Sólin Sólin Rís 05:08 • sest 21:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:47 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:49 • Síðdegis: 14:50 í Reykjavík

Hvar var Jómsborg?

Þórdís Edda Jóhannesdóttir

Í Jómsvíkinga sögu segir meðal annars frá Jómsvíkingum, alræmdu hernaðarbandalagi danskra víkinga sem hafa aðsetur í svo nefndri Jómsborg. Í sögunni segir að danskur höfðingi að nafni Pálna-Tóki hafi flúið undan Danakonungi og á náðir konungsins í Vindlandi sem gefur honum land í sínu ríki gegn því að hann verji Vindland fyrir hann. Landið sem hann fær er kallað að Jómi og þar lætur hann gera rammgerða sjávarborg og stofnar bandalag víkinga sem kenndir eru við borgina og kallaðir Jómsvíkingar. Í sögunni er borginni þannig lýst:

Þar lætur hann og gera höfn þá uppi í borginni að liggja máttu í þrjú hundruð langskipa senn, svo að þau voru öll læst innan borgar. Þar var um búið með mikilli vélfimni er í var lagt inn í höfnina, og þar var sem dyr væri görvar en steinbogi mikill yfir uppi. En fyrir durunum voru járnhurðir og læstar innan úr höfninni. En á steinboganum uppi var gör kastali einn mikill og þar valslöngur í. Sumur hlutur borgarinnar stóð út á sæinn, og eru þær kallaðar sæborgir er svo eru görvar, og af því var innan borgar höfnin.[1]

Jómsvíkinga saga er þó ekki áreiðanleg heimild um tilvist borgarinnar eða staðhætti og alls óvíst hvort þessi lýsing á borginni sé raunsönn. Flestar aðrar heimildir greina til dæmis frá því að Haraldur Gormsson Danakonungur hafi stofnað Jómsborg en ekki Pálna-Tóki.

Fornleifarannsóknir í borginni Wolin í Póllandi hafa leitt til þess að staðsetning hennar er almennt sett í samhengi við Jómsborg. Wolin stendur á samnefndri eyju við suðurströnd Eystrasaltsins.

Í sögunni er staðsetningu borgarinnar ekki lýst nákvæmlega, að öðru leyti en því að hún er í Vindlandi og stendur við sjó. Vindland var landsvæði við suðurströnd Eystrasaltsins, sem tilheyrir nú Póllandi og Norður-Þýskalandi. Einhverja mynd örnefnisins Jóm má finna í ýmsum öðrum heimildum, bæði innlendum og erlendum, til dæmis Jómi, Jumne og Julin, og yfirleitt er talið í öllum tilvikum sé átt við sama stað þó að deilt hafi verið um uppruna og þróun örnefnisins.[2]

Í riti Adams frá Brimum, Gesta Hammaburgensis ecclesiae pontificum frá 11. öld er sagt frá Slavia, stóru landsvæði í Germaníu þar sem Vandalir búa. Adam lýsir þessu landsvæði rækilega og segir meðal annars að áin Oder sé stærsta fljótið á slavneska svæðinu og að við mynni hennar standi Iumne, göfug borg og vel þekkt miðstöð verslunar. Að hans sögn er borgin sú stærsta í Evrópu og þar komi saman fólk úr ýmsum áttum, meðal annars Grikkir og Saxar. Þar sé og gnótt ýmissa vörutegunda frá öllum norrænum þjóðum.[3] Í norska sagnaritinu Historia Norvegiæ frá 13. öld er borgarinnar Jome getið og þar kemur fram að hún sé traustust (lat. firmissima) slavenskra borga. Borginni er ekki lýst heldur aðeins nefnd þegar greint er frá herleiðöngrum Ólafs Tryggvasonar Noregskonungs sem hafði veturviðdvöl hjá vinum sínum á Jómi.[4] Af íslenskum heimildum er elsta dæmið um örnefnið að finna í kvæði eftir Arnór jarlaskáld en hann var uppi á 11. öld. Vísan er hluti Hrynhendu sem Arnór orti um Magnús góða og er einnig varðveitt í sögu hans í Heimskringlu og Morkinskinnu. Í vísunni segir að breitt virki hafi verið í borginni þegar Magnús góði fór þangað í herför.

Frá víkingahátíð í Wolin.

Flestar heimildirnar eiga það sameiginlegt að vísa til þess að borgin hafi staðið við sjó og bæði Adam frá Brimum og Historia Norvegiæ kalla hana slavneska. Fornleifarannsóknir í borginni Wolin í Póllandi hafa leitt til þess að staðsetning hennar er almennt sett í samhengi við Jómsborg. Wolin stendur á samnefndri eyju við suðurströnd Eystrasaltsins. Rannsóknirnar sýndu að á 10. öld hafi Wolin verið ein stærsta miðstöð Eystrasaltsins í vöruskiptum og handverki.[5] Ekki leikur vafi á að norrænir menn hafi haft viðkomu þar en þegar komið er fram á ritunartíma íslenskra fornsagna er nokkuð óljóst að hve miklu leyti sú Jómsborg sem birtist í sögunum samsvarar Wolin á 10. öld eða hvort það sé yfir höfuð sami staður.

Tilvísanir:
  1. ^ Jómsvíkinga saga. 2018. Útg. Þorleifur Hauksson og Marteinn Helgi Sigurðsson. Íslenzk fornrit 33. Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag, 67; stafsetning hefur verið samræmd til nútímans.
  2. ^ Petrulevich, Alexandra. 2009. „On the Etymology of at Jómi, Jumne and Jómsborg.“ Namn och Bygd 97: 65–97.
  3. ^ Adam von Bremen. 1917. Hamburgische Kirchengeschichte. Útg. Bernhard Schmeidler. Hannover og Leipzig, 79.
  4. ^ Monumenta historica Norvegiæ: Latinske kildeskrifter til Norges historie i middelalderen. 1880. Útg. Gustav Storm. Kristjanía, 113.
  5. ^ Morawiec, Jakub. 2009. Vikings among the Slavs: Jomsborg and the Jomsvikings in Old Norse Tradition. Vín: Fassbaender; Duczko, W?adys?aw. 2014. „Viking-Age Wolin (Wollin) in the Norse Context of the Southern Coast of the Baltic Sea.“ Scripta Islandica 65: 143–151

Myndir:

Höfundur

Þórdís Edda Jóhannesdóttir

sérfræðingur við Stofnun Árna Magnússonar

Útgáfudagur

1.9.2021

Spyrjandi

Svavar Einarsson

Tilvísun

Þórdís Edda Jóhannesdóttir. „Hvar var Jómsborg?“ Vísindavefurinn, 1. september 2021. Sótt 28. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=63589.

Þórdís Edda Jóhannesdóttir. (2021, 1. september). Hvar var Jómsborg? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=63589

Þórdís Edda Jóhannesdóttir. „Hvar var Jómsborg?“ Vísindavefurinn. 1. sep. 2021. Vefsíða. 28. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=63589>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvar var Jómsborg?
Í Jómsvíkinga sögu segir meðal annars frá Jómsvíkingum, alræmdu hernaðarbandalagi danskra víkinga sem hafa aðsetur í svo nefndri Jómsborg. Í sögunni segir að danskur höfðingi að nafni Pálna-Tóki hafi flúið undan Danakonungi og á náðir konungsins í Vindlandi sem gefur honum land í sínu ríki gegn því að hann verji Vindland fyrir hann. Landið sem hann fær er kallað að Jómi og þar lætur hann gera rammgerða sjávarborg og stofnar bandalag víkinga sem kenndir eru við borgina og kallaðir Jómsvíkingar. Í sögunni er borginni þannig lýst:

Þar lætur hann og gera höfn þá uppi í borginni að liggja máttu í þrjú hundruð langskipa senn, svo að þau voru öll læst innan borgar. Þar var um búið með mikilli vélfimni er í var lagt inn í höfnina, og þar var sem dyr væri görvar en steinbogi mikill yfir uppi. En fyrir durunum voru járnhurðir og læstar innan úr höfninni. En á steinboganum uppi var gör kastali einn mikill og þar valslöngur í. Sumur hlutur borgarinnar stóð út á sæinn, og eru þær kallaðar sæborgir er svo eru görvar, og af því var innan borgar höfnin.[1]

Jómsvíkinga saga er þó ekki áreiðanleg heimild um tilvist borgarinnar eða staðhætti og alls óvíst hvort þessi lýsing á borginni sé raunsönn. Flestar aðrar heimildir greina til dæmis frá því að Haraldur Gormsson Danakonungur hafi stofnað Jómsborg en ekki Pálna-Tóki.

Fornleifarannsóknir í borginni Wolin í Póllandi hafa leitt til þess að staðsetning hennar er almennt sett í samhengi við Jómsborg. Wolin stendur á samnefndri eyju við suðurströnd Eystrasaltsins.

Í sögunni er staðsetningu borgarinnar ekki lýst nákvæmlega, að öðru leyti en því að hún er í Vindlandi og stendur við sjó. Vindland var landsvæði við suðurströnd Eystrasaltsins, sem tilheyrir nú Póllandi og Norður-Þýskalandi. Einhverja mynd örnefnisins Jóm má finna í ýmsum öðrum heimildum, bæði innlendum og erlendum, til dæmis Jómi, Jumne og Julin, og yfirleitt er talið í öllum tilvikum sé átt við sama stað þó að deilt hafi verið um uppruna og þróun örnefnisins.[2]

Í riti Adams frá Brimum, Gesta Hammaburgensis ecclesiae pontificum frá 11. öld er sagt frá Slavia, stóru landsvæði í Germaníu þar sem Vandalir búa. Adam lýsir þessu landsvæði rækilega og segir meðal annars að áin Oder sé stærsta fljótið á slavneska svæðinu og að við mynni hennar standi Iumne, göfug borg og vel þekkt miðstöð verslunar. Að hans sögn er borgin sú stærsta í Evrópu og þar komi saman fólk úr ýmsum áttum, meðal annars Grikkir og Saxar. Þar sé og gnótt ýmissa vörutegunda frá öllum norrænum þjóðum.[3] Í norska sagnaritinu Historia Norvegiæ frá 13. öld er borgarinnar Jome getið og þar kemur fram að hún sé traustust (lat. firmissima) slavenskra borga. Borginni er ekki lýst heldur aðeins nefnd þegar greint er frá herleiðöngrum Ólafs Tryggvasonar Noregskonungs sem hafði veturviðdvöl hjá vinum sínum á Jómi.[4] Af íslenskum heimildum er elsta dæmið um örnefnið að finna í kvæði eftir Arnór jarlaskáld en hann var uppi á 11. öld. Vísan er hluti Hrynhendu sem Arnór orti um Magnús góða og er einnig varðveitt í sögu hans í Heimskringlu og Morkinskinnu. Í vísunni segir að breitt virki hafi verið í borginni þegar Magnús góði fór þangað í herför.

Frá víkingahátíð í Wolin.

Flestar heimildirnar eiga það sameiginlegt að vísa til þess að borgin hafi staðið við sjó og bæði Adam frá Brimum og Historia Norvegiæ kalla hana slavneska. Fornleifarannsóknir í borginni Wolin í Póllandi hafa leitt til þess að staðsetning hennar er almennt sett í samhengi við Jómsborg. Wolin stendur á samnefndri eyju við suðurströnd Eystrasaltsins. Rannsóknirnar sýndu að á 10. öld hafi Wolin verið ein stærsta miðstöð Eystrasaltsins í vöruskiptum og handverki.[5] Ekki leikur vafi á að norrænir menn hafi haft viðkomu þar en þegar komið er fram á ritunartíma íslenskra fornsagna er nokkuð óljóst að hve miklu leyti sú Jómsborg sem birtist í sögunum samsvarar Wolin á 10. öld eða hvort það sé yfir höfuð sami staður.

Tilvísanir:
  1. ^ Jómsvíkinga saga. 2018. Útg. Þorleifur Hauksson og Marteinn Helgi Sigurðsson. Íslenzk fornrit 33. Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag, 67; stafsetning hefur verið samræmd til nútímans.
  2. ^ Petrulevich, Alexandra. 2009. „On the Etymology of at Jómi, Jumne and Jómsborg.“ Namn och Bygd 97: 65–97.
  3. ^ Adam von Bremen. 1917. Hamburgische Kirchengeschichte. Útg. Bernhard Schmeidler. Hannover og Leipzig, 79.
  4. ^ Monumenta historica Norvegiæ: Latinske kildeskrifter til Norges historie i middelalderen. 1880. Útg. Gustav Storm. Kristjanía, 113.
  5. ^ Morawiec, Jakub. 2009. Vikings among the Slavs: Jomsborg and the Jomsvikings in Old Norse Tradition. Vín: Fassbaender; Duczko, W?adys?aw. 2014. „Viking-Age Wolin (Wollin) in the Norse Context of the Southern Coast of the Baltic Sea.“ Scripta Islandica 65: 143–151

Myndir:

...