Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Nánast allir fréttamenn á Íslandi tala um helmingi meira þegar þeir meina tvöfalt meira. Er það ekki rangt hjá þeim?

Guðrún Kvaran

Í prósentureikningi er oft sagt að einhver tala sé tilteknum prósentum meiri eða minni en önnur tala. Þá er venjan sú að reikna prósentuna alltaf af þeirri tölu sem ,,en” stendur fyrir framan. Dæmi: Hvað er 10% meira en 1000 krónur? Svar: 1100 krónur. Hvað er 10% minna en 1000 krónur? Svar: 900 krónur. Ef þeirri reglu væri fylgt þá væru 1500 krónur helmingi meira en 1000 krónur.

Hins vegar er gömul og rík málvenja í íslensku að hugsa þetta á annan hátt og miða helminginn við hærri töluna. Samkvæmt þeirri málvenju væru 2000 krónur helmingi meira en 1000 krónur. Það er þá hugsað þannig að við 1000 krónur bætist helmingurinn af 2000 krónum. Þegar talað er um að 1000 sé helmingi minna en 2000 þá er alltaf miðað við hærri töluna.

Það er því ekki hægt að segja að fréttamennirnir fari með rangt mál heldur helgast viðmiðun þeirra af málvenjunni.

Hægt er að lesa meira um þetta efni í svari við spurningunni Hvaða tala er helmingi stærri en 20?

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

7.5.2007

Spyrjandi

Magnús Guðmundsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Nánast allir fréttamenn á Íslandi tala um helmingi meira þegar þeir meina tvöfalt meira. Er það ekki rangt hjá þeim? “ Vísindavefurinn, 7. maí 2007. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6626.

Guðrún Kvaran. (2007, 7. maí). Nánast allir fréttamenn á Íslandi tala um helmingi meira þegar þeir meina tvöfalt meira. Er það ekki rangt hjá þeim? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6626

Guðrún Kvaran. „Nánast allir fréttamenn á Íslandi tala um helmingi meira þegar þeir meina tvöfalt meira. Er það ekki rangt hjá þeim? “ Vísindavefurinn. 7. maí. 2007. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6626>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Nánast allir fréttamenn á Íslandi tala um helmingi meira þegar þeir meina tvöfalt meira. Er það ekki rangt hjá þeim?
Í prósentureikningi er oft sagt að einhver tala sé tilteknum prósentum meiri eða minni en önnur tala. Þá er venjan sú að reikna prósentuna alltaf af þeirri tölu sem ,,en” stendur fyrir framan. Dæmi: Hvað er 10% meira en 1000 krónur? Svar: 1100 krónur. Hvað er 10% minna en 1000 krónur? Svar: 900 krónur. Ef þeirri reglu væri fylgt þá væru 1500 krónur helmingi meira en 1000 krónur.

Hins vegar er gömul og rík málvenja í íslensku að hugsa þetta á annan hátt og miða helminginn við hærri töluna. Samkvæmt þeirri málvenju væru 2000 krónur helmingi meira en 1000 krónur. Það er þá hugsað þannig að við 1000 krónur bætist helmingurinn af 2000 krónum. Þegar talað er um að 1000 sé helmingi minna en 2000 þá er alltaf miðað við hærri töluna.

Það er því ekki hægt að segja að fréttamennirnir fari með rangt mál heldur helgast viðmiðun þeirra af málvenjunni.

Hægt er að lesa meira um þetta efni í svari við spurningunni Hvaða tala er helmingi stærri en 20?

...