Sólin Sólin Rís 05:08 • sest 21:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:47 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:49 • Síðdegis: 14:50 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaða galli var á gjöf Njarðar?

Guðrún Kvaran

Aðrir spyrjendur eru:
Jón Ellingsen, Valdís Þorsteinsdóttir, Sigurður Gísli Gíslason, Kristjana Sigursteinsdóttir, Trausti Þorgeirsson og Orri Tómasson.
Elsta heimild í ritmálssafni Orðabókar Háskólans um orðtakið það er sá (sá er) galli á gjöf Njarðar að ... 'sá hængur er á, sá annmarki fylgir' er úr málsháttasafni Guðmundar Ólafssonar frá síðari hluta 17. aldar (útg. í Lundi 1930). Þar er orðtakið reyndar gáll (galli) er á gjöf Njarðar. Þetta bendir til að orðtakið sé eitthvað eldra.

Engin goðsaga er í Snorra-Eddu sem gæti skýrt hver gjöf Njarðar var og engin þjóðsaga hefur fundist sem skýrt gæti orðtakið. Njörður var sjávarguð í norrænni goðafræði og er hugsanlegt að gjöf hans tengist á einhvern hátt fiskveiðum.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

24.3.2006

Spyrjandi

Sverrir Páll Erlendsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaða galli var á gjöf Njarðar?“ Vísindavefurinn, 24. mars 2006. Sótt 28. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5730.

Guðrún Kvaran. (2006, 24. mars). Hvaða galli var á gjöf Njarðar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5730

Guðrún Kvaran. „Hvaða galli var á gjöf Njarðar?“ Vísindavefurinn. 24. mar. 2006. Vefsíða. 28. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5730>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða galli var á gjöf Njarðar?
Aðrir spyrjendur eru:

Jón Ellingsen, Valdís Þorsteinsdóttir, Sigurður Gísli Gíslason, Kristjana Sigursteinsdóttir, Trausti Þorgeirsson og Orri Tómasson.
Elsta heimild í ritmálssafni Orðabókar Háskólans um orðtakið það er sá (sá er) galli á gjöf Njarðar að ... 'sá hængur er á, sá annmarki fylgir' er úr málsháttasafni Guðmundar Ólafssonar frá síðari hluta 17. aldar (útg. í Lundi 1930). Þar er orðtakið reyndar gáll (galli) er á gjöf Njarðar. Þetta bendir til að orðtakið sé eitthvað eldra.

Engin goðsaga er í Snorra-Eddu sem gæti skýrt hver gjöf Njarðar var og engin þjóðsaga hefur fundist sem skýrt gæti orðtakið. Njörður var sjávarguð í norrænni goðafræði og er hugsanlegt að gjöf hans tengist á einhvern hátt fiskveiðum. ...