Sólin Sólin Rís 04:55 • sest 21:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 05:20 • Sest 12:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:37 • Síðdegis: 13:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:14 • Síðdegis: 19:34 í Reykjavík

Hvað getur þú sagt mér um skröltorma?

Jón Már Halldórsson

Skröltormar, sem á ensku nefnast rattle snakes, eru gildvaxnir amerískir eitursnákar. Helsta einkenni þeirra eru hornplötur á halanum sem skröltir í þegar halinn er hristur. Skröltormar tilheyra tveimur ættkvíslum, Sistrurus og Crotalus. Tegundir sem tilheyra síðarnefndu ættkvíslinni eru oft kallaðar “hinir eiginlegu skröltormar” og verður því fjallað lítillega um helstu einkenni þessarar ættkvíslar og einstakra tegunda hennar.



Texasskellan er einn af hættulegustu snákum í heimi.

Skellur (Crotalus)

Latneska orðið crotalus er komið af gríska orðinu crotalon sem þýðir lítil bjalla, en með því er vísað í áðurnefnt skrölt í hornplötunum.

Til ættkvíslarinnar teljast 27 tegundir og finnast þær í Norður- og Suður-Ameríku, allt frá suðurhluta Kanada til norðurhluta Argentínu. Helsta fæða þeirra eru smávaxin hryggdýr svo sem nagdýr, skriðdýr og fuglar. Þeir nota innrauða sjón til að finna bráðina, lama hana með tiltölulega öflugu eitri og gleypa hana svo heila.

Skellur eru tiltölulega langlífir snákar og geta orðið allt að 20 ára gamlir. Þeir sem lifa á nyrsta hluta útbreiðslusvæðisins safnast venjulega saman í holur á veturna og leggjast í hýði til að verja sig vetrarhörkunum.

Demantsskella (Crotalus adamanteus)

Stærsta tegund skella sem finnst í Norður-Ameríku er demantsskella. Búsvæði hennar er í sunnanverðum Bandaríkjunum, frá Virginíu austur til Flórida, en einnig finnst hún á smáum eyjum undan ströndinni. Demantsskellur geta orðið allt að 240 cm á lengd og eru afar góðir sundsnákur. Hún er einkum varhugaverð þar sem hún á það til að halda til á kornökrum þar sem oft er gnægð músa og kemst því oft í tæri við mannfólkið.

Eins og aðrir snákar af þessari ættkvísl er demantsskellan baneitruð, en þó langt frá því að vera eitraðasta skellan. Sökum stærðar sinnar losar hún mikið magn eiturs í sár fórnarlambsins og eru dánarlíkur allt að 30% komist viðkomandi ekki fljótt undir læknishendur.

Texasskellan (Crotalus atrox)

Önnur tegund sem vert er að minnast á er Texasskellan. Eins og nafnið gefur til kynna finnst hún í Texas, en einnig í aðliggjandi ríkjum og allt suður yfir landamæri Mexíkó. Texasskellan verður ekki jafn löng og demantsskellan. Stærstu eintök hafa mælst um 180 cm en algengasta stærðin er þó um 120 cm. Texasskellan er talsvert árásargjörn og hafa fjölmörg dauðsföll orðið af hennar völdum. Hún telst vera með hættulegustu snákum í heiminum og er án efa allra hættulegasta dýr Norður-Ameríku.



Skógarskellan er mun rólegri en flestir frændur hennar.

Skógarskellan (Crotalus horridus)

Skógarskellan finnst í suðausturhluta Bandaríkjanna þar sem hún er talsvert algeng í görðum í úthverfum borga og bæja. Ólíkt flestum öðrum skellum er hún ótrúlega róleg og hörfar venjulega undan og leitar skjóls ef komið er mjög nálægt henni. Eitur hennar er ekki lífshættulegt en getur valdið alvarlegum staðbundnum vefjaskemmdum. Árásir eru þó afar fátíðar og er síðasta skráða dauðsfallið af völdum skógarskellunnar frá fyrrihluta 19. aldar.



Eitur gresjuskellunnar er afar öflugt.

Gresjuskella (Crotalus viridis

Gresjuskella finnst í sunnanverðum Bandaríkjunum og í Mexíkó. Þessi snákur er ekki jafn árásargjarn og frændur hans og finnst líkt og skógarskellan oft í bæjum og úthverfum stórborga. Eitur gresjuskellunnar er hins vegar afar öflugt og er hún ekki óspör á það þegar hún bítur. Þegar hún til dæmis ræðst á mús losar hún frá sér um 30-55% af eiturbyrgðum kirtla sinna, en það er um 300 falt það magn sem þarf til að drepa músina.

Snákabit eru mikið heilbrigðisvandamál á svæðum við miðbaug og í heittempraða beltinu. Skröltormar eiga þó ekki stóran þátt í þessu vandamáli nema einna helst í Suður-Ameríku. Rannsóknir hafa sýnt að árlega er tilkynnt um rúmlega 20.500 snákabit í Brasilíu og er hlutur skella (Crotalus) um 32% eða rúmlega 6500 bit á ári. Fjölmörg þessara bita draga fólk til dauða. Nöðrur (Bothrops) er hins vegar skæðasta ættkvísl snáka og ber ábyrgð á um 56% af öllum snákabitum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Heimildir:
  • Conant, R. and J.T. Collins. 1991. Reptiles and Amphibians of Eastern/Central North America, 3rd revised edition. Houghton Mifflin, Co., Boston.
  • Caiaffa WT, Antunes CM, de Oliveira HR og Diniz CR. 1997. Epidemiological and clinical aspects of snakebite in Belo Horizonte, Southeast Brazil. Revista do Instituto de Medicina Tropical de São Paulo. 39(2):113-118.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

16.1.2007

Spyrjandi

Birgir Mikaelsson
Arna Rún Kristbjörnsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getur þú sagt mér um skröltorma?“ Vísindavefurinn, 16. janúar 2007. Sótt 2. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6468.

Jón Már Halldórsson. (2007, 16. janúar). Hvað getur þú sagt mér um skröltorma? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6468

Jón Már Halldórsson. „Hvað getur þú sagt mér um skröltorma?“ Vísindavefurinn. 16. jan. 2007. Vefsíða. 2. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6468>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getur þú sagt mér um skröltorma?
Skröltormar, sem á ensku nefnast rattle snakes, eru gildvaxnir amerískir eitursnákar. Helsta einkenni þeirra eru hornplötur á halanum sem skröltir í þegar halinn er hristur. Skröltormar tilheyra tveimur ættkvíslum, Sistrurus og Crotalus. Tegundir sem tilheyra síðarnefndu ættkvíslinni eru oft kallaðar “hinir eiginlegu skröltormar” og verður því fjallað lítillega um helstu einkenni þessarar ættkvíslar og einstakra tegunda hennar.



Texasskellan er einn af hættulegustu snákum í heimi.

Skellur (Crotalus)

Latneska orðið crotalus er komið af gríska orðinu crotalon sem þýðir lítil bjalla, en með því er vísað í áðurnefnt skrölt í hornplötunum.

Til ættkvíslarinnar teljast 27 tegundir og finnast þær í Norður- og Suður-Ameríku, allt frá suðurhluta Kanada til norðurhluta Argentínu. Helsta fæða þeirra eru smávaxin hryggdýr svo sem nagdýr, skriðdýr og fuglar. Þeir nota innrauða sjón til að finna bráðina, lama hana með tiltölulega öflugu eitri og gleypa hana svo heila.

Skellur eru tiltölulega langlífir snákar og geta orðið allt að 20 ára gamlir. Þeir sem lifa á nyrsta hluta útbreiðslusvæðisins safnast venjulega saman í holur á veturna og leggjast í hýði til að verja sig vetrarhörkunum.

Demantsskella (Crotalus adamanteus)

Stærsta tegund skella sem finnst í Norður-Ameríku er demantsskella. Búsvæði hennar er í sunnanverðum Bandaríkjunum, frá Virginíu austur til Flórida, en einnig finnst hún á smáum eyjum undan ströndinni. Demantsskellur geta orðið allt að 240 cm á lengd og eru afar góðir sundsnákur. Hún er einkum varhugaverð þar sem hún á það til að halda til á kornökrum þar sem oft er gnægð músa og kemst því oft í tæri við mannfólkið.

Eins og aðrir snákar af þessari ættkvísl er demantsskellan baneitruð, en þó langt frá því að vera eitraðasta skellan. Sökum stærðar sinnar losar hún mikið magn eiturs í sár fórnarlambsins og eru dánarlíkur allt að 30% komist viðkomandi ekki fljótt undir læknishendur.

Texasskellan (Crotalus atrox)

Önnur tegund sem vert er að minnast á er Texasskellan. Eins og nafnið gefur til kynna finnst hún í Texas, en einnig í aðliggjandi ríkjum og allt suður yfir landamæri Mexíkó. Texasskellan verður ekki jafn löng og demantsskellan. Stærstu eintök hafa mælst um 180 cm en algengasta stærðin er þó um 120 cm. Texasskellan er talsvert árásargjörn og hafa fjölmörg dauðsföll orðið af hennar völdum. Hún telst vera með hættulegustu snákum í heiminum og er án efa allra hættulegasta dýr Norður-Ameríku.



Skógarskellan er mun rólegri en flestir frændur hennar.

Skógarskellan (Crotalus horridus)

Skógarskellan finnst í suðausturhluta Bandaríkjanna þar sem hún er talsvert algeng í görðum í úthverfum borga og bæja. Ólíkt flestum öðrum skellum er hún ótrúlega róleg og hörfar venjulega undan og leitar skjóls ef komið er mjög nálægt henni. Eitur hennar er ekki lífshættulegt en getur valdið alvarlegum staðbundnum vefjaskemmdum. Árásir eru þó afar fátíðar og er síðasta skráða dauðsfallið af völdum skógarskellunnar frá fyrrihluta 19. aldar.



Eitur gresjuskellunnar er afar öflugt.

Gresjuskella (Crotalus viridis

Gresjuskella finnst í sunnanverðum Bandaríkjunum og í Mexíkó. Þessi snákur er ekki jafn árásargjarn og frændur hans og finnst líkt og skógarskellan oft í bæjum og úthverfum stórborga. Eitur gresjuskellunnar er hins vegar afar öflugt og er hún ekki óspör á það þegar hún bítur. Þegar hún til dæmis ræðst á mús losar hún frá sér um 30-55% af eiturbyrgðum kirtla sinna, en það er um 300 falt það magn sem þarf til að drepa músina.

Snákabit eru mikið heilbrigðisvandamál á svæðum við miðbaug og í heittempraða beltinu. Skröltormar eiga þó ekki stóran þátt í þessu vandamáli nema einna helst í Suður-Ameríku. Rannsóknir hafa sýnt að árlega er tilkynnt um rúmlega 20.500 snákabit í Brasilíu og er hlutur skella (Crotalus) um 32% eða rúmlega 6500 bit á ári. Fjölmörg þessara bita draga fólk til dauða. Nöðrur (Bothrops) er hins vegar skæðasta ættkvísl snáka og ber ábyrgð á um 56% af öllum snákabitum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Heimildir:
  • Conant, R. and J.T. Collins. 1991. Reptiles and Amphibians of Eastern/Central North America, 3rd revised edition. Houghton Mifflin, Co., Boston.
  • Caiaffa WT, Antunes CM, de Oliveira HR og Diniz CR. 1997. Epidemiological and clinical aspects of snakebite in Belo Horizonte, Southeast Brazil. Revista do Instituto de Medicina Tropical de São Paulo. 39(2):113-118.
...