Sólin Sólin Rís 05:05 • sest 21:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:35 • Síðdegis: 22:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:36 • Síðdegis: 15:35 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Gegn hvaða ritreglum íslensk máls gengur nafnið Siv?

Guðrún Kvaran

Samkvæmt íslenskum ritreglum stendur -v- ekki í bakstöðu, það er í enda orðs, aðeins í framstöðu, það er fremst í orði, eða í innstöðu. Í Stafsetningarorðabókinni, sem gefin var út á síðasta ári, stendur í kaflanum um f og v (bls. 699): ,,Meginreglan er sú að v sé aðeins ritað næst framan við sérhljóða í fyrsta atkvæði orða og orðhluta (vera, því, hvar, alvara, tálvon, gráthviða og svo framvegis) en v getur einnig staðið í viðskeytum orða og víðar í samræmi við uppruna eða hefð í ýmsum orðum.“ Nefnd eru allmörg dæmi um ritun með v-i en eingöngu er um að ræða notkun í innstöðu.

Nafnið Siv fellur ekki að þessum reglum. Þar er v í algerri bakstöðu. Á þeim grundvelli hefur mannanafnanefnd hafnað rithættinum (sjá Mannanafnaskrá). Nafnmyndin Siv er vel þekkt í sænsku og norsku en í dönsku er algengast að nota Sif.



Siv Friðleifsdóttir ritar nafn sitt með v-i en ekki f-i enda er nafn hennar væntanlega komið úr norsku.

Nafnið Sif þekkist í fornum íslenskum heimildum. Samkvæmt Gylfaginningu var Sif kona Þórs og því tengdadóttir Óðins. Sem íslenskt eiginnafn virðist það hins vegar ekki notað fyrr en á þriðja tug síðustu aldar. Tveimur konum var gefið þetta nafn á árabilinu 1920–1930 en síðan hafa vinsældir þess aukist þótt ekki sé það meðal algengustu kvenmannsnafna.

Mynd:

Alþingi

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

27.3.2007

Spyrjandi

Gunnar Aron Ólason

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Gegn hvaða ritreglum íslensk máls gengur nafnið Siv? “ Vísindavefurinn, 27. mars 2007. Sótt 29. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6558.

Guðrún Kvaran. (2007, 27. mars). Gegn hvaða ritreglum íslensk máls gengur nafnið Siv? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6558

Guðrún Kvaran. „Gegn hvaða ritreglum íslensk máls gengur nafnið Siv? “ Vísindavefurinn. 27. mar. 2007. Vefsíða. 29. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6558>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Gegn hvaða ritreglum íslensk máls gengur nafnið Siv?
Samkvæmt íslenskum ritreglum stendur -v- ekki í bakstöðu, það er í enda orðs, aðeins í framstöðu, það er fremst í orði, eða í innstöðu. Í Stafsetningarorðabókinni, sem gefin var út á síðasta ári, stendur í kaflanum um f og v (bls. 699): ,,Meginreglan er sú að v sé aðeins ritað næst framan við sérhljóða í fyrsta atkvæði orða og orðhluta (vera, því, hvar, alvara, tálvon, gráthviða og svo framvegis) en v getur einnig staðið í viðskeytum orða og víðar í samræmi við uppruna eða hefð í ýmsum orðum.“ Nefnd eru allmörg dæmi um ritun með v-i en eingöngu er um að ræða notkun í innstöðu.

Nafnið Siv fellur ekki að þessum reglum. Þar er v í algerri bakstöðu. Á þeim grundvelli hefur mannanafnanefnd hafnað rithættinum (sjá Mannanafnaskrá). Nafnmyndin Siv er vel þekkt í sænsku og norsku en í dönsku er algengast að nota Sif.



Siv Friðleifsdóttir ritar nafn sitt með v-i en ekki f-i enda er nafn hennar væntanlega komið úr norsku.

Nafnið Sif þekkist í fornum íslenskum heimildum. Samkvæmt Gylfaginningu var Sif kona Þórs og því tengdadóttir Óðins. Sem íslenskt eiginnafn virðist það hins vegar ekki notað fyrr en á þriðja tug síðustu aldar. Tveimur konum var gefið þetta nafn á árabilinu 1920–1930 en síðan hafa vinsældir þess aukist þótt ekki sé það meðal algengustu kvenmannsnafna.

Mynd:

Alþingi

...