Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Hver væri hæðarmunur á hæsta fjalli og dýpsta gili í hnattlíkani sem væri metri í þvermál?

EDS

Þetta er í rauninni einfalt reiknisdæmi.

Þvermál jarðar við miðbaug er 12.756 km en 12.713 km við pólana, eins og fjallað er um í svari Vísindavefsins við spurningunni Hvað er jörðin þykk?

Everest, hæsta fjall jarðar, rís 8,848 km yfir sjávarmál. Mesta sjávardýpi er hins vegar í Mariane djúpsjávarrennunni í Kyrrahafi, á stað sem kallast Challenger Deep. Heimildum ber reyndar ekki alveg saman um hversu djúpt þar er en talan 11,033 km er oft nefnd. Ef miðað er við þessar stærðir þá er munurinn á hæsta og lægsta punkti jarðar 19,88 km.



Ef hnattlíkan á að vera 1 m í þvermál er mælikvarði þess 1:12756 (ef notað er þvermál við miðbaug). Miðað við þennan mælikvarða ætti munurinn á hæsta fjallstindi og lægsta stað á sjávarbotni því að vera 19,88/12756 = 0,001558 m eða 1,558 mm.

Mynd: National Geophysical Data Center

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

15.8.2006

Spyrjandi

Ragnar Þórðarson

Tilvísun

EDS. „Hver væri hæðarmunur á hæsta fjalli og dýpsta gili í hnattlíkani sem væri metri í þvermál?“ Vísindavefurinn, 15. ágúst 2006. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6126.

EDS. (2006, 15. ágúst). Hver væri hæðarmunur á hæsta fjalli og dýpsta gili í hnattlíkani sem væri metri í þvermál? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6126

EDS. „Hver væri hæðarmunur á hæsta fjalli og dýpsta gili í hnattlíkani sem væri metri í þvermál?“ Vísindavefurinn. 15. ágú. 2006. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6126>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver væri hæðarmunur á hæsta fjalli og dýpsta gili í hnattlíkani sem væri metri í þvermál?
Þetta er í rauninni einfalt reiknisdæmi.

Þvermál jarðar við miðbaug er 12.756 km en 12.713 km við pólana, eins og fjallað er um í svari Vísindavefsins við spurningunni Hvað er jörðin þykk?

Everest, hæsta fjall jarðar, rís 8,848 km yfir sjávarmál. Mesta sjávardýpi er hins vegar í Mariane djúpsjávarrennunni í Kyrrahafi, á stað sem kallast Challenger Deep. Heimildum ber reyndar ekki alveg saman um hversu djúpt þar er en talan 11,033 km er oft nefnd. Ef miðað er við þessar stærðir þá er munurinn á hæsta og lægsta punkti jarðar 19,88 km.



Ef hnattlíkan á að vera 1 m í þvermál er mælikvarði þess 1:12756 (ef notað er þvermál við miðbaug). Miðað við þennan mælikvarða ætti munurinn á hæsta fjallstindi og lægsta stað á sjávarbotni því að vera 19,88/12756 = 0,001558 m eða 1,558 mm.

Mynd: National Geophysical Data Center...