Sólin Sólin Rís 05:08 • sest 21:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:47 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:49 • Síðdegis: 14:50 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvenær voru þýska og hollenska sama tungumálið?

Guðrún Kvaran

Bæði þýska og hollenska teljast til germanskra mála. Vaninn er að skipta germönskum málum í þrjá hópa: Þýska og hollenska teljast til vestur-germönsku, gotneska taldist til austur-germönsku og Norðurlandamálin tilheyra flest norður-germönsku.

Vestur-germönsk mál greindust snemma í mállýskur. Hollenska varð upphaflega til úr mállýskum Franka, Saxa og Frísa sem bjuggu á því svæði sem nú telst til Hollands og Belgíu. Sögulegri þróun hollensku er vanalega skipt í þrjú tímabil:

  1. Fornlágfrankísku á 7. til 11. öld.
  2. Miðhollensku á 12. til 16. öld.
  3. Nútíma hollensku frá 17. öld og til dagsins í dag.


Séð yfir München í Þýskalandi.

Sögulegri þróun háþýsku er einnig skipt í þrjú tímabil:

  1. Fornháþýsku frá um 600 til um 1100. Aðalmállýskurnar voru: „Oberdeutsch“, fornbæríska og langóbardíska.
  2. Miðháþýsku frá um 1100 til 1350. Henni er skipt í snemmmiðháþýsku til loka 12. aldar, klassíska miðháþýsku frá lokum 12. aldar til um 1250 og síðmiðháþýsku milli 1250 og 1350.
  3. Nýháþýsku frá um 1350 og til dagsins í dag.

Af þessu má sjá að háþýska og hollenska aðgreindust þegar á 7. öld en eiga þó margt sameiginlegt eins og vestur-germönsku málin öll. Lágþýska, sem töluð er í Norður-Þýskalandi, er einkar lík hollenskunni.

Skyld svör sama höfundar og mynd

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

4.12.2006

Spyrjandi

Thore Hagen Posske

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvenær voru þýska og hollenska sama tungumálið?“ Vísindavefurinn, 4. desember 2006. Sótt 28. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6419.

Guðrún Kvaran. (2006, 4. desember). Hvenær voru þýska og hollenska sama tungumálið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6419

Guðrún Kvaran. „Hvenær voru þýska og hollenska sama tungumálið?“ Vísindavefurinn. 4. des. 2006. Vefsíða. 28. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6419>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær voru þýska og hollenska sama tungumálið?
Bæði þýska og hollenska teljast til germanskra mála. Vaninn er að skipta germönskum málum í þrjá hópa: Þýska og hollenska teljast til vestur-germönsku, gotneska taldist til austur-germönsku og Norðurlandamálin tilheyra flest norður-germönsku.

Vestur-germönsk mál greindust snemma í mállýskur. Hollenska varð upphaflega til úr mállýskum Franka, Saxa og Frísa sem bjuggu á því svæði sem nú telst til Hollands og Belgíu. Sögulegri þróun hollensku er vanalega skipt í þrjú tímabil:

  1. Fornlágfrankísku á 7. til 11. öld.
  2. Miðhollensku á 12. til 16. öld.
  3. Nútíma hollensku frá 17. öld og til dagsins í dag.


Séð yfir München í Þýskalandi.

Sögulegri þróun háþýsku er einnig skipt í þrjú tímabil:

  1. Fornháþýsku frá um 600 til um 1100. Aðalmállýskurnar voru: „Oberdeutsch“, fornbæríska og langóbardíska.
  2. Miðháþýsku frá um 1100 til 1350. Henni er skipt í snemmmiðháþýsku til loka 12. aldar, klassíska miðháþýsku frá lokum 12. aldar til um 1250 og síðmiðháþýsku milli 1250 og 1350.
  3. Nýháþýsku frá um 1350 og til dagsins í dag.

Af þessu má sjá að háþýska og hollenska aðgreindust þegar á 7. öld en eiga þó margt sameiginlegt eins og vestur-germönsku málin öll. Lágþýska, sem töluð er í Norður-Þýskalandi, er einkar lík hollenskunni.

Skyld svör sama höfundar og mynd

...