Sólin Sólin Rís 04:58 • sest 21:54 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 05:41 • Sest 09:57 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:56 • Síðdegis: 24:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:49 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík

Hvað er fyrir innan verksvið Vísindavefsins og hvað fellur utan þess?

Ritstjórn Vísindavefsins

Vísindavefurinn fjallar um öll vísindi og reynir að gera ekki upp á milli fræðigreina, hvort sem þær heita eðlisfræði, líffræði, sálfræði, málvísindi, sagnfræði eða eitthvað annað. Ritstjórn vefsins tekur með glöðu geði við spurningum af öllum fræðasviðum.

Á hverjum degi berast Vísindavefnum ótal margar góðar spurningar – svo margar raunar að því miður er ekki alltaf hægt að anna eftirspurn. Hafi menn ekki fengið svar þarf það alls ekki að merkja að spurningu þeirra sé ábótavant. Mun líklegra er að hún sé geymd á góðum stað og bíði svars, þótt síðar verði.

Ekki er þó þar með sagt að Vísindavefurinn taki við öllum spurningum án aðgreiningar. Stundum berast Vísindavefnum spurningar sem eru greinilega ekki settar fram af einlægni og er þeim þá yfirleitt ekki svarað. Sömuleiðis fáum við af og til spurningar um skólaverkefni. Í slíkum tilfellum getur verið að þeim verði vísað frá þar sem í verkefnum er gjarnan gerð krafa um sjálfstæð vinnubrögð og ekki ljóst hvort heimilt er að leita aðstoðar Vísindavefsins. Eins getur verið að spurningarnar séu of sérhæfðar og komi almennum lesendum lítið við, og þá er spurningunum sjaldan svarað. Að lokum berast okkur stundum spurningar sem fjalla hreinlega ekkert um vísindi heldur til dæmis um hvenær leikkonan Angelina Jolie er fædd eða hver sé líklegastur til að vinna kappakstur í Formúlu 1. Þessar spurningar varða ekki viðfangsefni vísinda og eru því utan verksviðs okkar.

Að þessu sögðu viljum við samt ítreka að fólk þarf ekki að vera hrætt við að senda inn spurningar; það sakar aldrei að prófa og sjá hvort þeim verði svarað. Vegna mikils spurningaflóðs minnum við samt á leitarvél Vísindavefsins, en með því að fletta upp í henni má finna alls konar fróðleik. Sé það gert er nokkuð líklegt að fólk finni svarið við spurningu sinni án þess að þurfa að senda hana inn til ritstjórnar vefsins.

Útgáfudagur

6.12.2006

Spyrjandi

Ragnheiður Traustadóttir, f. 1994
Róbert Pétursson, f. 1987
Guðmundur Einarsson, f. 1990

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Hvað er fyrir innan verksvið Vísindavefsins og hvað fellur utan þess?“ Vísindavefurinn, 6. desember 2006. Sótt 1. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6425.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2006, 6. desember). Hvað er fyrir innan verksvið Vísindavefsins og hvað fellur utan þess? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6425

Ritstjórn Vísindavefsins. „Hvað er fyrir innan verksvið Vísindavefsins og hvað fellur utan þess?“ Vísindavefurinn. 6. des. 2006. Vefsíða. 1. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6425>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er fyrir innan verksvið Vísindavefsins og hvað fellur utan þess?
Vísindavefurinn fjallar um öll vísindi og reynir að gera ekki upp á milli fræðigreina, hvort sem þær heita eðlisfræði, líffræði, sálfræði, málvísindi, sagnfræði eða eitthvað annað. Ritstjórn vefsins tekur með glöðu geði við spurningum af öllum fræðasviðum.

Á hverjum degi berast Vísindavefnum ótal margar góðar spurningar – svo margar raunar að því miður er ekki alltaf hægt að anna eftirspurn. Hafi menn ekki fengið svar þarf það alls ekki að merkja að spurningu þeirra sé ábótavant. Mun líklegra er að hún sé geymd á góðum stað og bíði svars, þótt síðar verði.

Ekki er þó þar með sagt að Vísindavefurinn taki við öllum spurningum án aðgreiningar. Stundum berast Vísindavefnum spurningar sem eru greinilega ekki settar fram af einlægni og er þeim þá yfirleitt ekki svarað. Sömuleiðis fáum við af og til spurningar um skólaverkefni. Í slíkum tilfellum getur verið að þeim verði vísað frá þar sem í verkefnum er gjarnan gerð krafa um sjálfstæð vinnubrögð og ekki ljóst hvort heimilt er að leita aðstoðar Vísindavefsins. Eins getur verið að spurningarnar séu of sérhæfðar og komi almennum lesendum lítið við, og þá er spurningunum sjaldan svarað. Að lokum berast okkur stundum spurningar sem fjalla hreinlega ekkert um vísindi heldur til dæmis um hvenær leikkonan Angelina Jolie er fædd eða hver sé líklegastur til að vinna kappakstur í Formúlu 1. Þessar spurningar varða ekki viðfangsefni vísinda og eru því utan verksviðs okkar.

Að þessu sögðu viljum við samt ítreka að fólk þarf ekki að vera hrætt við að senda inn spurningar; það sakar aldrei að prófa og sjá hvort þeim verði svarað. Vegna mikils spurningaflóðs minnum við samt á leitarvél Vísindavefsins, en með því að fletta upp í henni má finna alls konar fróðleik. Sé það gert er nokkuð líklegt að fólk finni svarið við spurningu sinni án þess að þurfa að senda hana inn til ritstjórnar vefsins. ...