Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvernig urðu menn skylmingaþrælar og hvað fólst í því?

Stefán Gunnar Sveinsson

Spurningin í heild var:

Hvað voru skylmingaþrælar? Hvaðan komu þeir og hvernig urðu þeir skylmingaþrælar? Hver var besti skylmingaþræll heims?

Skylmingaþrælar voru menn sem látnir voru berjast öðru fólki til skemmtunar. Siðurinn átti uppruna sinn hjá Etrúrum og tóku Rómverjar hann síðan upp eftir þeim. Sýningar sem þessar voru upphaflega til þess ætlaðar að heiðra minningu látinna manna en fljótlega þróuðust þær þó yfir í að vera skemmtiefni fyrir alþýðuna, líkt og hnefaleikar nútímans.

Fyrstu skrásettu skylmingaleikarnir voru haldnir í Róm árið 264 f. Kr. en þessi alþýðuskemmtun var stunduð þar til hún var endanlega bönnuð árið 404 e. Kr. Þá hafði kristni rutt sér til rúms í Rómaveldi og ekki þótti lengur forsvaranlegt að láta menn berjast öðrum til gamans.

Skylmingaþrælar voru oftast stríðsmenn sem Rómverjar höfðu tekið til fanga í herferðum sínum, en einnig tíðkaðist að dæma glæpamenn til þess að stunda skylmingar. Margir skylmingaþrælanna komu frá löndum eins og Gallíu, þar sem nú er Frakkland, en einnig frá Þrakíu, sem í dag tekur til suðurhluta Búlgaríu, austurhluta Grikklands og Evrópuhluta Tyrklands. Sumir skylmingaþrælar voru ekki þrælar í orðsins fyllstu merkingu, heldur sjálfboðaliðar sem sóttust eftir því að starfa innan rómverska skemmtanaiðnaðarins. Þá er einnig talið að konur hafi getað orðið skylmingaþrælar.


Hér má sjá skylmingaþræla í bardaga.

Til voru margs konar skylmingaþrælar. Sumir börðust með sverðum og skjöldum, og voru þeir kenndir við Samníta, þjóðflokk sem Rómverjar áttu eitt sinn í stríði við. Aðrir voru kenndir við hafið, og báru þeir hjálma skreytta með fiskamyndum. Þessir skylmingaþrælar voru oftast látnir berjast við skylmingaþræla sem höfðu net og þrífork sér til varnar. Var það þá líkt og um væri að ræða baráttu fisks við veiðimann. Enn aðrir skylmingaþrælar börðust gegn ljónum og öðrum villidýrum.

Ekki er vitað nægilega mikið um skylmingaþræla og bardagafimi þeirra til þess að hægt sé að segja með fullri vissu hver hafi verið besti skylmingaþræll allra tíma, eða hvar hann hafi stundað iðju sína. Það er hins vegar hægt að fullyrða að sá frægasti þeirra sé skylmingaþræll sem hét Spartakus (um 120 til 72 f. Kr.). Talið er að Spartakus þessi hafi komið frá Þrakíu, og vitað er að hann stundaði skylmingalistir sínar í Kapúu á Ítalíu. Árið 73 f. Kr. ákvað hann að flýja ásamt um 70 öðrum þrælum. Var sá atburður upphafið að mikilli uppreisn þræla, sem Rómverjum gekk illa að bæla niður.

Spartakus þótti góður herstjóri en að lokum þurftu skylmingaþrælarnir að lúta í lægra haldi fyrir her Rómverja, sem undir stjórn Markúsar Líkíníusar Krassusar hafði sigur nálægt borginni Brindisi. Þar féll Spartakus, en rúmlega 6000 stuðningsmenn hans voru krossfestir meðfram þjóðveginum Via Appia, öðrum til viðvörunar. Um ævintýri Spartakusar hefur verið rituð skáldsaga sem svo var gerð að víðfrægri kvikmynd með Kirk Douglas í hlutverki skylmingaþrælsins knáa.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Frekara lesefni og mynd

  • Gladiator. Wikipedia: The Free Encyclopedia.
  • Spartacus. Wikipedia: The Free Encyclopedia.
  • Gladiators. Essays on the history and culture of Rome. Encyclopædia Romana.
  • Will Durant: Rómaveldi, fyrra bindi, bls. 168-179 (um Spartakus).
  • Will Durant: Rómaveldi, seinna bindi, bls. 55-61 (almennt um leiksýningar Rómverja, einkum bls. 59-61 um skylmingaleika).
  • Image:Borghese gladiator 1 mosaic dn r2 c2.jpg. Wikimedia Commons.

Höfundur

Útgáfudagur

25.6.2007

Spyrjandi

Hrafnkell Sigurðsson
Nói Christiansen

Tilvísun

Stefán Gunnar Sveinsson. „Hvernig urðu menn skylmingaþrælar og hvað fólst í því?“ Vísindavefurinn, 25. júní 2007. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6698.

Stefán Gunnar Sveinsson. (2007, 25. júní). Hvernig urðu menn skylmingaþrælar og hvað fólst í því? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6698

Stefán Gunnar Sveinsson. „Hvernig urðu menn skylmingaþrælar og hvað fólst í því?“ Vísindavefurinn. 25. jún. 2007. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6698>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig urðu menn skylmingaþrælar og hvað fólst í því?
Spurningin í heild var:

Hvað voru skylmingaþrælar? Hvaðan komu þeir og hvernig urðu þeir skylmingaþrælar? Hver var besti skylmingaþræll heims?

Skylmingaþrælar voru menn sem látnir voru berjast öðru fólki til skemmtunar. Siðurinn átti uppruna sinn hjá Etrúrum og tóku Rómverjar hann síðan upp eftir þeim. Sýningar sem þessar voru upphaflega til þess ætlaðar að heiðra minningu látinna manna en fljótlega þróuðust þær þó yfir í að vera skemmtiefni fyrir alþýðuna, líkt og hnefaleikar nútímans.

Fyrstu skrásettu skylmingaleikarnir voru haldnir í Róm árið 264 f. Kr. en þessi alþýðuskemmtun var stunduð þar til hún var endanlega bönnuð árið 404 e. Kr. Þá hafði kristni rutt sér til rúms í Rómaveldi og ekki þótti lengur forsvaranlegt að láta menn berjast öðrum til gamans.

Skylmingaþrælar voru oftast stríðsmenn sem Rómverjar höfðu tekið til fanga í herferðum sínum, en einnig tíðkaðist að dæma glæpamenn til þess að stunda skylmingar. Margir skylmingaþrælanna komu frá löndum eins og Gallíu, þar sem nú er Frakkland, en einnig frá Þrakíu, sem í dag tekur til suðurhluta Búlgaríu, austurhluta Grikklands og Evrópuhluta Tyrklands. Sumir skylmingaþrælar voru ekki þrælar í orðsins fyllstu merkingu, heldur sjálfboðaliðar sem sóttust eftir því að starfa innan rómverska skemmtanaiðnaðarins. Þá er einnig talið að konur hafi getað orðið skylmingaþrælar.


Hér má sjá skylmingaþræla í bardaga.

Til voru margs konar skylmingaþrælar. Sumir börðust með sverðum og skjöldum, og voru þeir kenndir við Samníta, þjóðflokk sem Rómverjar áttu eitt sinn í stríði við. Aðrir voru kenndir við hafið, og báru þeir hjálma skreytta með fiskamyndum. Þessir skylmingaþrælar voru oftast látnir berjast við skylmingaþræla sem höfðu net og þrífork sér til varnar. Var það þá líkt og um væri að ræða baráttu fisks við veiðimann. Enn aðrir skylmingaþrælar börðust gegn ljónum og öðrum villidýrum.

Ekki er vitað nægilega mikið um skylmingaþræla og bardagafimi þeirra til þess að hægt sé að segja með fullri vissu hver hafi verið besti skylmingaþræll allra tíma, eða hvar hann hafi stundað iðju sína. Það er hins vegar hægt að fullyrða að sá frægasti þeirra sé skylmingaþræll sem hét Spartakus (um 120 til 72 f. Kr.). Talið er að Spartakus þessi hafi komið frá Þrakíu, og vitað er að hann stundaði skylmingalistir sínar í Kapúu á Ítalíu. Árið 73 f. Kr. ákvað hann að flýja ásamt um 70 öðrum þrælum. Var sá atburður upphafið að mikilli uppreisn þræla, sem Rómverjum gekk illa að bæla niður.

Spartakus þótti góður herstjóri en að lokum þurftu skylmingaþrælarnir að lúta í lægra haldi fyrir her Rómverja, sem undir stjórn Markúsar Líkíníusar Krassusar hafði sigur nálægt borginni Brindisi. Þar féll Spartakus, en rúmlega 6000 stuðningsmenn hans voru krossfestir meðfram þjóðveginum Via Appia, öðrum til viðvörunar. Um ævintýri Spartakusar hefur verið rituð skáldsaga sem svo var gerð að víðfrægri kvikmynd með Kirk Douglas í hlutverki skylmingaþrælsins knáa.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Frekara lesefni og mynd

  • Gladiator. Wikipedia: The Free Encyclopedia.
  • Spartacus. Wikipedia: The Free Encyclopedia.
  • Gladiators. Essays on the history and culture of Rome. Encyclopædia Romana.
  • Will Durant: Rómaveldi, fyrra bindi, bls. 168-179 (um Spartakus).
  • Will Durant: Rómaveldi, seinna bindi, bls. 55-61 (almennt um leiksýningar Rómverja, einkum bls. 59-61 um skylmingaleika).
  • Image:Borghese gladiator 1 mosaic dn r2 c2.jpg. Wikimedia Commons.
...