Sólin Sólin Rís 05:05 • sest 21:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:35 • Síðdegis: 22:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:36 • Síðdegis: 15:35 í Reykjavík

Hvað er scotopic sensitivity syndrome?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Mjög deildar meiningar eru meðal fræðimanna um scotopic sensitivity syndrome eða SSS (því miður er höfundi ekki kunnugt um íslenskt heiti þessa ástands) og þá jafnvel um það hvort í raun sé um heilkenni að ræða. Sumum fræðimönnum finnst fáar rannsóknir hafa verið gerðar á heilkenninu og oft skorta á nákvæmni í aðferðafræði sem myndi gera niðurstöður trúverðugri. Aðrir telja að einkenni fólks sem sagt er vera með SSS geti skýrst af öðrum sjúkdómum. Enn aðrir benda á að heitið passi ekki við það heilkenni eða ástand sem um ræðir, en scotopic vision merkir dimmskyggni og lýsir því að við litla birtu sér fólk í grátónum en ekki í lit. Til hægðarauka er í þessu svari gengið út frá því að um heilkenni sé að ræða og það orð notað um ástandið án þess þó að með því sé tekin endanleg afstaða í deilum fræðimanna um efnið.

SSS er víðtæk truflun á sjónskynjun og hefur fyrst og fremst áhrif á lestrar- og skriffærni. Það er af þeim sökum stundum flokkað undir lesblindu. SSS hefur einnig verið kallað Irlen syndrome í höfuðið á bandarískum sálfræðingi sem er annar tveggja sérfræðinga sem uppgötvuðu þetta ástand óháð hvor öðrum seint á síðustu öld. SSS er ekki galli í augum, heldur í því hvernig taugakerfið tekur við og vinnur úr sjónboðum. Þessi afbrigðileiki hefur áhrif á hegðun og hugarstarf, svo sem á náms- og starfsgetu, athygli og einbeitingarhæfni.

Talið er að um 12% Breta séu með SSS. Hefðbundin sjónpróf og námsmatsaðferðir greina það ekki, en þekking og skilningur hefur aukist á undanförnum árum. Nánar er fjallað um greiningu seinna í svarinu.

Helstu einkenni SSS eru ljósnæmni, erfiðleikar vegna mikilla andstæðna ljósra og dökkra hluta, skert sjónsvið, lélegt dýptarskyn og truflun á athygli og einbeitingu. Hér verður stuttlega fjallað um hvaða erfiðleika eða óþægindi þessi einkenni geta haft í för með sér.

Ljósnæmni veldur óþægindum og erfiðleikum við ýmsar kringumstæður, og fólk á erfitt með að horfa í skær ljós, flúrljós og sólarljós. Sem dæmi má nefna að glampi frá bílljósum getur verið skerandi og óþægilegur, rétt eins og sólarglampi frá sléttu yfirborði hluta, til dæmis bíla. Einnig geta verið erfiðleikar varðandi nætursjón.



Dæmi um miklar andstæður dökkra og ljósra hluta sem geta valdið erfiðleikum er feitt, svart letur á hvítum pappír, en við slíkar aðstæður virðist fólki með SSS sem textinn eða bakgrunnurinn sé á hreyfingu, oft mikilli. Annað dæmi eru rimlar í rimlagardínum þar sem munurinn á milli rimlanna og bakgrunns er mikill. Þá geta rimlarnir virðst á hreyfingu eða að viðkomandi getur ekki séð á milli þeirra. Röndótt og stórgerð mynstur á fötum, veggfóðri, teppum og veggmyndum virðast vera á hreyfingu og stundum í þrívídd. Þessi áhrif gera lestur erfiðan auk þess að valda vanlíðan.

Skert sjónsvið felur meðal annars í sér að aðeins fáein orð eða stafir á blaðsíðu eru skýr í einu og stafar þetta ekki af nær- eða fjarsýni eða öðru sem tengist gerð augans. Það liggur í augum uppi að slíkt hlýtur að draga mjög úr lestrarfærni.

Skert dýptarskyn veldur erfiðleikum við að meta fjarlægðir og samband á milli hluta. Þetta kemur sér til dæmis illa í göngu, akstri, hjólreiðum, boltaíþróttum, notkun rúllustiga og við að meta hæðir.

Skerðing á athygli og einbeitingu er líklega afleiðing af þeim sjónbrenglunum sem lýst var hér að ofan. Auk þeirra erfiðleika í starfi og námi sem þær valda finna menn fyrir óþægindum í augunum. Skert athygli og einbeiting leiðir til þess að erfitt er að halda sér að verki, oft er gert hlé og eirðarleysi og þreyta gera vart við sig.



Að leggja litaða glæru yfir texta sem lesa á er sagt geta hjálpað sumum sem eru með SSS.

Ýmis ráð eru til sem sögð eru hjálpa einstaklingum með þetta heilkenni. Samkvæmt breskri konu sem er sjálf með SSS er gott að draga úr glampa með því að nota mattan og ljóslitaðan pappír þegar lesið er og skrifað og að reyna ekki að stunda slíkt í mikilli birtu. Hún segir einnig að með því að bera ljóslituð gleraugu sé hægt að draga svolítið úr sjónbrenglunum. Ennfremur telur hún að sólgleraugu ætti ávallt að nota utandyra þegar sólin skín, að nota ætti LCD-tölvuskerma frekar en CRT-skerma þegar unnið er við tölvu og að gott sé að hafa bókamerki við lestur til að halda þræði og lesa í stuttum lotum í einu í stað þess að halda lengi áfram.

Helen Irlen, sú sem fyrst lýsti heilkenninu og nefndi það, hefur þróað aðferð til að hjálpa fólki með SSS við lestur. Hér er um mjög einfalda aðferð að ræða, en hún er fólgin í að setja litaðar glærur yfir blaðsíður sem á að lesa. Litasamsetning er valin með sérstöku matsprófi. Þessi aðferð er að sumra mati gagnleg en eins og getið var í upphafi eru ekki allir á eitt sáttir um þetta heilkenni og þá meðferð sem hefur verið þróuð til að halda einkennum í skefjum.

En hvernig er hægt að greina SSS? Helen Irlen hannaði til þess sérstakt matspróf en meðal spurninga sem þar á að svara er hvort maður sleppi orðum eða jafnvel heilum línum við lestur, þurfi að endurtaka lestur lína, þreytist við lestur, þurfi oft að hvíla sig á lestrinum, blikki eða píri oft augun og hvort augun verði þurr eða rök við lestur. Einnig er spurt um hvort fólk vilji frekar lesa í lítilli birtu en skærri, hvort höfuðið færist nær blaðsíðunni við lestur, hvort fólk noti fingur eða bókamerki til að hjálpa sér við lesturinn, forðist að lesa, verði órólegt við að lesa eða muni illa hvað er lesið. Samkvæmt Helen Irlen eru líkur á að viðkomandi sé með SSS ef þrennt af framantöldu á við hann.

Önnur svör á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

26.5.2006

Spyrjandi

Berglind Ósk Einarsdóttir

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað er scotopic sensitivity syndrome?“ Vísindavefurinn, 26. maí 2006. Sótt 29. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5975.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2006, 26. maí). Hvað er scotopic sensitivity syndrome? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5975

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað er scotopic sensitivity syndrome?“ Vísindavefurinn. 26. maí. 2006. Vefsíða. 29. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5975>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er scotopic sensitivity syndrome?
Mjög deildar meiningar eru meðal fræðimanna um scotopic sensitivity syndrome eða SSS (því miður er höfundi ekki kunnugt um íslenskt heiti þessa ástands) og þá jafnvel um það hvort í raun sé um heilkenni að ræða. Sumum fræðimönnum finnst fáar rannsóknir hafa verið gerðar á heilkenninu og oft skorta á nákvæmni í aðferðafræði sem myndi gera niðurstöður trúverðugri. Aðrir telja að einkenni fólks sem sagt er vera með SSS geti skýrst af öðrum sjúkdómum. Enn aðrir benda á að heitið passi ekki við það heilkenni eða ástand sem um ræðir, en scotopic vision merkir dimmskyggni og lýsir því að við litla birtu sér fólk í grátónum en ekki í lit. Til hægðarauka er í þessu svari gengið út frá því að um heilkenni sé að ræða og það orð notað um ástandið án þess þó að með því sé tekin endanleg afstaða í deilum fræðimanna um efnið.

SSS er víðtæk truflun á sjónskynjun og hefur fyrst og fremst áhrif á lestrar- og skriffærni. Það er af þeim sökum stundum flokkað undir lesblindu. SSS hefur einnig verið kallað Irlen syndrome í höfuðið á bandarískum sálfræðingi sem er annar tveggja sérfræðinga sem uppgötvuðu þetta ástand óháð hvor öðrum seint á síðustu öld. SSS er ekki galli í augum, heldur í því hvernig taugakerfið tekur við og vinnur úr sjónboðum. Þessi afbrigðileiki hefur áhrif á hegðun og hugarstarf, svo sem á náms- og starfsgetu, athygli og einbeitingarhæfni.

Talið er að um 12% Breta séu með SSS. Hefðbundin sjónpróf og námsmatsaðferðir greina það ekki, en þekking og skilningur hefur aukist á undanförnum árum. Nánar er fjallað um greiningu seinna í svarinu.

Helstu einkenni SSS eru ljósnæmni, erfiðleikar vegna mikilla andstæðna ljósra og dökkra hluta, skert sjónsvið, lélegt dýptarskyn og truflun á athygli og einbeitingu. Hér verður stuttlega fjallað um hvaða erfiðleika eða óþægindi þessi einkenni geta haft í för með sér.

Ljósnæmni veldur óþægindum og erfiðleikum við ýmsar kringumstæður, og fólk á erfitt með að horfa í skær ljós, flúrljós og sólarljós. Sem dæmi má nefna að glampi frá bílljósum getur verið skerandi og óþægilegur, rétt eins og sólarglampi frá sléttu yfirborði hluta, til dæmis bíla. Einnig geta verið erfiðleikar varðandi nætursjón.



Dæmi um miklar andstæður dökkra og ljósra hluta sem geta valdið erfiðleikum er feitt, svart letur á hvítum pappír, en við slíkar aðstæður virðist fólki með SSS sem textinn eða bakgrunnurinn sé á hreyfingu, oft mikilli. Annað dæmi eru rimlar í rimlagardínum þar sem munurinn á milli rimlanna og bakgrunns er mikill. Þá geta rimlarnir virðst á hreyfingu eða að viðkomandi getur ekki séð á milli þeirra. Röndótt og stórgerð mynstur á fötum, veggfóðri, teppum og veggmyndum virðast vera á hreyfingu og stundum í þrívídd. Þessi áhrif gera lestur erfiðan auk þess að valda vanlíðan.

Skert sjónsvið felur meðal annars í sér að aðeins fáein orð eða stafir á blaðsíðu eru skýr í einu og stafar þetta ekki af nær- eða fjarsýni eða öðru sem tengist gerð augans. Það liggur í augum uppi að slíkt hlýtur að draga mjög úr lestrarfærni.

Skert dýptarskyn veldur erfiðleikum við að meta fjarlægðir og samband á milli hluta. Þetta kemur sér til dæmis illa í göngu, akstri, hjólreiðum, boltaíþróttum, notkun rúllustiga og við að meta hæðir.

Skerðing á athygli og einbeitingu er líklega afleiðing af þeim sjónbrenglunum sem lýst var hér að ofan. Auk þeirra erfiðleika í starfi og námi sem þær valda finna menn fyrir óþægindum í augunum. Skert athygli og einbeiting leiðir til þess að erfitt er að halda sér að verki, oft er gert hlé og eirðarleysi og þreyta gera vart við sig.



Að leggja litaða glæru yfir texta sem lesa á er sagt geta hjálpað sumum sem eru með SSS.

Ýmis ráð eru til sem sögð eru hjálpa einstaklingum með þetta heilkenni. Samkvæmt breskri konu sem er sjálf með SSS er gott að draga úr glampa með því að nota mattan og ljóslitaðan pappír þegar lesið er og skrifað og að reyna ekki að stunda slíkt í mikilli birtu. Hún segir einnig að með því að bera ljóslituð gleraugu sé hægt að draga svolítið úr sjónbrenglunum. Ennfremur telur hún að sólgleraugu ætti ávallt að nota utandyra þegar sólin skín, að nota ætti LCD-tölvuskerma frekar en CRT-skerma þegar unnið er við tölvu og að gott sé að hafa bókamerki við lestur til að halda þræði og lesa í stuttum lotum í einu í stað þess að halda lengi áfram.

Helen Irlen, sú sem fyrst lýsti heilkenninu og nefndi það, hefur þróað aðferð til að hjálpa fólki með SSS við lestur. Hér er um mjög einfalda aðferð að ræða, en hún er fólgin í að setja litaðar glærur yfir blaðsíður sem á að lesa. Litasamsetning er valin með sérstöku matsprófi. Þessi aðferð er að sumra mati gagnleg en eins og getið var í upphafi eru ekki allir á eitt sáttir um þetta heilkenni og þá meðferð sem hefur verið þróuð til að halda einkennum í skefjum.

En hvernig er hægt að greina SSS? Helen Irlen hannaði til þess sérstakt matspróf en meðal spurninga sem þar á að svara er hvort maður sleppi orðum eða jafnvel heilum línum við lestur, þurfi að endurtaka lestur lína, þreytist við lestur, þurfi oft að hvíla sig á lestrinum, blikki eða píri oft augun og hvort augun verði þurr eða rök við lestur. Einnig er spurt um hvort fólk vilji frekar lesa í lítilli birtu en skærri, hvort höfuðið færist nær blaðsíðunni við lestur, hvort fólk noti fingur eða bókamerki til að hjálpa sér við lesturinn, forðist að lesa, verði órólegt við að lesa eða muni illa hvað er lesið. Samkvæmt Helen Irlen eru líkur á að viðkomandi sé með SSS ef þrennt af framantöldu á við hann.

Önnur svör á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:...