Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvenær verður vöðvi kjöt?

Guðrún Kvaran

Samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:1782) er orðið vöðvi notað um knippi af sérhæfðum vöðvafrumum sem geta dregist saman og slaknað til að hreyfa líkamann. Þetta á bæði við um menn og dýr. Kjöt er notað um hold, einkum vöðva.

Ekki er mikill munur á notkun þessara tveggja orða. Við förum til dæmis út í búð til að kaupa nautakjöt. "Hvaða stykki viltu?" spyr afgreiðslumaðurinn. "Innanlærisvöðva", er ef til vill svarið og við förum heim með slíkt kjöt. Innanlærisvöðvinn er þarna ákveðið kjötstykki af nautinu, tiltekinn vöðvi.


Á kjötmarkaði.

Talað er um innanlærisvöðva á fólki rétt eins og á dýrum. Íþróttaþjálfarar leggja til dæmis kapp á að hlauparar teygi innanlærisvöðvana og sagt er að menn séu vöðvamiklir eða vöðvarýrir. Hægt er að segja um mann að hann sé svo horaður að hann hafi varla kjöt á beinunum. Þá er átt við að hann sé afar vöðvarýr þannig að jafnvel megi telja í honum rifin.

Nautakjöt, lambakjöt, svínakjöt og kjúklingakjöt eru almenn orð yfir kjöt af nauti, lambi, svíni og kjúklingi. Súpukjöt er aldrei kallað vöðvi enda ekki um ákveðinn vöðva að ræða á sama hátt og innanlærisvöðvann áðan. En auðvitað er kjötið á súpukjötsbitunum hlutar af vöðva dýrsins.

Á Vísindavefnum má lesa meira um vöðva, til dæmis í svörum við spurningunum:

Mynd: Meat. Flickr.com. Höfundur myndar er Wildebeast1. Myndin er birt undir Creative Commons leyfi.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

23.11.2006

Spyrjandi

Torfi Kristleifsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvenær verður vöðvi kjöt?“ Vísindavefurinn, 23. nóvember 2006. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6401.

Guðrún Kvaran. (2006, 23. nóvember). Hvenær verður vöðvi kjöt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6401

Guðrún Kvaran. „Hvenær verður vöðvi kjöt?“ Vísindavefurinn. 23. nóv. 2006. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6401>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær verður vöðvi kjöt?
Samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:1782) er orðið vöðvi notað um knippi af sérhæfðum vöðvafrumum sem geta dregist saman og slaknað til að hreyfa líkamann. Þetta á bæði við um menn og dýr. Kjöt er notað um hold, einkum vöðva.

Ekki er mikill munur á notkun þessara tveggja orða. Við förum til dæmis út í búð til að kaupa nautakjöt. "Hvaða stykki viltu?" spyr afgreiðslumaðurinn. "Innanlærisvöðva", er ef til vill svarið og við förum heim með slíkt kjöt. Innanlærisvöðvinn er þarna ákveðið kjötstykki af nautinu, tiltekinn vöðvi.


Á kjötmarkaði.

Talað er um innanlærisvöðva á fólki rétt eins og á dýrum. Íþróttaþjálfarar leggja til dæmis kapp á að hlauparar teygi innanlærisvöðvana og sagt er að menn séu vöðvamiklir eða vöðvarýrir. Hægt er að segja um mann að hann sé svo horaður að hann hafi varla kjöt á beinunum. Þá er átt við að hann sé afar vöðvarýr þannig að jafnvel megi telja í honum rifin.

Nautakjöt, lambakjöt, svínakjöt og kjúklingakjöt eru almenn orð yfir kjöt af nauti, lambi, svíni og kjúklingi. Súpukjöt er aldrei kallað vöðvi enda ekki um ákveðinn vöðva að ræða á sama hátt og innanlærisvöðvann áðan. En auðvitað er kjötið á súpukjötsbitunum hlutar af vöðva dýrsins.

Á Vísindavefnum má lesa meira um vöðva, til dæmis í svörum við spurningunum:

Mynd: Meat. Flickr.com. Höfundur myndar er Wildebeast1. Myndin er birt undir Creative Commons leyfi....