Sólin Sólin Rís 05:02 • sest 21:51 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:38 • Síðdegis: 23:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:35 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Unglingar tala um að „olla“ á hjólabrettum. Gaman væri að vita hvaðan það orð kemur.

Guðrún Kvaran

Sögnin að olla mun komin úr ensku eða amerísku slangri. Þar er hún ýmist skrifuð olly eða ollie. Átt er við eitt aðalstökk hjólabrettamanna sem fer þannig fram að hjólabrettið loðir við fæturna í stökkinu og hjólabrettamaðurinn stendur enn á brettinu í lok stökksins.



Hjólabrettakappi ollar á hjólabretti.

Sögnin er talin mynduð eftir gælunafni Alan Gelfands, „Ollie“, sem fyrstur mun hafa reynt við stökk af þessu tagi á miðjum áttunda áratugnum.

Mynd:

  • Ollieme á Wikipedia, the free encyclopedia

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

24.7.2007

Spyrjandi

Ingólfur Arnarson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Unglingar tala um að „olla“ á hjólabrettum. Gaman væri að vita hvaðan það orð kemur..“ Vísindavefurinn, 24. júlí 2007. Sótt 30. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6728.

Guðrún Kvaran. (2007, 24. júlí). Unglingar tala um að „olla“ á hjólabrettum. Gaman væri að vita hvaðan það orð kemur.. Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6728

Guðrún Kvaran. „Unglingar tala um að „olla“ á hjólabrettum. Gaman væri að vita hvaðan það orð kemur..“ Vísindavefurinn. 24. júl. 2007. Vefsíða. 30. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6728>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Unglingar tala um að „olla“ á hjólabrettum. Gaman væri að vita hvaðan það orð kemur.
Sögnin að olla mun komin úr ensku eða amerísku slangri. Þar er hún ýmist skrifuð olly eða ollie. Átt er við eitt aðalstökk hjólabrettamanna sem fer þannig fram að hjólabrettið loðir við fæturna í stökkinu og hjólabrettamaðurinn stendur enn á brettinu í lok stökksins.



Hjólabrettakappi ollar á hjólabretti.

Sögnin er talin mynduð eftir gælunafni Alan Gelfands, „Ollie“, sem fyrstur mun hafa reynt við stökk af þessu tagi á miðjum áttunda áratugnum.

Mynd:

  • Ollieme á Wikipedia, the free encyclopedia...