Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvert berst gosaska?

Trausti Jónsson

Algengt er að lofthjúpurinn sé mjög lagskiptur bæði hvað varðar hitafallanda og vindstefnu og styrk.

Ofan á veðrahvolfinu liggja ætíð svokölluð veðrahvörf og eru þau jafnframt neðra borð heiðhvolfsins. Hiti fellur lítið í heiðhvolfinu og er loft þar mjög stöðugt. Lóðréttar hreyfingar lofts eru mjög litlar að jafnaði þótt vindar séu oft mjög sterkir.

Lægstu 1 til 3 km veðrahvolfsins eru oft mjög vel blandaðir vegna núnings- og uppstreymisaðstæðna, loft er þar ýmist óstöðugt eða að jafnvægið er óráðið. Þetta er kallað jaðarlag. Ofan á jaðarlaginu eru oftast hitahvörf sem mynda lok á jaðarlagið, hitahvörf eru mjög stöðug og loft á ekki greiða leið í gegnum þau. Algengt er að vindur breytist mjög hratt nærri hitahvörfunum. Ofan á jaðarlaginu eru uppheimar veðrahvolfsins; þar er loft oftast hóflega stöðugt en ekki þarf mikið til að stöðugleikinn raskist. Ef loft í uppstreymi kemst upp úr jaðarlaginu er algengt að það haldi áfram til veðrahvarfa, sérstaklega ef það er rakt.

Jaðarlagið er mjög misþykkt og inni í því má oft finna viðbótarlagskiptingu, sérstaklega í mjög hægum vindi.

Gosefni sem berast upp í loftið frá eldstöð mæta þessari lagskiptingu. Hitinn neðst í gosmekkinum er mjög mikill. Mjög hlýtt loft á mjög greiða leið lóðrétt. Miklar sprengingar eða mikla ákefð þarf þó til þess að gosefni berist í gengum veðrahvörfin. Í langflestum gosum hér á landi berst ekki mikið af efnum þar upp. Veðrahvörfin nagast þó aðeins að neðan og við það verður blöndun gosefna við allra neðstu lög heiðhvolfsins. Þetta loft getur þá borist mjög langar leiðir áður en það fellur út.

Megnið af gjóskunni í meðalstórum og litlum gosum nær aðeins að veðrahvörfunum, megnið af gjósku og lofttegundum úr gosunum dreifist þá bara í veðrahvolfinu. Hér á landi eru veðrahvörfin í um 7-9 km hæð á vetrum, en heldur hærri að sumrinu. Heklugos byrja oft með mjög miklu afli sem nægir til að koma gjósku í heiðhvolfið, en sú lota gossins stendur að jafnaði mjög stutt. Mestallt sem kemur eftir það flyst um veðrahvolfið.

Nálægt gosstöðvum, hér er átt við í 100 til 500 km fjarlægð eða svo, má mjög ráða í dreifingu gosefna með því að skoða háloftaathugun á Keflavíkurflugvelli sem og vindaspár í 500 hPa fletinum. Ástandið við veðrahvörfin sést oftast vel á 300 hPa-kortum.

Þegar lengra dregur verður dreifing gosefna fljótt mjög flókin og þarf sérstakan hugbúnað auk nákvæmrar vindaspár til að reikna dreifinguna. Öll dreifing utan 500 km er ágiskun án hjálpar þessara reiknilíkana.

Aska sem berst upp fyrir jaðarlagið flyst með vindum ofan þess. Þegar hún, hins vegar, fellur aftur niður í það, taka vindar þess við gjóskunni. Algengt er að mikill munur sé á vindstyrk og vindátt ofan og neðan jaðarlagsins. Gjóska sem berst til austurs í uppheimum, getur borist til vesturs í jaðarlaginu. Landslagsbundnir vindstrengir eru algengir og geta þeir valdið því að gjóska verður mjög misdreifð eftir því sem hún leggst í „öskubakka“.

Mjög lítil gos eiga oft í vandræðum með að koma gjósku upp úr hitahvörfum jaðarlagsins; mátti sjá um það dæmi í gosinu á Fimmvörðuhálsi því gosbólstrinn var hæstur yfir gosstöðvunum, nagaði aðeins neðan úr hitahvörfum jaðarlagsins, en lækkaði síðan og varð að eins konar teppi (segli) við hitahvörfin.

Þegar horft er á gosmekki er algengt að sjá lagskiptingu lofthjúpsins utan á þeim. Stöðug lög sjást þá sem sérstök tegund hjáskýja, svonefnd segl (latína: velum). Þau eru eins og þunn lök sem breiðast út í vel afmörkuðum hæðum á einni eða fleiri hlið stróksins. Í stórum gosum má oft sjá veðrahvörfin á þennan hátt, sömuleiðis hitahvörfin ofan á jaðarlaginu, eða þá flóknari lagskiptingu sem kann að vera fyrir hendi hverju sinni.

Nái gosmökkur að veðrahvörfum eða öðru mjög stöðugu lagi sem hann ekki brýst í gegnum má oft sjá aðra tegund hjáskýja. Það er hetta (latína: pileus). Hún er gerð úr ískristöllum sem mynda greinilega slæðu ofan við gosmökkinn. Hettan er oftast hvít og er orðinn til við það að uppstreymið lyftir veðrahvörfunum lítillega þannig að raki í neðstu lögum þeirra þéttist og myndar ský. Skýið er langoftast úr ískristöllum.

Vestanátt er ríkjandi hér á landi ofan jaðarlagsins, en í jaðarlaginu er hlutur austlægra átta mun stærri. Austanáttin í jaðarlaginu er sterkust á vetrum. Að neðstu lögum slepptum er vestanátt ríkjandi allt árið neðan 15 km eða svo. Venjulega minnkar styrkur hennar þó snögglega í kringum sumardaginn fyrsta, breytingin er því skyndilegri eftir því sem ofar dregur og ofan við 15 km gengur skyndilega í austanátt á þessum tíma árs. Nákvæm dagsetning er þó ekki alveg hin sama frá ári til árs. Austanáttin ofan 15 km stendur til höfuðdags, þá skiptir aftur snögglega til vestanáttar. Í veðrahvolfinu er breytingin á styrk háloftavinda þannig að í þann mund sem vestanáttin dettur niður á vorin, vex tíðni norðanátta um stund. Í efri hluta veðrahvolfsins bætir síðan hægt og bítandi í vestanáttina, en umskiptin á haustin eru ekki jafn skörp og ofar.

Í jaðarlaginu er norðanátt í hámarki frá sumardeginum fyrsta fram yfir miðjan maí, en síðan eru vindar tilviljanakenndir þar til að austanáttir fara að vaxa í kringum 10. ágúst.

Gjóskudreifing í gosum sem ná vel upp í heiðhvolfið er því mjög árstíðabundin, en árstíðasveifla stefnu gjóskugeiranna er ekki eins eindregin í þeim gosum sem ekki ná upp úr veðrahvolfinu. Athugun bendir þó til þess að hlutur vestanáttarinnar ætti að vera ívið minni á sumrin en á öðrum árstímum.

áttallt árið (%)jún/júl/ág (%)
nna6,47,8
ana4,96,1
asa6,97,5
ssa11,812,2
ssv19,917,5
vsv21,218,8
vnv16,515,7
nnv12,414,4
alls100100

Hlutfallsleg (%) tíðni vindátta í 500 hPa úr 30° geirum. Fremri dálkurinn sýnir allt árið, sá aftari sumarmánuðina þrjá (júní, júlí og ágúst). Hér má sjá að vindátt er úr vesturhelmingi um 70% tímans, hún er úr geiranum 210° til 330° (SSV til NNA) helming tímans og úr geiranum 225° til 315° (SV til NV) 38% tímans. Vindátt við jörð getur flækt málið staðbundið.

Myndir:


Þetta svar birtist áður á vef Veðurstofu Íslands og er birt hér með góðufúslegu leyfi.

Höfundur

Trausti Jónsson

veðurfræðingur

Útgáfudagur

23.4.2010

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Trausti Jónsson. „Hvert berst gosaska?“ Vísindavefurinn, 23. apríl 2010. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=56059.

Trausti Jónsson. (2010, 23. apríl). Hvert berst gosaska? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=56059

Trausti Jónsson. „Hvert berst gosaska?“ Vísindavefurinn. 23. apr. 2010. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=56059>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvert berst gosaska?
Algengt er að lofthjúpurinn sé mjög lagskiptur bæði hvað varðar hitafallanda og vindstefnu og styrk.

Ofan á veðrahvolfinu liggja ætíð svokölluð veðrahvörf og eru þau jafnframt neðra borð heiðhvolfsins. Hiti fellur lítið í heiðhvolfinu og er loft þar mjög stöðugt. Lóðréttar hreyfingar lofts eru mjög litlar að jafnaði þótt vindar séu oft mjög sterkir.

Lægstu 1 til 3 km veðrahvolfsins eru oft mjög vel blandaðir vegna núnings- og uppstreymisaðstæðna, loft er þar ýmist óstöðugt eða að jafnvægið er óráðið. Þetta er kallað jaðarlag. Ofan á jaðarlaginu eru oftast hitahvörf sem mynda lok á jaðarlagið, hitahvörf eru mjög stöðug og loft á ekki greiða leið í gegnum þau. Algengt er að vindur breytist mjög hratt nærri hitahvörfunum. Ofan á jaðarlaginu eru uppheimar veðrahvolfsins; þar er loft oftast hóflega stöðugt en ekki þarf mikið til að stöðugleikinn raskist. Ef loft í uppstreymi kemst upp úr jaðarlaginu er algengt að það haldi áfram til veðrahvarfa, sérstaklega ef það er rakt.

Jaðarlagið er mjög misþykkt og inni í því má oft finna viðbótarlagskiptingu, sérstaklega í mjög hægum vindi.

Gosefni sem berast upp í loftið frá eldstöð mæta þessari lagskiptingu. Hitinn neðst í gosmekkinum er mjög mikill. Mjög hlýtt loft á mjög greiða leið lóðrétt. Miklar sprengingar eða mikla ákefð þarf þó til þess að gosefni berist í gengum veðrahvörfin. Í langflestum gosum hér á landi berst ekki mikið af efnum þar upp. Veðrahvörfin nagast þó aðeins að neðan og við það verður blöndun gosefna við allra neðstu lög heiðhvolfsins. Þetta loft getur þá borist mjög langar leiðir áður en það fellur út.

Megnið af gjóskunni í meðalstórum og litlum gosum nær aðeins að veðrahvörfunum, megnið af gjósku og lofttegundum úr gosunum dreifist þá bara í veðrahvolfinu. Hér á landi eru veðrahvörfin í um 7-9 km hæð á vetrum, en heldur hærri að sumrinu. Heklugos byrja oft með mjög miklu afli sem nægir til að koma gjósku í heiðhvolfið, en sú lota gossins stendur að jafnaði mjög stutt. Mestallt sem kemur eftir það flyst um veðrahvolfið.

Nálægt gosstöðvum, hér er átt við í 100 til 500 km fjarlægð eða svo, má mjög ráða í dreifingu gosefna með því að skoða háloftaathugun á Keflavíkurflugvelli sem og vindaspár í 500 hPa fletinum. Ástandið við veðrahvörfin sést oftast vel á 300 hPa-kortum.

Þegar lengra dregur verður dreifing gosefna fljótt mjög flókin og þarf sérstakan hugbúnað auk nákvæmrar vindaspár til að reikna dreifinguna. Öll dreifing utan 500 km er ágiskun án hjálpar þessara reiknilíkana.

Aska sem berst upp fyrir jaðarlagið flyst með vindum ofan þess. Þegar hún, hins vegar, fellur aftur niður í það, taka vindar þess við gjóskunni. Algengt er að mikill munur sé á vindstyrk og vindátt ofan og neðan jaðarlagsins. Gjóska sem berst til austurs í uppheimum, getur borist til vesturs í jaðarlaginu. Landslagsbundnir vindstrengir eru algengir og geta þeir valdið því að gjóska verður mjög misdreifð eftir því sem hún leggst í „öskubakka“.

Mjög lítil gos eiga oft í vandræðum með að koma gjósku upp úr hitahvörfum jaðarlagsins; mátti sjá um það dæmi í gosinu á Fimmvörðuhálsi því gosbólstrinn var hæstur yfir gosstöðvunum, nagaði aðeins neðan úr hitahvörfum jaðarlagsins, en lækkaði síðan og varð að eins konar teppi (segli) við hitahvörfin.

Þegar horft er á gosmekki er algengt að sjá lagskiptingu lofthjúpsins utan á þeim. Stöðug lög sjást þá sem sérstök tegund hjáskýja, svonefnd segl (latína: velum). Þau eru eins og þunn lök sem breiðast út í vel afmörkuðum hæðum á einni eða fleiri hlið stróksins. Í stórum gosum má oft sjá veðrahvörfin á þennan hátt, sömuleiðis hitahvörfin ofan á jaðarlaginu, eða þá flóknari lagskiptingu sem kann að vera fyrir hendi hverju sinni.

Nái gosmökkur að veðrahvörfum eða öðru mjög stöðugu lagi sem hann ekki brýst í gegnum má oft sjá aðra tegund hjáskýja. Það er hetta (latína: pileus). Hún er gerð úr ískristöllum sem mynda greinilega slæðu ofan við gosmökkinn. Hettan er oftast hvít og er orðinn til við það að uppstreymið lyftir veðrahvörfunum lítillega þannig að raki í neðstu lögum þeirra þéttist og myndar ský. Skýið er langoftast úr ískristöllum.

Vestanátt er ríkjandi hér á landi ofan jaðarlagsins, en í jaðarlaginu er hlutur austlægra átta mun stærri. Austanáttin í jaðarlaginu er sterkust á vetrum. Að neðstu lögum slepptum er vestanátt ríkjandi allt árið neðan 15 km eða svo. Venjulega minnkar styrkur hennar þó snögglega í kringum sumardaginn fyrsta, breytingin er því skyndilegri eftir því sem ofar dregur og ofan við 15 km gengur skyndilega í austanátt á þessum tíma árs. Nákvæm dagsetning er þó ekki alveg hin sama frá ári til árs. Austanáttin ofan 15 km stendur til höfuðdags, þá skiptir aftur snögglega til vestanáttar. Í veðrahvolfinu er breytingin á styrk háloftavinda þannig að í þann mund sem vestanáttin dettur niður á vorin, vex tíðni norðanátta um stund. Í efri hluta veðrahvolfsins bætir síðan hægt og bítandi í vestanáttina, en umskiptin á haustin eru ekki jafn skörp og ofar.

Í jaðarlaginu er norðanátt í hámarki frá sumardeginum fyrsta fram yfir miðjan maí, en síðan eru vindar tilviljanakenndir þar til að austanáttir fara að vaxa í kringum 10. ágúst.

Gjóskudreifing í gosum sem ná vel upp í heiðhvolfið er því mjög árstíðabundin, en árstíðasveifla stefnu gjóskugeiranna er ekki eins eindregin í þeim gosum sem ekki ná upp úr veðrahvolfinu. Athugun bendir þó til þess að hlutur vestanáttarinnar ætti að vera ívið minni á sumrin en á öðrum árstímum.

áttallt árið (%)jún/júl/ág (%)
nna6,47,8
ana4,96,1
asa6,97,5
ssa11,812,2
ssv19,917,5
vsv21,218,8
vnv16,515,7
nnv12,414,4
alls100100

Hlutfallsleg (%) tíðni vindátta í 500 hPa úr 30° geirum. Fremri dálkurinn sýnir allt árið, sá aftari sumarmánuðina þrjá (júní, júlí og ágúst). Hér má sjá að vindátt er úr vesturhelmingi um 70% tímans, hún er úr geiranum 210° til 330° (SSV til NNA) helming tímans og úr geiranum 225° til 315° (SV til NV) 38% tímans. Vindátt við jörð getur flækt málið staðbundið.

Myndir:


Þetta svar birtist áður á vef Veðurstofu Íslands og er birt hér með góðufúslegu leyfi....