður gígur við Tanais fossae-sprungukerfið á norðurhveli Mars, skammt austan Alba Patera á Arcadia-ferningnum. Gígurinn fannst á myndum sem Viking-geimförin tóku af yfirborði Mars. Nafnanefnd Alþjóðsambands stjarnfræðinga samþykkti nafn gígsins árið 1991. Nafnið kemur úr bókinni National Geographic Atlas of the World.

Vík (36,1° S, 64° W) er 23 km breiður gígur á Thaumasia-ferningnum á suðurhveli Mars. Gígurinn fannst á myndum sem Viking-geimförin tóku af yfirborði Mars. Nafnanefnd Alþjóðasambands stjarnfræðinga samþykkti nafn gígsins árið 1979. Nafnið kemur úr bókinni National Geographic Atlas of the World.

Þessu til viðbótar er gígur á Mars nefndur eftir norræna landkönnuðinum Leifi heppna Eiríkssyni (19,4° S, 173,9° W). Leifur fæddist á Íslandi og var sonur Eiríks rauða Þorvaldssonar. Gígurinn er 49 km breiður á Memnomia-ferningnum á suðurhveli Mars.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er hluti af lengri umfjöllun um íslensk örnefni í sólkerfinu á Stjörnufræðivefnum og birt hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

30.11.2009

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Er það rétt að Grindavík sé á Mars?“ Vísindavefurinn, 30. nóvember 2009. Sótt 1. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=54573.

Sævar Helgi Bragason. (2009, 30. nóvember). Er það rétt að Grindavík sé á Mars? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=54573

Sævar Helgi Bragason. „Er það rétt að Grindavík sé á Mars?“ Vísindavefurinn. 30. nóv. 2009. Vefsíða. 1. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=54573>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er það rétt að Grindavík sé á Mars?
Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Er íslenska notuð í geimnum? er það nafnanefnd Alþjóðasambands stjarnfræðinga (e. International Astronomical Union) sem sér um að nefna fyrirbæri á hnöttum sólkerfisins.

Á Mars eru gígar sem eru innan við 60 km að þvermáli gjarnan nefndir eftir litlum borgum og bæjum á jörðinni sem hafa um það bil 100.000 íbúa eða færri. Á rauðu reikistjörnunni eru þrír gígar sem bera íslensk bæjarnöfn, gígarnir Grindavík, Reykholt og Vík.



Tveir af þremur gígum á Mars sem bera íslensk bæjarnöfn.

Grindavík (25,4° N, 39,1° W) er 12 km breiður gígur á Chryse-sléttunni, á Oxia Palus-ferningnum á norðurhveli Mars. Gígurinn fannst á myndum sem Viking-geimförin tóku af yfirborði Mars. Nafnanefnd Alþjóðasambands stjarnfræðinga samþykkti nafnið þann 14. september 2006. Nafnið kemur úr bókinni Readers Digest World Atlas.

Reykholt (40,8° N, 86,3° W) er 53,2 km breiður gígur við Tanais fossae-sprungukerfið á norðurhveli Mars, skammt austan Alba Patera á Arcadia-ferningnum. Gígurinn fannst á myndum sem Viking-geimförin tóku af yfirborði Mars. Nafnanefnd Alþjóðsambands stjarnfræðinga samþykkti nafn gígsins árið 1991. Nafnið kemur úr bókinni National Geographic Atlas of the World.

Vík (36,1° S, 64° W) er 23 km breiður gígur á Thaumasia-ferningnum á suðurhveli Mars. Gígurinn fannst á myndum sem Viking-geimförin tóku af yfirborði Mars. Nafnanefnd Alþjóðasambands stjarnfræðinga samþykkti nafn gígsins árið 1979. Nafnið kemur úr bókinni National Geographic Atlas of the World.

Þessu til viðbótar er gígur á Mars nefndur eftir norræna landkönnuðinum Leifi heppna Eiríkssyni (19,4° S, 173,9° W). Leifur fæddist á Íslandi og var sonur Eiríks rauða Þorvaldssonar. Gígurinn er 49 km breiður á Memnomia-ferningnum á suðurhveli Mars.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er hluti af lengri umfjöllun um íslensk örnefni í sólkerfinu á Stjörnufræðivefnum og birt hér með góðfúslegu leyfi....