Sólin Sólin Rís 04:55 • sest 21:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 05:20 • Sest 12:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:37 • Síðdegis: 13:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:14 • Síðdegis: 19:34 í Reykjavík

Hvernig urðu jörðin og hinar reikistjörnurnar til?

MBS

Jörðin varð til fyrir um það bil 4500 milljónum ára. Hún varð til þegar efnisagnir sem gengu umhverfis sólina rákust á og hnoðuðust saman í sífellt stærri einingar. Þessar einingar mynduðu að lokum reikistjörnur sólkerfisins Í svari Tryggva Þorgeirssonar við sömu spurningu segir:
Uppruna sólkerfis okkar má rekja til gríðarmikils gas- og rykskýs. Vegna ytri röskunar byrjaði þetta ský að falla saman fyrir um fimm milljörðum ára. Er skýið féll saman varð þrýstingurinn í miðju þess stöðugt meiri og að lokum nógu mikill til að atómkjarnar byrjuðu að renna saman; það var upphafið að sólinni okkar. Skýið hafði í upphafi verið á örlitlum snúningi og hann magnaðist þegar skýið féll saman, rétt eins og skautadansari snýst hraðar þegar hann dregur að sér hendurnar; þetta kallast varðveisla hverfiþunga. Þess vegna safnaðist ekki allt efnið saman í miðjunni heldur myndaði dálítill hluti þess flatan disk umhverfis miðjuna. Í þessum efnisdisk, sem var á hægum snúningi um frumsólina, mynduðust reikistjörnur sólkerfisins.
Rykagnirnar mynduðu fyrst svokallaða reikisteina sem voru um það bil 10 km í þvermál. Þessir reikisteinar hnoðuðust svo enn frekar saman og mynduðu svokallaðar frumplánetur, sem voru sennilega á stærð við tunglið. Þessar frumplánetur rákust svo saman í gríðarmiklum árekstrum og mynduðu á endanum innri reikistjörnunar fjórar: Merkúr, Venus, jörðina og Mars.

Ytri stjörnur sólkerfisins: Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus, mynduðust á svipaðan hátt. Um það segir Tryggvi Þorgeirsson í fyrrnefndu svari sínu:
Utar í sólkerfinu hnoðuðust fyrrnefnd efni saman á líkan hátt. Þar var hins vegar svo kalt að efni með lægra bræðslumark eins og vatn, metan og ammoníak voru líka á föstu formi, það er að segja að þau mynduðu ís. Vegna þess að mun meira var af þessum efnum í efnisþokunni en þeim efnum sem mynduðu innri reikistjörnunar urðu ytri frumpláneturnar margfalt stærri.

- - -

Við ytri reikistjörnurnar er hitinn miklu lægri og þær gátu því dregið að sér gastegundir, aðallega vetni og helín sem var gríðarlega mikið af.

Útkoman varð fjórir svokallaðir gasrisar, það er að segja reikistjörnur með stóra berg- og ískjarna og geysimikinn lofthjúp.

Á Vísindavefnum er til mikið af svörum um jörðina og sólkerfið. Þau má finna með því að nota leitarvél Vísindavefsins eða með því að smella á efnisorðin hér fyrir neðan.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Margrét Björk Sigurðardóttir

líffræðingur

Útgáfudagur

6.10.2006

Spyrjandi

Junius Einar, f. 1995
Una Sævarsdóttir, f. 1995
Alexandra Sigfúsdóttir, f. 1996

Tilvísun

MBS. „Hvernig urðu jörðin og hinar reikistjörnurnar til?“ Vísindavefurinn, 6. október 2006. Sótt 2. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6263.

MBS. (2006, 6. október). Hvernig urðu jörðin og hinar reikistjörnurnar til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6263

MBS. „Hvernig urðu jörðin og hinar reikistjörnurnar til?“ Vísindavefurinn. 6. okt. 2006. Vefsíða. 2. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6263>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig urðu jörðin og hinar reikistjörnurnar til?
Jörðin varð til fyrir um það bil 4500 milljónum ára. Hún varð til þegar efnisagnir sem gengu umhverfis sólina rákust á og hnoðuðust saman í sífellt stærri einingar. Þessar einingar mynduðu að lokum reikistjörnur sólkerfisins Í svari Tryggva Þorgeirssonar við sömu spurningu segir:

Uppruna sólkerfis okkar má rekja til gríðarmikils gas- og rykskýs. Vegna ytri röskunar byrjaði þetta ský að falla saman fyrir um fimm milljörðum ára. Er skýið féll saman varð þrýstingurinn í miðju þess stöðugt meiri og að lokum nógu mikill til að atómkjarnar byrjuðu að renna saman; það var upphafið að sólinni okkar. Skýið hafði í upphafi verið á örlitlum snúningi og hann magnaðist þegar skýið féll saman, rétt eins og skautadansari snýst hraðar þegar hann dregur að sér hendurnar; þetta kallast varðveisla hverfiþunga. Þess vegna safnaðist ekki allt efnið saman í miðjunni heldur myndaði dálítill hluti þess flatan disk umhverfis miðjuna. Í þessum efnisdisk, sem var á hægum snúningi um frumsólina, mynduðust reikistjörnur sólkerfisins.
Rykagnirnar mynduðu fyrst svokallaða reikisteina sem voru um það bil 10 km í þvermál. Þessir reikisteinar hnoðuðust svo enn frekar saman og mynduðu svokallaðar frumplánetur, sem voru sennilega á stærð við tunglið. Þessar frumplánetur rákust svo saman í gríðarmiklum árekstrum og mynduðu á endanum innri reikistjörnunar fjórar: Merkúr, Venus, jörðina og Mars.

Ytri stjörnur sólkerfisins: Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus, mynduðust á svipaðan hátt. Um það segir Tryggvi Þorgeirsson í fyrrnefndu svari sínu:
Utar í sólkerfinu hnoðuðust fyrrnefnd efni saman á líkan hátt. Þar var hins vegar svo kalt að efni með lægra bræðslumark eins og vatn, metan og ammoníak voru líka á föstu formi, það er að segja að þau mynduðu ís. Vegna þess að mun meira var af þessum efnum í efnisþokunni en þeim efnum sem mynduðu innri reikistjörnunar urðu ytri frumpláneturnar margfalt stærri.

- - -

Við ytri reikistjörnurnar er hitinn miklu lægri og þær gátu því dregið að sér gastegundir, aðallega vetni og helín sem var gríðarlega mikið af.

Útkoman varð fjórir svokallaðir gasrisar, það er að segja reikistjörnur með stóra berg- og ískjarna og geysimikinn lofthjúp.

Á Vísindavefnum er til mikið af svörum um jörðina og sólkerfið. Þau má finna með því að nota leitarvél Vísindavefsins eða með því að smella á efnisorðin hér fyrir neðan.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....