Sólin Sólin Rís 05:05 • sest 21:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:35 • Síðdegis: 22:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:36 • Síðdegis: 15:35 í Reykjavík

Tilheyrir Mallorca Spáni?

EDS

Eyjan Mallorca tilheyrir Spáni og hefur gert það síðan snemma á 18. öld. Í aldir þar á undan tilheyrði eyjan konungdæminu Aragóníu sem nú er hluti Spánar. Því má segja að hún hafi mjög lengi tilheyrt sama ríki og spænska meginlandið sem er næst henni.

Mallorca er stærst Balear-eyja, en svo nefnist eyjaklasi í vestanverðu Miðjarðarhafi úti fyrir austurströnd Spánar. Aðrar helstu eyjar klasans eru Menorca, Ibiza og Formentera.



Mallorca séð frá gervitungli.

Mallorca er um 3.640 ferkílómetrar að flatarmáli sem jafngildir um 3,5% af flatarmáli Íslands. Samkvæmt upplýsingum frá spænsku hagstofunni (Instituto Nacional de Estadística) voru íbúar Mallorca um 778.000 í upphafi árs 2005. Þar af bjuggu um 376.000 í Palma de Mallorca sem er stærsta borgin á eyjunni og jafnframt höfuðborg Balear-eyja.

Mallorca, ásamt öðrum eyjum Balear-eyjaklasans, hefur um langan tíma verið vinsæll áfangastaður Evrópumanna sem sækjast eftir sól, sandi og sjó og hafa ófáir Íslendingar lagt leið sína þangað.

Balear-eyjar eru eitt af mörgum sjálfstjórnarhéruðum Spánar. Auk Balear-eyja eru sjálfstjórnarhéruðin: Andalúsía, Aragónía, Astúría, Baskaland, Kanaríeyjar, Kantabría, Kastilía‑La Mancha, Kastilía-León, Katalónía, Extremadúra, Galisía, Madríd, Múrsía, Navarra, La Rioja og Valensía.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

1.11.2006

Spyrjandi

Jóhann Sigurjón Jakobsson, f. 1990

Tilvísun

EDS. „Tilheyrir Mallorca Spáni?“ Vísindavefurinn, 1. nóvember 2006. Sótt 29. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6353.

EDS. (2006, 1. nóvember). Tilheyrir Mallorca Spáni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6353

EDS. „Tilheyrir Mallorca Spáni?“ Vísindavefurinn. 1. nóv. 2006. Vefsíða. 29. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6353>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Tilheyrir Mallorca Spáni?
Eyjan Mallorca tilheyrir Spáni og hefur gert það síðan snemma á 18. öld. Í aldir þar á undan tilheyrði eyjan konungdæminu Aragóníu sem nú er hluti Spánar. Því má segja að hún hafi mjög lengi tilheyrt sama ríki og spænska meginlandið sem er næst henni.

Mallorca er stærst Balear-eyja, en svo nefnist eyjaklasi í vestanverðu Miðjarðarhafi úti fyrir austurströnd Spánar. Aðrar helstu eyjar klasans eru Menorca, Ibiza og Formentera.



Mallorca séð frá gervitungli.

Mallorca er um 3.640 ferkílómetrar að flatarmáli sem jafngildir um 3,5% af flatarmáli Íslands. Samkvæmt upplýsingum frá spænsku hagstofunni (Instituto Nacional de Estadística) voru íbúar Mallorca um 778.000 í upphafi árs 2005. Þar af bjuggu um 376.000 í Palma de Mallorca sem er stærsta borgin á eyjunni og jafnframt höfuðborg Balear-eyja.

Mallorca, ásamt öðrum eyjum Balear-eyjaklasans, hefur um langan tíma verið vinsæll áfangastaður Evrópumanna sem sækjast eftir sól, sandi og sjó og hafa ófáir Íslendingar lagt leið sína þangað.

Balear-eyjar eru eitt af mörgum sjálfstjórnarhéruðum Spánar. Auk Balear-eyja eru sjálfstjórnarhéruðin: Andalúsía, Aragónía, Astúría, Baskaland, Kanaríeyjar, Kantabría, Kastilía‑La Mancha, Kastilía-León, Katalónía, Extremadúra, Galisía, Madríd, Múrsía, Navarra, La Rioja og Valensía.

Heimildir og mynd:...