Sólin Sólin Rís 04:44 • sest 22:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 04:45 • Sest 18:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:01 • Síðdegis: 16:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:22 • Síðdegis: 22:45 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um sverðfiska?

Jón Már Halldórsson

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Hvað getið þið sagt mér um sverðfiska? Til hvers nota þeir skoltinn (sverðið)?

Sverðfiskur (Xiphias gladius) er all sérstakur fiskur og auðþekktur á langri trjónu, sem gengur fram úr hausnum. Trjóna þessi er efri skolturinn sem teygist svona langt fram.

Sverðfiskur er annars afar rennilegur og langvaxinn fiskur. Hann getur orðið mjög stór eða allt að 450 kg á þyngd og rúmir 4 metrar á lengd. Lengsti fiskur sem veiðst hefur mældist 4,9 metrar.



Sverðfiskur (Xiphias gladius).

Sverðfiskurinn lifir í hitabeltissjó og teygir útbreiðslu sína norður og suður í heittempraðan sjó, en flækist þó einstaka sinnum flækjast í kaldari sjó til dæmis til Noregs og í Norðursjó. Einn sverðfiskur hefur fundist rekinn hér við land. Það var í fjöru við Breiðdalsvík í júlí árið 1936. Reyndist hann vera 2,78 metrar á lengd.

Sverðfiskar eru ránfiskar og leita sér einkum ætis í efri lögum sjávar. Helstu bráðir þeirra eru ýmsar tegundir uppsjávarfiska og smokkfiska en annars eru sverðfiskar talsverðir tækifærissinnar í fæðuvali.

Menn hafa oft velt því fyrir sér hvernig sverðfiskurinn veiðir og hvort hann notar trjónuna (sverðið) við veiðar. Hann er talinn geta beitt trjónunni við að hremma bráð eða jafnvel stungið bráðina á hol með henni. Sverðfiskar eru einnig taldir nota trjónuna til að verja sig gegn hvölum en vitað er að háhyrningar og búrhvalir, auk stærri tegunda hákarla, leggja sér sverðfiska til munns. Trjónan er því bæði öflugt veiðarfæri og ógnvekjandi vopn gegn afræningjum sverðfisksins.

Nánari upplýsingar má finna með því að nota leitarvél Vísindavefsins eða smella á efnisorðin hér að neðan.

Heimild og mynd:
  • Gunnar Jónsson. Íslenskir fiskar. Fjölvi. Reykjavík. 1983.
  • Mynd: FAO

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

27.4.2006

Spyrjandi

Unnar Freyr Erlendsson, f. 1993

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um sverðfiska?“ Vísindavefurinn, 27. apríl 2006. Sótt 5. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5846.

Jón Már Halldórsson. (2006, 27. apríl). Hvað getið þið sagt mér um sverðfiska? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5846

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um sverðfiska?“ Vísindavefurinn. 27. apr. 2006. Vefsíða. 5. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5846>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um sverðfiska?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Hvað getið þið sagt mér um sverðfiska? Til hvers nota þeir skoltinn (sverðið)?

Sverðfiskur (Xiphias gladius) er all sérstakur fiskur og auðþekktur á langri trjónu, sem gengur fram úr hausnum. Trjóna þessi er efri skolturinn sem teygist svona langt fram.

Sverðfiskur er annars afar rennilegur og langvaxinn fiskur. Hann getur orðið mjög stór eða allt að 450 kg á þyngd og rúmir 4 metrar á lengd. Lengsti fiskur sem veiðst hefur mældist 4,9 metrar.



Sverðfiskur (Xiphias gladius).

Sverðfiskurinn lifir í hitabeltissjó og teygir útbreiðslu sína norður og suður í heittempraðan sjó, en flækist þó einstaka sinnum flækjast í kaldari sjó til dæmis til Noregs og í Norðursjó. Einn sverðfiskur hefur fundist rekinn hér við land. Það var í fjöru við Breiðdalsvík í júlí árið 1936. Reyndist hann vera 2,78 metrar á lengd.

Sverðfiskar eru ránfiskar og leita sér einkum ætis í efri lögum sjávar. Helstu bráðir þeirra eru ýmsar tegundir uppsjávarfiska og smokkfiska en annars eru sverðfiskar talsverðir tækifærissinnar í fæðuvali.

Menn hafa oft velt því fyrir sér hvernig sverðfiskurinn veiðir og hvort hann notar trjónuna (sverðið) við veiðar. Hann er talinn geta beitt trjónunni við að hremma bráð eða jafnvel stungið bráðina á hol með henni. Sverðfiskar eru einnig taldir nota trjónuna til að verja sig gegn hvölum en vitað er að háhyrningar og búrhvalir, auk stærri tegunda hákarla, leggja sér sverðfiska til munns. Trjónan er því bæði öflugt veiðarfæri og ógnvekjandi vopn gegn afræningjum sverðfisksins.

Nánari upplýsingar má finna með því að nota leitarvél Vísindavefsins eða smella á efnisorðin hér að neðan.

Heimild og mynd:
  • Gunnar Jónsson. Íslenskir fiskar. Fjölvi. Reykjavík. 1983.
  • Mynd: FAO
...