Sólin Sólin Rís 04:41 • sest 22:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 04:35 • Sest 19:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:48 • Síðdegis: 17:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:05 • Síðdegis: 23:29 í Reykjavík

Er til lítil pöndutegund sem hægt er að flytja til Íslands?

Jón Már Halldórsson

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:
Er möguleiki að flytja til Íslands pandahún sem verður alltaf lítill, sem sagt verður ekkert allt of stór? Er til pöndutegund sem verður alla sína ævi lítil?

Tvær dýrategundir eru nefndar pöndur í daglegu máli í íslensku og reyndar einnig á enskri tungu. Þetta er þó ekki flokkunarfræðilegt heiti dýranna, enda er rauðpandan (Ailurus fulgens) af ætt hálfbjarna (Ailuridae) en risapandan (Ailuropoda melanoleuca) tilheyrir hinsvegar ætt bjarndýra (Ursidae). Upphaflega voru rauðpandan með risapandan taldar vera skyldari en talið er í dag, enda eru þær um margt líkar í háttarlagi. Báðar tegundir lifa á svipuðum slóðum, éta bambus auk fleiri þátta.

Rauðpandan er sennilega sú tegund sem spyrjandinn er að falast eftir upplýsingum um. Rauðpandan er smávaxið og afar fallegt dýr og er stundum kölluð kattbjörn. Hún er um 80 til 120 cm á hæð auk um 30 cm skotts. Þyngdin er svipuð og hjá venjulegum heimilisketti eða á milli 3 til 7 kg.



Rauðpandan (Ailurus fulgens) er smávaxið dýr af ætt hálfbjarna á stærð við heimiliskött.

Engin rauðpanda hefur verið flutt hingað til lands, en strangar reglur gilda um innflutning á dýrategundum á borð við rauðpönduna hingað til lands. Almennt gildir að óheimilt er að flytja villt eða hálfvillt dýr til landsins. Í einhverjum tilfellum er þó hægt að fá undanþágu með sérstöku leyfi frá Landbúnaðarráðherra.

Rauðpandan er tiltölulega auðtamin og finnst hún í dýragörðum víða um heim. Hér fyrr á árum var hún meira að segja vinsælt gæludýr á heimilum heldriborgara. Slíkt er þó liðin tíð. Rauðpandan er tegund í útrýmingarhættu og því er öll verslun með hana háð alþjóðasamningum um verslun með tegundir villtra dýra og plantna í útrýmingarhættu. Það eru því afar litlar líkur á því að rauðpanda fengist keypt og flutt hingað til lands, en fjöldi rauðpanda í heiminum í dag er ekki nema um 2.500 einstaklingar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Mynd: Wikimedia Commons

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

11.4.2007

Spyrjandi

Laufey Andrésdóttir, f. 1991

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Er til lítil pöndutegund sem hægt er að flytja til Íslands?“ Vísindavefurinn, 11. apríl 2007. Sótt 6. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6584.

Jón Már Halldórsson. (2007, 11. apríl). Er til lítil pöndutegund sem hægt er að flytja til Íslands? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6584

Jón Már Halldórsson. „Er til lítil pöndutegund sem hægt er að flytja til Íslands?“ Vísindavefurinn. 11. apr. 2007. Vefsíða. 6. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6584>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er til lítil pöndutegund sem hægt er að flytja til Íslands?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:

Er möguleiki að flytja til Íslands pandahún sem verður alltaf lítill, sem sagt verður ekkert allt of stór? Er til pöndutegund sem verður alla sína ævi lítil?

Tvær dýrategundir eru nefndar pöndur í daglegu máli í íslensku og reyndar einnig á enskri tungu. Þetta er þó ekki flokkunarfræðilegt heiti dýranna, enda er rauðpandan (Ailurus fulgens) af ætt hálfbjarna (Ailuridae) en risapandan (Ailuropoda melanoleuca) tilheyrir hinsvegar ætt bjarndýra (Ursidae). Upphaflega voru rauðpandan með risapandan taldar vera skyldari en talið er í dag, enda eru þær um margt líkar í háttarlagi. Báðar tegundir lifa á svipuðum slóðum, éta bambus auk fleiri þátta.

Rauðpandan er sennilega sú tegund sem spyrjandinn er að falast eftir upplýsingum um. Rauðpandan er smávaxið og afar fallegt dýr og er stundum kölluð kattbjörn. Hún er um 80 til 120 cm á hæð auk um 30 cm skotts. Þyngdin er svipuð og hjá venjulegum heimilisketti eða á milli 3 til 7 kg.



Rauðpandan (Ailurus fulgens) er smávaxið dýr af ætt hálfbjarna á stærð við heimiliskött.

Engin rauðpanda hefur verið flutt hingað til lands, en strangar reglur gilda um innflutning á dýrategundum á borð við rauðpönduna hingað til lands. Almennt gildir að óheimilt er að flytja villt eða hálfvillt dýr til landsins. Í einhverjum tilfellum er þó hægt að fá undanþágu með sérstöku leyfi frá Landbúnaðarráðherra.

Rauðpandan er tiltölulega auðtamin og finnst hún í dýragörðum víða um heim. Hér fyrr á árum var hún meira að segja vinsælt gæludýr á heimilum heldriborgara. Slíkt er þó liðin tíð. Rauðpandan er tegund í útrýmingarhættu og því er öll verslun með hana háð alþjóðasamningum um verslun með tegundir villtra dýra og plantna í útrýmingarhættu. Það eru því afar litlar líkur á því að rauðpanda fengist keypt og flutt hingað til lands, en fjöldi rauðpanda í heiminum í dag er ekki nema um 2.500 einstaklingar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Mynd: Wikimedia Commons...