Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvaða hugmyndafræði býr að baki dómum dómstóla um málskostnað?

Lena Mjöll Markusdóttir

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Hvaða hugmyndafræði býr að baki dómum dómstóla um málskostnað? Nú er það svo að dæmdur málskostnaður er oft einungis brot af málskostnaði, sem þýðir að aðili sem vinnur, tapar. Hefur verið á það reynt að aðili sem vinnur mál en fær bara hluta málskostnaðar dæmdan, stefni mótaðila til fullra bóta?

Þegar máli lýkur fyrir dómi á annan hátt en með dómssátt þarf dómari að taka afstöðu til málskostnaðar milli aðilanna. Þetta er þó háð því að annar eða báðir aðilar hafi gert kröfu um málskostnað.

Hugsunin að baki reglum um málskostnað er að gera aðilann sem vinnur málið skaðlausan af því að hafa þurft að standa að málarekstri, til að ná fram þeirri niðurstöðu dómsins að hann hafi hvort sem er átt þau réttindi sem hann barðist fyrir. Það má því líta á málskostnað sem eins konar skaðabætur úr hendi annars aðilans til hins. Hvor aðila leggur því út fyrir sínum málskostnaði meðan á málarekstrinum stendur en þegar málinu lýkur er lagt á annan aðilann að gera hinn skaðlausan með því að bæta honum útgjöld af málinu. Fyrrnefndi aðilinn þarf einnig að bera sinn eigin málskostnað.

Í framkvæmd er það oftast svo að dómari dæmir hæfilega fjárhæð í málskostnað án þess að hafa nákvæmar upplýsingar um einstaka útgjaldaliði. Dæmdur málskostnaður dugir því oft ekki fyrir raunverulegum kostnaði vegna málarekstursins. Á myndinn sjást dómarar við Hæstarétt.

Þegar dómari ákveður upphæð málskostnaðar eru helstu liðirnir sem taka á tillit til við matið þóknun lögmanns, kostnaður af birtingu stefnu og tilkynninga, dómsmálagjöld í ríkissjóð, ferðakostnaður og kostnaður vegna matsmanna, vitna, þýðenda og votta. Einnig getur fallið til kostnaður sem stafar beinlínis af máli, einkum vegna gagnaöflunar svo sem ef afla þarf örorkumats í skaðabótamáli. Annan kostnað en þann sem er upptalinn er ekki hægt að fá bættan, svo sem tekjumissi aðilans sjálfs vegna málsins. Aðili getur lagt fram sundurliðaðan reikning vegna málskostnaðar síns áður en mál er dómtekið. Í framkvæmd er það þó oftast svo að dómarinn dæmir hæfilega fjárhæð í málskostnað án þess að hafa nákvæmar upplýsingar um einstaka útgjaldaliði. Dæmdur málskostnaður dugir því oft ekki fyrir raunverulegum kostnaði aðilans vegna málarekstursins. Þá er mjög sjaldgæft að málskostnaðarákvörðun sé rökstudd sérstaklega í dómsúrlausn.

Varðandi þóknun lögmanns er það að svo að aðilanum sjálfum er dæmdur málskostnaður en ekki lögmanni hans. Málskostnaðarákvörðun dómarans er því ekki bindandi fyrir lögmanninn á neinn hátt þegar hann gerir umbjóðanda sínum reikning samkvæmt sinni gjaldskrá. Reikningurinn getur því verið hærri eða lægri en dæmdur málskostnaður.

Til eru nokkur dæmi um mál sem hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar vegna málskostnaðar en þau eru flest nokkuð gömul. Í Hæstaréttarmáli frá árinu 1954 krafðist aðili þess að málskostnaðarfjárhæðin sem honum hafði verið dæmd fyrir sjó- og verzlunardómi Reykjavíkur yrði hækkuð. Þar fékk hann dæmdar 4.000 kr. í málskostnað en Hæstiréttur varð við kröfu aðilans og hækkaði fjárhæðina í 9.000 kr. Því miður fylgir þó ekki sögunni hvers vegna Hæstiréttur féllst á hækkunina eða hvernig fjárhæðin var reiknuð út.

Heimildir:

  • Markús Sigurbjörnsson, 2003, Einkamálaréttarfar - gefið út sem handrit til kennslu við lagadeild Háskólans í Reykjavík, 2. útg.
  • Hæstaréttardómur í máli nr. 10/1954.

Mynd:

Höfundur

Lena Mjöll Markusdóttir

laganemi og verkefnastjóri á Evrópuvefnum

Útgáfudagur

30.1.2014

Spyrjandi

Arnar Sigurðsson

Tilvísun

Lena Mjöll Markusdóttir. „Hvaða hugmyndafræði býr að baki dómum dómstóla um málskostnað?“ Vísindavefurinn, 30. janúar 2014. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=66676.

Lena Mjöll Markusdóttir. (2014, 30. janúar). Hvaða hugmyndafræði býr að baki dómum dómstóla um málskostnað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=66676

Lena Mjöll Markusdóttir. „Hvaða hugmyndafræði býr að baki dómum dómstóla um málskostnað?“ Vísindavefurinn. 30. jan. 2014. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=66676>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða hugmyndafræði býr að baki dómum dómstóla um málskostnað?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Hvaða hugmyndafræði býr að baki dómum dómstóla um málskostnað? Nú er það svo að dæmdur málskostnaður er oft einungis brot af málskostnaði, sem þýðir að aðili sem vinnur, tapar. Hefur verið á það reynt að aðili sem vinnur mál en fær bara hluta málskostnaðar dæmdan, stefni mótaðila til fullra bóta?

Þegar máli lýkur fyrir dómi á annan hátt en með dómssátt þarf dómari að taka afstöðu til málskostnaðar milli aðilanna. Þetta er þó háð því að annar eða báðir aðilar hafi gert kröfu um málskostnað.

Hugsunin að baki reglum um málskostnað er að gera aðilann sem vinnur málið skaðlausan af því að hafa þurft að standa að málarekstri, til að ná fram þeirri niðurstöðu dómsins að hann hafi hvort sem er átt þau réttindi sem hann barðist fyrir. Það má því líta á málskostnað sem eins konar skaðabætur úr hendi annars aðilans til hins. Hvor aðila leggur því út fyrir sínum málskostnaði meðan á málarekstrinum stendur en þegar málinu lýkur er lagt á annan aðilann að gera hinn skaðlausan með því að bæta honum útgjöld af málinu. Fyrrnefndi aðilinn þarf einnig að bera sinn eigin málskostnað.

Í framkvæmd er það oftast svo að dómari dæmir hæfilega fjárhæð í málskostnað án þess að hafa nákvæmar upplýsingar um einstaka útgjaldaliði. Dæmdur málskostnaður dugir því oft ekki fyrir raunverulegum kostnaði vegna málarekstursins. Á myndinn sjást dómarar við Hæstarétt.

Þegar dómari ákveður upphæð málskostnaðar eru helstu liðirnir sem taka á tillit til við matið þóknun lögmanns, kostnaður af birtingu stefnu og tilkynninga, dómsmálagjöld í ríkissjóð, ferðakostnaður og kostnaður vegna matsmanna, vitna, þýðenda og votta. Einnig getur fallið til kostnaður sem stafar beinlínis af máli, einkum vegna gagnaöflunar svo sem ef afla þarf örorkumats í skaðabótamáli. Annan kostnað en þann sem er upptalinn er ekki hægt að fá bættan, svo sem tekjumissi aðilans sjálfs vegna málsins. Aðili getur lagt fram sundurliðaðan reikning vegna málskostnaðar síns áður en mál er dómtekið. Í framkvæmd er það þó oftast svo að dómarinn dæmir hæfilega fjárhæð í málskostnað án þess að hafa nákvæmar upplýsingar um einstaka útgjaldaliði. Dæmdur málskostnaður dugir því oft ekki fyrir raunverulegum kostnaði aðilans vegna málarekstursins. Þá er mjög sjaldgæft að málskostnaðarákvörðun sé rökstudd sérstaklega í dómsúrlausn.

Varðandi þóknun lögmanns er það að svo að aðilanum sjálfum er dæmdur málskostnaður en ekki lögmanni hans. Málskostnaðarákvörðun dómarans er því ekki bindandi fyrir lögmanninn á neinn hátt þegar hann gerir umbjóðanda sínum reikning samkvæmt sinni gjaldskrá. Reikningurinn getur því verið hærri eða lægri en dæmdur málskostnaður.

Til eru nokkur dæmi um mál sem hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar vegna málskostnaðar en þau eru flest nokkuð gömul. Í Hæstaréttarmáli frá árinu 1954 krafðist aðili þess að málskostnaðarfjárhæðin sem honum hafði verið dæmd fyrir sjó- og verzlunardómi Reykjavíkur yrði hækkuð. Þar fékk hann dæmdar 4.000 kr. í málskostnað en Hæstiréttur varð við kröfu aðilans og hækkaði fjárhæðina í 9.000 kr. Því miður fylgir þó ekki sögunni hvers vegna Hæstiréttur féllst á hækkunina eða hvernig fjárhæðin var reiknuð út.

Heimildir:

  • Markús Sigurbjörnsson, 2003, Einkamálaréttarfar - gefið út sem handrit til kennslu við lagadeild Háskólans í Reykjavík, 2. útg.
  • Hæstaréttardómur í máli nr. 10/1954.

Mynd:

...