Sólin Sólin Rís 05:02 • sest 21:51 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:38 • Síðdegis: 23:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:35 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Af hverju er ekki i í sögninni mega eins og í sögninni eiga?

Guðrún Kvaran

Sagnirnar eiga og mega eru báðar núþálegar sagnir en höfðu upprunalega ekki sama sérhljóð í rót. Í eiga hefur rótarsérhljóðið líklegast verið -ai-, samanber gotneska orðið aigan sem merkir ‘eiga’ (á fornnorrænni rúnaristu kemur fram orðmyndin aih = á). Í öðrum germönskum málum má nefna færeyska og nýnorska orðið eiga, hin sænsku ega, äga, danska eje, fornenska orðið âgan og hið fornháþýska eigan.

Ef litið er á sögnina mega þá er hún einnig til í færeysku sem mega, í nýnorsku, dönsku og sænsku sem (í fornsænsku magha, mogha, forndönsku mugha, mughu), fornsaxnesku mugan, fornháþýsku magan, mugan og gotnesku magan. Upphaflega rótarsérhljóðið hefur líklega verið -a- eins og í gotnesku. Sérhljóðin -u- og -o- í austurnorrænum málum (sænsku og dönsku) og vesturgermönsku málunum eru hugsanlega til komin fyrir áhrif frá öðrum sögnum. Í íslensku er sérhljóðið -e- mögulega til komið vegna áhrifa frá viðtengingarhætti.

Heimildir

  • Adolf Noreen. 1903. Altisländische und altnorwegische Grammar. Halle.
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Reykjavík.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

26.6.2006

Spyrjandi

Benedikt Bogason

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju er ekki i í sögninni mega eins og í sögninni eiga?“ Vísindavefurinn, 26. júní 2006. Sótt 30. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6033.

Guðrún Kvaran. (2006, 26. júní). Af hverju er ekki i í sögninni mega eins og í sögninni eiga? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6033

Guðrún Kvaran. „Af hverju er ekki i í sögninni mega eins og í sögninni eiga?“ Vísindavefurinn. 26. jún. 2006. Vefsíða. 30. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6033>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er ekki i í sögninni mega eins og í sögninni eiga?
Sagnirnar eiga og mega eru báðar núþálegar sagnir en höfðu upprunalega ekki sama sérhljóð í rót. Í eiga hefur rótarsérhljóðið líklegast verið -ai-, samanber gotneska orðið aigan sem merkir ‘eiga’ (á fornnorrænni rúnaristu kemur fram orðmyndin aih = á). Í öðrum germönskum málum má nefna færeyska og nýnorska orðið eiga, hin sænsku ega, äga, danska eje, fornenska orðið âgan og hið fornháþýska eigan.

Ef litið er á sögnina mega þá er hún einnig til í færeysku sem mega, í nýnorsku, dönsku og sænsku sem (í fornsænsku magha, mogha, forndönsku mugha, mughu), fornsaxnesku mugan, fornháþýsku magan, mugan og gotnesku magan. Upphaflega rótarsérhljóðið hefur líklega verið -a- eins og í gotnesku. Sérhljóðin -u- og -o- í austurnorrænum málum (sænsku og dönsku) og vesturgermönsku málunum eru hugsanlega til komin fyrir áhrif frá öðrum sögnum. Í íslensku er sérhljóðið -e- mögulega til komið vegna áhrifa frá viðtengingarhætti.

Heimildir

  • Adolf Noreen. 1903. Altisländische und altnorwegische Grammar. Halle.
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Reykjavík.
...