Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Er typpið vöðvi?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Typpi (getnaðarlimur, reður) er hólklaga líffæri sem gegnir því hlutverki að koma sáðfrumum inn í leggöng þannig að frjóvgun geti átt sér stað og nýr einstaklingur orðið til. Það er einnig leið þvags út úr líkama karla.

Typpi skiptist í rót, bol og kóng og er gert úr þremur risvefjum (e. erectile tissue). Tveir þessara risvefja eru hlið við hlið á ofanverðu typpinu endilöngu og kallast reðurgroppur eða frauðvefir (e. cavernous body of penis eða corpus cavernosum, groppa þýðir eitthvað meyrt og skvapkennt). Þriðji risvefurinn, reðurvöttur eða svampvefur (e. spongy body of penis eða corpus spongiosum), er á því neðanverðu. Orðið vöttur þýðir hanski og vísar hér til þess að vefurinn umlykur þvagrásina en auk þess myndar hann kónginn fremst á typpinu. Utan um kónginn er svokölluð forhúð til varnar honum, en hún er stundum fjarlægð með skurðaðgerð (umskurður).



Um þvagrásina berst bæði þvag og sæði út úr líkamanum. Við sáðlát dregst sléttur lokuvöðvi við botn þvagblöðrunnar saman og hindrar að súrt þvag blandist sæði í þvagrásinni og geri sáðfrumur óvirkar.

Risvefirnir eru umluktir bandvefjum og húð. Í risvefjunum eru holrúm eða svokallaðir blóðstokkar (e. sinuses). Við kynörvun víkka slagæðar í vefjunum út og holrúmin fyllast blóði. Blóðfyllingin í risvefjunum þrýstir á bláæðar í typpinu og lokar þeim og hindrar þannig að blóð berist úr því. Þetta aukna blóðflæði í typpinu hefur í för með sér að það rís, lengist og gildnar. Er þá talað um að manni standi en ef það varir lengi er talað um standpínu.

Typpi manna er stærra í hlutfalli við líkamsmassa en almennt gerist í dýraríkinu. Typpastærð manna er mjög breytileg og ber heimildum ekki nákvæmlega saman um hver meðalstærðin er talin vera. Af þeim heimildum sem skoðaðar voru við gerð þessa svars má ætla að meðallengd typpa í fullri reisn sé einhvers staðar á bilinu 10 til 18 cm og meðalummál 9 til 13 cm. Meðallengd á slöku typpi er hins vegar á bilinu 7 til 10 cm við venjulegar aðstæður en það getur til dæmis minnkað verulega í kulda.

Fræg lýsing á reðurstærð er í Grettis sögu eftir að Grettir er kominn í land að loknu Drangeyjarsundi. Griðkona sem sér hann nakinn segir þá:
Það þykir mér fádæmi hversu lítt hann er vaxinn niður og fer þetta eigi eftir gildleika hans öðrum.
Þó að sagan segi að hann hafi bakað sig lengi í laug eftir sundið má vera að höfundur sé þarna enn með áhrif sundsins í huga.

Stærð typpis ræðst að miklu leyti af erfðum eins og margt annað í útliti manna. Í því sambandi má benda á svar við spurningunni Af hverju hefur fólk mismunandi háralit? þar sem fjallað er almennt um það af hverju allir eru ekki eins. Því hefur hins vegar verið haldið fram að stærðarmunurinn stafi ekki einungis af erfðum, heldur líka af umhverfisþáttum eins og menningu, næringarástandi, mengun og fleiru. Þess má geta að stærð á slöku typpi segir lítið um stærð þess í fullri reisn. Jafnframt hefur stærðin lítið að segja um getu til æxlunar nema í öfgakenndum tilfellum.

Pungurinn er poki sem eistun eru í. Hann er úr þunnri húð, bandvef og sléttum vöðvum. Að innanverðu skiptir skilrúm honum í tvennt og er eitt eista hvorum megin við það. Staðsetning pungs og samdráttur í vöðvum hans sjá um að stjórna hitastigi eistnanna, en sáðfrumur (sem verða til í eistunum) myndast og lifa við lægra hitastig en eðlilegan líkamshita. Þar sem pungurinn er utan við líkamsholin er hitastig í honum um þremur gráðum lægra en líkamshitinn. Við kynörvun og kulda dragast sléttir vöðvar pungs saman og lyfta eistum nær mjaðmaholinu svo að þau hitni. Við hita gerist hið gagnstæða.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:
  • Wikipedia: Penis
  • About: Sexuality - Average Penis Size
  • Tortora, Gerard J. Introduction to theHuman Body – The Essentials of Anatomy and Physiology. Benjamin Cummins, an Imprint of Addison Wesley Longman Inc, Menlo Park, CA, 1997.
  • Íslensk orðabók, Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík, 1990.
  • Heins Feneis. Líffæri mannsins, atlas með íslenskum, alþjóðlegum og enskum heitum, þýtt af Súsönnu Þórkötlu Jónsdóttur Heimskringla, 1991.
  • Mynd af heimasíðu Dr. BJ Rye, Department of Psychology, St. Jerome's University, upprunalega úr bókinni Understanding Human Sexuality eftir Hyde og DeLamater.


Vísindavefurinn hefur fengið þónokkuð af spurningum um typpi sem einnig er svarað hér. Þeirra á meðal eru:
  • Hvers vegna hafa menn mislöng og breið typpi?
  • Hver er meðalstærð typpa?
  • Úr hvaða efni er pungurinn og typpið?
  • Er bein eða brjósk í typpinu?
  • Hvernig fær maður standpínu?

Höfundur

Útgáfudagur

4.5.2007

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Er typpið vöðvi?“ Vísindavefurinn, 4. maí 2007. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6622.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2007, 4. maí). Er typpið vöðvi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6622

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Er typpið vöðvi?“ Vísindavefurinn. 4. maí. 2007. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6622>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er typpið vöðvi?
Typpi (getnaðarlimur, reður) er hólklaga líffæri sem gegnir því hlutverki að koma sáðfrumum inn í leggöng þannig að frjóvgun geti átt sér stað og nýr einstaklingur orðið til. Það er einnig leið þvags út úr líkama karla.

Typpi skiptist í rót, bol og kóng og er gert úr þremur risvefjum (e. erectile tissue). Tveir þessara risvefja eru hlið við hlið á ofanverðu typpinu endilöngu og kallast reðurgroppur eða frauðvefir (e. cavernous body of penis eða corpus cavernosum, groppa þýðir eitthvað meyrt og skvapkennt). Þriðji risvefurinn, reðurvöttur eða svampvefur (e. spongy body of penis eða corpus spongiosum), er á því neðanverðu. Orðið vöttur þýðir hanski og vísar hér til þess að vefurinn umlykur þvagrásina en auk þess myndar hann kónginn fremst á typpinu. Utan um kónginn er svokölluð forhúð til varnar honum, en hún er stundum fjarlægð með skurðaðgerð (umskurður).



Um þvagrásina berst bæði þvag og sæði út úr líkamanum. Við sáðlát dregst sléttur lokuvöðvi við botn þvagblöðrunnar saman og hindrar að súrt þvag blandist sæði í þvagrásinni og geri sáðfrumur óvirkar.

Risvefirnir eru umluktir bandvefjum og húð. Í risvefjunum eru holrúm eða svokallaðir blóðstokkar (e. sinuses). Við kynörvun víkka slagæðar í vefjunum út og holrúmin fyllast blóði. Blóðfyllingin í risvefjunum þrýstir á bláæðar í typpinu og lokar þeim og hindrar þannig að blóð berist úr því. Þetta aukna blóðflæði í typpinu hefur í för með sér að það rís, lengist og gildnar. Er þá talað um að manni standi en ef það varir lengi er talað um standpínu.

Typpi manna er stærra í hlutfalli við líkamsmassa en almennt gerist í dýraríkinu. Typpastærð manna er mjög breytileg og ber heimildum ekki nákvæmlega saman um hver meðalstærðin er talin vera. Af þeim heimildum sem skoðaðar voru við gerð þessa svars má ætla að meðallengd typpa í fullri reisn sé einhvers staðar á bilinu 10 til 18 cm og meðalummál 9 til 13 cm. Meðallengd á slöku typpi er hins vegar á bilinu 7 til 10 cm við venjulegar aðstæður en það getur til dæmis minnkað verulega í kulda.

Fræg lýsing á reðurstærð er í Grettis sögu eftir að Grettir er kominn í land að loknu Drangeyjarsundi. Griðkona sem sér hann nakinn segir þá:
Það þykir mér fádæmi hversu lítt hann er vaxinn niður og fer þetta eigi eftir gildleika hans öðrum.
Þó að sagan segi að hann hafi bakað sig lengi í laug eftir sundið má vera að höfundur sé þarna enn með áhrif sundsins í huga.

Stærð typpis ræðst að miklu leyti af erfðum eins og margt annað í útliti manna. Í því sambandi má benda á svar við spurningunni Af hverju hefur fólk mismunandi háralit? þar sem fjallað er almennt um það af hverju allir eru ekki eins. Því hefur hins vegar verið haldið fram að stærðarmunurinn stafi ekki einungis af erfðum, heldur líka af umhverfisþáttum eins og menningu, næringarástandi, mengun og fleiru. Þess má geta að stærð á slöku typpi segir lítið um stærð þess í fullri reisn. Jafnframt hefur stærðin lítið að segja um getu til æxlunar nema í öfgakenndum tilfellum.

Pungurinn er poki sem eistun eru í. Hann er úr þunnri húð, bandvef og sléttum vöðvum. Að innanverðu skiptir skilrúm honum í tvennt og er eitt eista hvorum megin við það. Staðsetning pungs og samdráttur í vöðvum hans sjá um að stjórna hitastigi eistnanna, en sáðfrumur (sem verða til í eistunum) myndast og lifa við lægra hitastig en eðlilegan líkamshita. Þar sem pungurinn er utan við líkamsholin er hitastig í honum um þremur gráðum lægra en líkamshitinn. Við kynörvun og kulda dragast sléttir vöðvar pungs saman og lyfta eistum nær mjaðmaholinu svo að þau hitni. Við hita gerist hið gagnstæða.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:
  • Wikipedia: Penis
  • About: Sexuality - Average Penis Size
  • Tortora, Gerard J. Introduction to theHuman Body – The Essentials of Anatomy and Physiology. Benjamin Cummins, an Imprint of Addison Wesley Longman Inc, Menlo Park, CA, 1997.
  • Íslensk orðabók, Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík, 1990.
  • Heins Feneis. Líffæri mannsins, atlas með íslenskum, alþjóðlegum og enskum heitum, þýtt af Súsönnu Þórkötlu Jónsdóttur Heimskringla, 1991.
  • Mynd af heimasíðu Dr. BJ Rye, Department of Psychology, St. Jerome's University, upprunalega úr bókinni Understanding Human Sexuality eftir Hyde og DeLamater.


Vísindavefurinn hefur fengið þónokkuð af spurningum um typpi sem einnig er svarað hér. Þeirra á meðal eru:
  • Hvers vegna hafa menn mislöng og breið typpi?
  • Hver er meðalstærð typpa?
  • Úr hvaða efni er pungurinn og typpið?
  • Er bein eða brjósk í typpinu?
  • Hvernig fær maður standpínu?
...