Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Hvort voru fleiri risaeðlur rándýr eða jurtaætur?

Snorri Sigurðsson

Risaeðlur (Dinosauria) er afar fjölbreytilegur hópur landhryggdýra sem fyrst kom fram fyrir um 230 milljón árum. Þær voru afar áberandi og í raun ríkjandi á mið- og seinni hluta miðlífsaldar eða allt til loka krítartímans fyrir 65 milljón árum, þegar meginþorri þeirra dó út fremur skyndilega eins og frægt er. Það er hins vegar ekki hægt að segja að risaeðlur séu með öllu útdauðar því í dag er vitað að fuglar (sem í dag mynda tegundaauðugasta hóp landhryggdýra með yfir 9000 tegundir) eru í raun þróunarfræðilega afleiddur hópur risaeðla.

Risaeðlum er skipt í tvo ættbálka eftir lögun mjaðmagrindar. Ættbálkarnir tveir eru fleglar (Ornithischia) og eðlungar (Saurischia).















Myndin vinstra megin sýnir mjaðmagrind flegla (Ornithischia) og sú hægri sýnir mjaðmagrind eðlunga (Saurischia)

Fleglar (Ornithischia)

Til flegla teljast þrír undirættbálkar auk nokkurra frumstæðari ættkvísla. Undirættbálkarnir eru Thyreophora, Ornithopoda og Marginocephalia.

Innan Thyreophora eru tvær yfirættir, kambeðlur (Stegosauria) og bryneðlur (Ankylosauria). Tegundir innan þessa undirættbálks voru flestar fremur stórvaxnar, ferfættar jurtaætur með einkennandi beinskildi á bakinu og jafnvel beinhnúða víðar á líkamanum, án efa sér til varnar.

Innan Ornithopoda eru nokkrar ættir sem innihalda tegundir sem eru að mörgu leyti svipaðar í útliti. Um er að ræða sérhæfðar jurtaætur sem flestar eru tvífættar þó sumar hafi vafalaust gengið á fjórum fótum. Smæstu tegundirnar voru einungis um 1m á lengd á meðan þær stærstu voru allt að 15 m langar og gátu vegið nokkur tonn. Þær voru fæstar með beinútvexti sér til varnar en lifðu mjög sennilega í hjörðum og hafa fundist steingervingar því til sönnunar. Meðal þekktra risaeðla í þessum undirættbálki er grænskeglan (Iguanodon), sem var fyrsta risaeðlan sem var greind sem slík, og andareðlur (Hadrosauridae) sem var tegundaauðug ætt stórvaxinna jurtaæta með mjög sérhæfðar tennur sem unnu vel á grófri jurtafæðu.



Beinagrind af grænskeglu (Iguanodon)

Síðasti undirættbálkurinn sem tilheyrir fleglum er Marginocephalia en innan hans eru tvær yfirættir; hjálmeðlur (Pachycephalosauria) og nashyrningseðlur (Ceratopsia), sem þrátt fyrir ólíkt útlit eiga það sameiginlegt að hafa beinútvexti aftan úr hauskúpunni.

Eðlungar (Saurischia)

Til eðlunga teljast tveir meginundirættbálkar auk frumstæðari ættkvísla; graseðlungar (Sauropodomorpha) og ráneðlur (Theropoda). Graseðlungar voru fyrst og fremst stórvaxnar jurtaætur með langan háls og hala en fremur lítið og einfalt höfuð. Fyrstu tegundirnar sem komu fram gengu ýmist á tveimur eða fjórum fótum og voru léttbyggðar í samanburði við hinar eiginlegu graseðlur (Sauropoda) sem voru einkar áberandi á júratíma, en þær voru allra stærstu landdýr sem til hafa verið. Þær stærstu voru allt að 40 m langar og vógu hátt í 100 tonn.

Ráneðlurnar (Theropoda) voru, eins og nafnið ber til kynna, einkum kjötætur og rándýr. Flokkunarfræði þeirra er nokkuð flókin enda um margar ólíkar gerðir að ræða, allt frá afar smávöxnum, léttbyggðum ráneðlum til stærstu rándýra sem lifað hafa á landi, svo sem grameðlan (Tyrannosaurus) og s-ameríska tegundin Giganotosaurus sem var um 14 m löng og yfir 2 tonn að þyngd.

Ýmsar sérkennilegar risaeðlur tilheyra ráneðlum svo sem strúteðlurnar (Ornithomimosauria) sem voru léttbyggðar eðlur með sterka hlaupafætur, voðaeðlurnar (Therizonosauria) sem voru reyndar jurtaætur en höfðu gríðarstórar klær á framfótunum sér til varnar, og svo klóeðlurnar (Deinonychosauria) sem voru fremur smávaxnar ráneðlur en veiddu í hópum og eru taldar hafa verið með gáfuðustu risaeðlum (miðað við líklega heilastærð og vísbendingar um hegðun). Klóeðlurnar voru jafnframt þær risaeðlur sem voru skyldastar forfeðrum fugla enda eru mörg útlitseinkenni sem sameina klóeðlur og fugla þar á meðal fjaðrir.



Tölvuteikning af Suður-Amerísku risaeðlunni Giganotosaurus

Fjölbreytileiki risaeðla var eins og sjá má mjög mikill og án efa mun meiri en þekktir steingervingar benda til. Í dag eru þó þekktar yfir 500 risaeðluættkvíslir og þó nokkuð margar þeirra innihalda fleiri en eina tegund, en mjög erfitt er að ímynda sér hver heildartegundafjöldi risaeðla hefur verið.

Risaeðlur voru til í rúmlega 160 milljón ár sem er afar langur tími í þróunarsögu eins tiltekins hóps. Það má því gera ráð fyrir að heildartegundafjöldinn hafi verið mjög mikill. Ef miðað er við tegundafjölda núlifandi landhryggdýra þá má reikna með að tegundafjöldi risaeðla hverju sinni hafi verið innan við 10.000. Einu núlifandi landhryggdýrin sem eru nálægt slíkri tölu eru fuglar, en þeir hafa mikla möguleika til dreifingar og landnáms vegna þess að þeir geta flogið. Það er því ólíklegt að svo margar risaeðlutegundir hafi verið til á einum ákveðnum tímapunkti nema fuglar séu taldir með risaeðlunum, sem er að sjálfsögðu réttlætanlegt þar sem þeir eru strangt til tekið risaeðlur og lifðu samsíða öðrum risaeðlum í að minnsta kosti 70 milljón ár.



Líkan af Archaeopteryx sem talinn er vera fyrsta fuglategundin sem fram kom

Flestar gerðir risaeðla voru þó mun stærri dýr en fuglar þannig að til að fá raunhæfa mynd af tegundafjölda hverju sinni væri betra að skoða tegundafjölda þess núlifandi hóps sem kemst næst þeim í líkamsstærð, en það eru spendýr. Til núlifandi spendýra teljast 5500 tegundir og þar af er stór meirihluti smávaxin dýr svo sem leðurblökur og nagdýr. Því má gera ráð fyrir að ekki hafi verið mikið fleiri en 1000 tegundir stórvaxinna risaeðla við lýði hverju sinni. Það er þó ljóst að á því 160 milljón ára tímabili sem risaeðlur voru við lýði voru tegundirnar miklu fleiri en 1000. Vissulega er mögulegt að sumar tegundirnar hafi lifað lengi en það hefur þó án efa verið afar misjafnt. Landrými, loftslag, gróðurfar og aðrir umhverfisþættir höfðu einnig áhrif á tegundafjölda og fjölbreytni þá líkt og þeir gera í dag.

Af þessu er ljóst að erfitt er að segja til um fjölda tegunda innan einstakra hópa eins og ráneðla og jurtaæta. Sé hins vegar miðað við þá takmörkuðu mynd sem þekktir steingervingar gefa okkur má áætla að tegundir jurtaæta hafi verið allt að tvöfalt fleiri en tegundir ráneðla.

Það er einnig afar erfitt að segja til um hver fjöldi einstaklinga hafi verið af hverri tegund. Þekking á útbreiðslu einstakra tegunda er yfirleitt fremur lítil. Margar tegundir eru einungis þekktar út frá steingervingum sem hafa fundist á einum eða örfáum stöðum og því er mjög erfitt að draga ályktanir um stofnstærðir einstakra tegunda og þar af leiðandi heildarfjölda einstaklinga. Slíkt mun sennilega ætíð reynast erfitt að spá til um, svo gloppóttar eru þær upplýsingar sem til eru.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:

Höfundur

aðjúnkt í líffræði við Kennaraháskóla Íslands

Útgáfudagur

7.3.2006

Spyrjandi

Sara Helena

Tilvísun

Snorri Sigurðsson. „Hvort voru fleiri risaeðlur rándýr eða jurtaætur?“ Vísindavefurinn, 7. mars 2006. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5691.

Snorri Sigurðsson. (2006, 7. mars). Hvort voru fleiri risaeðlur rándýr eða jurtaætur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5691

Snorri Sigurðsson. „Hvort voru fleiri risaeðlur rándýr eða jurtaætur?“ Vísindavefurinn. 7. mar. 2006. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5691>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvort voru fleiri risaeðlur rándýr eða jurtaætur?
Risaeðlur (Dinosauria) er afar fjölbreytilegur hópur landhryggdýra sem fyrst kom fram fyrir um 230 milljón árum. Þær voru afar áberandi og í raun ríkjandi á mið- og seinni hluta miðlífsaldar eða allt til loka krítartímans fyrir 65 milljón árum, þegar meginþorri þeirra dó út fremur skyndilega eins og frægt er. Það er hins vegar ekki hægt að segja að risaeðlur séu með öllu útdauðar því í dag er vitað að fuglar (sem í dag mynda tegundaauðugasta hóp landhryggdýra með yfir 9000 tegundir) eru í raun þróunarfræðilega afleiddur hópur risaeðla.

Risaeðlum er skipt í tvo ættbálka eftir lögun mjaðmagrindar. Ættbálkarnir tveir eru fleglar (Ornithischia) og eðlungar (Saurischia).















Myndin vinstra megin sýnir mjaðmagrind flegla (Ornithischia) og sú hægri sýnir mjaðmagrind eðlunga (Saurischia)

Fleglar (Ornithischia)

Til flegla teljast þrír undirættbálkar auk nokkurra frumstæðari ættkvísla. Undirættbálkarnir eru Thyreophora, Ornithopoda og Marginocephalia.

Innan Thyreophora eru tvær yfirættir, kambeðlur (Stegosauria) og bryneðlur (Ankylosauria). Tegundir innan þessa undirættbálks voru flestar fremur stórvaxnar, ferfættar jurtaætur með einkennandi beinskildi á bakinu og jafnvel beinhnúða víðar á líkamanum, án efa sér til varnar.

Innan Ornithopoda eru nokkrar ættir sem innihalda tegundir sem eru að mörgu leyti svipaðar í útliti. Um er að ræða sérhæfðar jurtaætur sem flestar eru tvífættar þó sumar hafi vafalaust gengið á fjórum fótum. Smæstu tegundirnar voru einungis um 1m á lengd á meðan þær stærstu voru allt að 15 m langar og gátu vegið nokkur tonn. Þær voru fæstar með beinútvexti sér til varnar en lifðu mjög sennilega í hjörðum og hafa fundist steingervingar því til sönnunar. Meðal þekktra risaeðla í þessum undirættbálki er grænskeglan (Iguanodon), sem var fyrsta risaeðlan sem var greind sem slík, og andareðlur (Hadrosauridae) sem var tegundaauðug ætt stórvaxinna jurtaæta með mjög sérhæfðar tennur sem unnu vel á grófri jurtafæðu.



Beinagrind af grænskeglu (Iguanodon)

Síðasti undirættbálkurinn sem tilheyrir fleglum er Marginocephalia en innan hans eru tvær yfirættir; hjálmeðlur (Pachycephalosauria) og nashyrningseðlur (Ceratopsia), sem þrátt fyrir ólíkt útlit eiga það sameiginlegt að hafa beinútvexti aftan úr hauskúpunni.

Eðlungar (Saurischia)

Til eðlunga teljast tveir meginundirættbálkar auk frumstæðari ættkvísla; graseðlungar (Sauropodomorpha) og ráneðlur (Theropoda). Graseðlungar voru fyrst og fremst stórvaxnar jurtaætur með langan háls og hala en fremur lítið og einfalt höfuð. Fyrstu tegundirnar sem komu fram gengu ýmist á tveimur eða fjórum fótum og voru léttbyggðar í samanburði við hinar eiginlegu graseðlur (Sauropoda) sem voru einkar áberandi á júratíma, en þær voru allra stærstu landdýr sem til hafa verið. Þær stærstu voru allt að 40 m langar og vógu hátt í 100 tonn.

Ráneðlurnar (Theropoda) voru, eins og nafnið ber til kynna, einkum kjötætur og rándýr. Flokkunarfræði þeirra er nokkuð flókin enda um margar ólíkar gerðir að ræða, allt frá afar smávöxnum, léttbyggðum ráneðlum til stærstu rándýra sem lifað hafa á landi, svo sem grameðlan (Tyrannosaurus) og s-ameríska tegundin Giganotosaurus sem var um 14 m löng og yfir 2 tonn að þyngd.

Ýmsar sérkennilegar risaeðlur tilheyra ráneðlum svo sem strúteðlurnar (Ornithomimosauria) sem voru léttbyggðar eðlur með sterka hlaupafætur, voðaeðlurnar (Therizonosauria) sem voru reyndar jurtaætur en höfðu gríðarstórar klær á framfótunum sér til varnar, og svo klóeðlurnar (Deinonychosauria) sem voru fremur smávaxnar ráneðlur en veiddu í hópum og eru taldar hafa verið með gáfuðustu risaeðlum (miðað við líklega heilastærð og vísbendingar um hegðun). Klóeðlurnar voru jafnframt þær risaeðlur sem voru skyldastar forfeðrum fugla enda eru mörg útlitseinkenni sem sameina klóeðlur og fugla þar á meðal fjaðrir.



Tölvuteikning af Suður-Amerísku risaeðlunni Giganotosaurus

Fjölbreytileiki risaeðla var eins og sjá má mjög mikill og án efa mun meiri en þekktir steingervingar benda til. Í dag eru þó þekktar yfir 500 risaeðluættkvíslir og þó nokkuð margar þeirra innihalda fleiri en eina tegund, en mjög erfitt er að ímynda sér hver heildartegundafjöldi risaeðla hefur verið.

Risaeðlur voru til í rúmlega 160 milljón ár sem er afar langur tími í þróunarsögu eins tiltekins hóps. Það má því gera ráð fyrir að heildartegundafjöldinn hafi verið mjög mikill. Ef miðað er við tegundafjölda núlifandi landhryggdýra þá má reikna með að tegundafjöldi risaeðla hverju sinni hafi verið innan við 10.000. Einu núlifandi landhryggdýrin sem eru nálægt slíkri tölu eru fuglar, en þeir hafa mikla möguleika til dreifingar og landnáms vegna þess að þeir geta flogið. Það er því ólíklegt að svo margar risaeðlutegundir hafi verið til á einum ákveðnum tímapunkti nema fuglar séu taldir með risaeðlunum, sem er að sjálfsögðu réttlætanlegt þar sem þeir eru strangt til tekið risaeðlur og lifðu samsíða öðrum risaeðlum í að minnsta kosti 70 milljón ár.



Líkan af Archaeopteryx sem talinn er vera fyrsta fuglategundin sem fram kom

Flestar gerðir risaeðla voru þó mun stærri dýr en fuglar þannig að til að fá raunhæfa mynd af tegundafjölda hverju sinni væri betra að skoða tegundafjölda þess núlifandi hóps sem kemst næst þeim í líkamsstærð, en það eru spendýr. Til núlifandi spendýra teljast 5500 tegundir og þar af er stór meirihluti smávaxin dýr svo sem leðurblökur og nagdýr. Því má gera ráð fyrir að ekki hafi verið mikið fleiri en 1000 tegundir stórvaxinna risaeðla við lýði hverju sinni. Það er þó ljóst að á því 160 milljón ára tímabili sem risaeðlur voru við lýði voru tegundirnar miklu fleiri en 1000. Vissulega er mögulegt að sumar tegundirnar hafi lifað lengi en það hefur þó án efa verið afar misjafnt. Landrými, loftslag, gróðurfar og aðrir umhverfisþættir höfðu einnig áhrif á tegundafjölda og fjölbreytni þá líkt og þeir gera í dag.

Af þessu er ljóst að erfitt er að segja til um fjölda tegunda innan einstakra hópa eins og ráneðla og jurtaæta. Sé hins vegar miðað við þá takmörkuðu mynd sem þekktir steingervingar gefa okkur má áætla að tegundir jurtaæta hafi verið allt að tvöfalt fleiri en tegundir ráneðla.

Það er einnig afar erfitt að segja til um hver fjöldi einstaklinga hafi verið af hverri tegund. Þekking á útbreiðslu einstakra tegunda er yfirleitt fremur lítil. Margar tegundir eru einungis þekktar út frá steingervingum sem hafa fundist á einum eða örfáum stöðum og því er mjög erfitt að draga ályktanir um stofnstærðir einstakra tegunda og þar af leiðandi heildarfjölda einstaklinga. Slíkt mun sennilega ætíð reynast erfitt að spá til um, svo gloppóttar eru þær upplýsingar sem til eru.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir: