Sólin Sólin Rís 05:05 • sest 21:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:35 • Síðdegis: 22:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:36 • Síðdegis: 15:35 í Reykjavík

Hver er yfirborðshiti Satúrnusar og meðalhiti jarðarinnar?

Stjörnufræðivefurinn og Emelía Eiríksdóttir

Reikistjörnurnar (e. plantets) í sólkerfinu okkar eru 8 talsins. Taflan hér að neðan inniheldur upplýsingar um hitastig þeirra auk dvergreikistjörnunnar (e. dwarf planet) Plútó, sem fram til 2006 var talin ein af reikistjörnunum.

lægsti yfirborðshitimeðalhitastig yfirborðshæsti yfirborðshiti
Merkúríus-170 °C350 °C430 °C
Venus480 °C480 °C480 °C
jörðin-89 °C15 °C58 °C
Mars-140 °C-63 °C20 °C
JúpíterÁ ekki við-110 °C efst í lofthjúpiÁ ekki við
SatúrnusÁ ekki við-180 °C efst í lofthjúpiÁ ekki við
ÚranusÁ ekki við-218 °C efst í lofthjúpiÁ ekki við
NeptúnusÁ ekki við-218 °C efst í lofthjúpiÁ ekki við
Plútó-220 °C-230 °C-240 °C

Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus flokkast sem gasrisar því þeir hafa ekki fast yfirborð. Þar af leiðandi er venjan að gefa upp meðalstigshitastig þessara reikistjarna sem þann meðalhita sem er efst í lofthjúpi þeirra. Lægsti og hæsti yfirborðshiti á ekki við um gasrisana.

Úranus og Neptúnus eru einnig oft flokkaðir sem vatnsrisar því ýmsar gastegundanna á reikistjörnunum eru á föstu eða fljótandi formi sökum þess gríðarlega kulda sem þar ríkir. Júpíter og Satúrnus eru hinir eiginlegu gasrisar. Merkúríus, Venus, jörðin og Mars hafa hins vegar fast yfirborð og eru þar af leiðandi oft kallaðar bergreikistjörnur.


Venus er heitasta reikistjarnan. Þar er gróðurhúsaloftegund sem veldur hlýnun.

Plútó er kaldastur þessara hnatta með meðalyfirborðshitann -230°C og stafar kuldinn af mikilli fjarlægð frá sólu. Yfirborð hans er þakið metanís en metan frýs við 182,5°C.

Langheitustu reikistjörnurnar eru þær sem næstar eru sólu. Það sem kemur kannski á óvart er að Merkúríus, sem er innsta stjarnan, er ekki sú heitasta heldur er það Venus. Ástæðan fyrir þessum mikla hita á Venusi er að hún er umlukin geysiþykkum lofthjúpi sem er að mestu úr koldíoxíði (CO2), gróðurhúsalofttegund sem dregur í sig varma og veldur hlýnun.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:

Höfundar

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

3.11.2010

Spyrjandi

Tryggvi Björn Guðbjörnsson f. 1996, Aron Agnarsson f. 1992

Tilvísun

Stjörnufræðivefurinn og Emelía Eiríksdóttir. „Hver er yfirborðshiti Satúrnusar og meðalhiti jarðarinnar?“ Vísindavefurinn, 3. nóvember 2010. Sótt 29. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=55644.

Stjörnufræðivefurinn og Emelía Eiríksdóttir. (2010, 3. nóvember). Hver er yfirborðshiti Satúrnusar og meðalhiti jarðarinnar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=55644

Stjörnufræðivefurinn og Emelía Eiríksdóttir. „Hver er yfirborðshiti Satúrnusar og meðalhiti jarðarinnar?“ Vísindavefurinn. 3. nóv. 2010. Vefsíða. 29. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=55644>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er yfirborðshiti Satúrnusar og meðalhiti jarðarinnar?
Reikistjörnurnar (e. plantets) í sólkerfinu okkar eru 8 talsins. Taflan hér að neðan inniheldur upplýsingar um hitastig þeirra auk dvergreikistjörnunnar (e. dwarf planet) Plútó, sem fram til 2006 var talin ein af reikistjörnunum.

lægsti yfirborðshitimeðalhitastig yfirborðshæsti yfirborðshiti
Merkúríus-170 °C350 °C430 °C
Venus480 °C480 °C480 °C
jörðin-89 °C15 °C58 °C
Mars-140 °C-63 °C20 °C
JúpíterÁ ekki við-110 °C efst í lofthjúpiÁ ekki við
SatúrnusÁ ekki við-180 °C efst í lofthjúpiÁ ekki við
ÚranusÁ ekki við-218 °C efst í lofthjúpiÁ ekki við
NeptúnusÁ ekki við-218 °C efst í lofthjúpiÁ ekki við
Plútó-220 °C-230 °C-240 °C

Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus flokkast sem gasrisar því þeir hafa ekki fast yfirborð. Þar af leiðandi er venjan að gefa upp meðalstigshitastig þessara reikistjarna sem þann meðalhita sem er efst í lofthjúpi þeirra. Lægsti og hæsti yfirborðshiti á ekki við um gasrisana.

Úranus og Neptúnus eru einnig oft flokkaðir sem vatnsrisar því ýmsar gastegundanna á reikistjörnunum eru á föstu eða fljótandi formi sökum þess gríðarlega kulda sem þar ríkir. Júpíter og Satúrnus eru hinir eiginlegu gasrisar. Merkúríus, Venus, jörðin og Mars hafa hins vegar fast yfirborð og eru þar af leiðandi oft kallaðar bergreikistjörnur.


Venus er heitasta reikistjarnan. Þar er gróðurhúsaloftegund sem veldur hlýnun.

Plútó er kaldastur þessara hnatta með meðalyfirborðshitann -230°C og stafar kuldinn af mikilli fjarlægð frá sólu. Yfirborð hans er þakið metanís en metan frýs við 182,5°C.

Langheitustu reikistjörnurnar eru þær sem næstar eru sólu. Það sem kemur kannski á óvart er að Merkúríus, sem er innsta stjarnan, er ekki sú heitasta heldur er það Venus. Ástæðan fyrir þessum mikla hita á Venusi er að hún er umlukin geysiþykkum lofthjúpi sem er að mestu úr koldíoxíði (CO2), gróðurhúsalofttegund sem dregur í sig varma og veldur hlýnun.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:...