Sólin Sólin Rís 04:51 • sest 22:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 05:07 • Sest 14:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:00 • Síðdegis: 14:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:33 • Síðdegis: 20:56 í Reykjavík

Hvað syndir hvítháfur hratt?

Janus Þór Kristjansson

Ekki er alveg ljóst hversu hratt hvítháfurinn (Carcharodon carcharias) getur synt þar sem það hefur lítið verið mælt. Á vef ReefQuest Centre for Shark Research kemur þó fram að margir hákarlafræðingar telji hvítháfinn geta náð að minnsta kosti hraðanum 40 km/klst. Þar kemur einnig fram að sumir telji hann getað náð allt að 56 km/klst.

Hvítháfurinn tilheyrir hámeraætt (Lamnidae). Hann er stór hákarl, venjulega 1200 til 2000 kg að þyngd og allt að 6 metra langur. Hann er með mjög beittar tennur. Hvítháfur lifir aðallega í tempruðum sjó, til dæmis undan suðurströnd Ástralíu, við Suður-Afríku, Kaliforníu og Mexíkó. Hann heldur mest til á opnu hafi en stundum fer hann inn að ströndinni.



Hvítháfurinn getur synt nokkuð hratt þegar hann tekur á sprett.

Hvítháfurinn er líklegastur allra hákarla til þess að ráðast á menn og er hann þekktur sem hvíti dauði. Brimbrettamönnum, sundmönnum, köfurum og jafnvel litlum bátum getur stafað hætta af honum því í augum hákarlsins geta menn litið út eins og meðalstór bráð.

Á Vísindavefnum eru mörg önnur svör um hvítháfa og hákarla, til dæmis:

Hægt er að finna fleiri svör um hákarla með því að smella á efnisorð neðst í þessu svari eða með því að nota leitarvélina hér á vefnum.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemanda á námskeiði Vísindavefsins fyrir bráðger börn í mars 2007.

Höfundur

Útgáfudagur

21.3.2007

Spyrjandi

Bjarki Ólafsson, f. 1994

Tilvísun

Janus Þór Kristjansson. „Hvað syndir hvítháfur hratt?“ Vísindavefurinn, 21. mars 2007. Sótt 3. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6547.

Janus Þór Kristjansson. (2007, 21. mars). Hvað syndir hvítháfur hratt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6547

Janus Þór Kristjansson. „Hvað syndir hvítháfur hratt?“ Vísindavefurinn. 21. mar. 2007. Vefsíða. 3. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6547>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað syndir hvítháfur hratt?
Ekki er alveg ljóst hversu hratt hvítháfurinn (Carcharodon carcharias) getur synt þar sem það hefur lítið verið mælt. Á vef ReefQuest Centre for Shark Research kemur þó fram að margir hákarlafræðingar telji hvítháfinn geta náð að minnsta kosti hraðanum 40 km/klst. Þar kemur einnig fram að sumir telji hann getað náð allt að 56 km/klst.

Hvítháfurinn tilheyrir hámeraætt (Lamnidae). Hann er stór hákarl, venjulega 1200 til 2000 kg að þyngd og allt að 6 metra langur. Hann er með mjög beittar tennur. Hvítháfur lifir aðallega í tempruðum sjó, til dæmis undan suðurströnd Ástralíu, við Suður-Afríku, Kaliforníu og Mexíkó. Hann heldur mest til á opnu hafi en stundum fer hann inn að ströndinni.



Hvítháfurinn getur synt nokkuð hratt þegar hann tekur á sprett.

Hvítháfurinn er líklegastur allra hákarla til þess að ráðast á menn og er hann þekktur sem hvíti dauði. Brimbrettamönnum, sundmönnum, köfurum og jafnvel litlum bátum getur stafað hætta af honum því í augum hákarlsins geta menn litið út eins og meðalstór bráð.

Á Vísindavefnum eru mörg önnur svör um hvítháfa og hákarla, til dæmis:

Hægt er að finna fleiri svör um hákarla með því að smella á efnisorð neðst í þessu svari eða með því að nota leitarvélina hér á vefnum.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemanda á námskeiði Vísindavefsins fyrir bráðger börn í mars 2007....