Sólin Sólin Rís 04:48 • sest 22:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 04:56 • Sest 16:05 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:08 • Síðdegis: 15:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:56 í Reykjavík

Hvert er íslenska heitið yfir 'grey nurse shark'?

Jón Már Halldórsson

Í heild var spurningin svona:
Hvert er íslenska heitið yfir 'grey nurse shark' og hvernig eru þeir flokkaðir?

Hákarlategund sú sem kallast grey nurse shark á ensku (Carcharias taurus) nefnist grái skeggháfur á íslensku. Hið sérstæða enska heiti þessara hákarla, "nurse", vísar til þess að þeir “fóstra” fjölda smáfiska á meðan þeir synda um heimshöfin. Þessir smáfiskar lifa á sníkjudýrum á skráp hákarlanna og annarra svipaðra tegunda.

Flokkun gráa skeggháfsins er eftirfarandi:

Ríki (Kingdom)Dýraríki (Animalia)
Fylking (Phylum)Seildýr (Chordata)
Undirfylking (Subphylum) Hryggdýr (Vertebrata)
Flokkur (Class) Brjóskfiskar (Chondrichthyes)
Ættbálkur (Order)Hámerar (Lamniformes)
Ætt (Family)Sandháfar eða sandtígrar (Odontaspididae)
Ættkvísl (Genus)Carcharias
Tegund (Species) taurus

Ættbálkurinn Lamniformes inniheldur meðal annars tegundir eins og hvíthákarl, krókódílahákarl, stórkjaft (e. megamouth) og mako-hákarl, auk sandhákarls og skeggháfs. Það sem er sameiginlegt með þessum tegundum er meðal annars gotraufaruggi, fimm tálknop á hvorri hlið og tveir baklægir uggar, annar mun stærri en hinn.



Grái skeggháfurinn er vígaleg skepna en er ekki eins árásargjarn og margir “frændur” hans.

Ættin Odontaspididae inniheldur meðal annars kunnar tegundir eins og sandháf (Odontaspis taurus) og lensuháf (Mitsukurina owstoni). Innan ættarinnar eru þrjár ættkvíslir, Carcharias sem skeggháfar tilheyra, sandháfar (Odontaspis) og Scapanorhynchus. Allt eru þetta tiltölulega stórar skepnur, frá 3-6 metrum á lengd, með tiltölulega flatvaxin trýni og sterklega líkamsbyggingu. Þeir eru brúnleitir að lit og á efri hlutanum eru margvísleg dökkleit mynstur.

Ensku heitin á fjölmörgum hákarlategundum geta verið æði ruglingsleg. Til dæmis er Carcharias taurus einnig kallaður ‘sand tiger shark’ eða sandtígrisháfur, en það fer mjög eftir svæðum hvaða heiti er notað. Mun algengara er meðal náttúrufræðinga að kalla tegundina ‘grey nurse shark’. Odontaspis taurus er aftur á móti kallaður ‘sand shark’ og því hætt við að einhverjir rugli heitinu saman við ‘sand tiger shark’. Þessi tegund hefur verið nefnd sandháfur á íslensku.

Á Vísindavefnum eru fjölmörg önnur svör um hákarla sem hægt er að finna með því að nota leitarvélina hér til vinstri eða með því að smella á efnisorðin neðst í svarinu.

Mynd: Dive Spirit Travel

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

19.6.2006

Spyrjandi

Aðalheiður Jónsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvert er íslenska heitið yfir 'grey nurse shark'?“ Vísindavefurinn, 19. júní 2006. Sótt 4. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6021.

Jón Már Halldórsson. (2006, 19. júní). Hvert er íslenska heitið yfir 'grey nurse shark'? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6021

Jón Már Halldórsson. „Hvert er íslenska heitið yfir 'grey nurse shark'?“ Vísindavefurinn. 19. jún. 2006. Vefsíða. 4. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6021>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvert er íslenska heitið yfir 'grey nurse shark'?
Í heild var spurningin svona:

Hvert er íslenska heitið yfir 'grey nurse shark' og hvernig eru þeir flokkaðir?

Hákarlategund sú sem kallast grey nurse shark á ensku (Carcharias taurus) nefnist grái skeggháfur á íslensku. Hið sérstæða enska heiti þessara hákarla, "nurse", vísar til þess að þeir “fóstra” fjölda smáfiska á meðan þeir synda um heimshöfin. Þessir smáfiskar lifa á sníkjudýrum á skráp hákarlanna og annarra svipaðra tegunda.

Flokkun gráa skeggháfsins er eftirfarandi:

Ríki (Kingdom)Dýraríki (Animalia)
Fylking (Phylum)Seildýr (Chordata)
Undirfylking (Subphylum) Hryggdýr (Vertebrata)
Flokkur (Class) Brjóskfiskar (Chondrichthyes)
Ættbálkur (Order)Hámerar (Lamniformes)
Ætt (Family)Sandháfar eða sandtígrar (Odontaspididae)
Ættkvísl (Genus)Carcharias
Tegund (Species) taurus

Ættbálkurinn Lamniformes inniheldur meðal annars tegundir eins og hvíthákarl, krókódílahákarl, stórkjaft (e. megamouth) og mako-hákarl, auk sandhákarls og skeggháfs. Það sem er sameiginlegt með þessum tegundum er meðal annars gotraufaruggi, fimm tálknop á hvorri hlið og tveir baklægir uggar, annar mun stærri en hinn.



Grái skeggháfurinn er vígaleg skepna en er ekki eins árásargjarn og margir “frændur” hans.

Ættin Odontaspididae inniheldur meðal annars kunnar tegundir eins og sandháf (Odontaspis taurus) og lensuháf (Mitsukurina owstoni). Innan ættarinnar eru þrjár ættkvíslir, Carcharias sem skeggháfar tilheyra, sandháfar (Odontaspis) og Scapanorhynchus. Allt eru þetta tiltölulega stórar skepnur, frá 3-6 metrum á lengd, með tiltölulega flatvaxin trýni og sterklega líkamsbyggingu. Þeir eru brúnleitir að lit og á efri hlutanum eru margvísleg dökkleit mynstur.

Ensku heitin á fjölmörgum hákarlategundum geta verið æði ruglingsleg. Til dæmis er Carcharias taurus einnig kallaður ‘sand tiger shark’ eða sandtígrisháfur, en það fer mjög eftir svæðum hvaða heiti er notað. Mun algengara er meðal náttúrufræðinga að kalla tegundina ‘grey nurse shark’. Odontaspis taurus er aftur á móti kallaður ‘sand shark’ og því hætt við að einhverjir rugli heitinu saman við ‘sand tiger shark’. Þessi tegund hefur verið nefnd sandháfur á íslensku.

Á Vísindavefnum eru fjölmörg önnur svör um hákarla sem hægt er að finna með því að nota leitarvélina hér til vinstri eða með því að smella á efnisorðin neðst í svarinu.

Mynd: Dive Spirit Travel...