Sólin Sólin Rís 04:55 • sest 21:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 05:20 • Sest 12:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:37 • Síðdegis: 13:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:14 • Síðdegis: 19:34 í Reykjavík

Af hvaða kyni er hundurinn Plútó í teiknimyndunum um Mikka Mús?

Jón Már Halldórsson

Upphaflega spurningin var sem hér segir:
Af hvaða tegund er hundurinn Plútó í teiknimyndunum um Mikka Mús?
Hundar eru allir af sömu tegund eins og fram kemur í svari Páls Hersteinssonar við spurningunni Geta úlfar og hundar eignast afkvæmi og skiptir máli hvaða hundategundir eru þar að verki? og þess vegna er réttara að tala um hundakyn. Plútó er vitanlega ekki hundur í eiginlegri merkingu því hann er bara til í teiknimyndum en fyrirmynd hans í raunveruleikanum á að vera blóðhundakyn.

Hundurinn Plútó er sköpunarverk Walt Disneys (1901-1966) og hann kom fyrst fram með Mikka mús í teiknimynd frá 1930 sem nefnist Chain gang. Plútó öðlaðist snemma nokkrar vinsældir og hann var í aðalhlutverki í fjölda stuttra teiknimynda um og eftir seinna stríð.

Plútó er sköpunarverk Walt Disney og kom hann fyrst fram í teiknimynd árið 1930.

Í fyrstu myndinni var Plútó að elta Mikka mús sem hafði sloppið úr fangelsi en þar hafði hann setið ranglega sakaður um glæp. Hæfileikar hundsins komu klárlega í ljós þar sem hann elti slóð hins meinta sakamanns, enda á teiknimyndahundurinn Plútó að vera af hinu kunna afbrigði blóðhunda (e. bloodhound).

Blóðhundar, sem einnig nefnast St. Hubert, eru svokallaðir sporhundar. Þessir hundar eru sérstaklega ræktaðir til að þefa uppi slóð. Nú á dögum eru sporhundar stundum í fréttum, til dæmis þegar þeir þefa uppi fólk sem hefur týnst. Upprunalega voru sporhundar þó líklega ræktaðir til að þefa uppi veiðidýr.

Fyrirmynd teiknimyndahundsins Plútó er svonefnt blóðhundakyn.

Um uppruna blóðhunda eru til ekki miklir heimildir en sagan segir að munkar í St. Hubert-klaustrinu, þar sem nú er Belgía, hafi ræktað kynið einhvern tímann á 11. öld. St. Hubert-blóðhundarnir voru ræktaðir frá fornum sporhundum sem sennilega voru upprunnir frá Miðausturlöndum, en heimildir um það kyn eru afar litlar.

Orðspor blóðhundsins jókst mjög á tiltölulega skömmum tíma. Hann varð vinsæll á Bretlandseyjum þar sem hann var aðallega notaður til að þefa uppi veiðibráð, þá sérstaklega villisvín (Sus scrofa). Hundarnir röktu slóð veiðidýrsins og veiðimennirnir fylgdu í kjölfarið. Þar tíðkaðist svo að hundurinn fengi fyrsta bitann eftir að veiðidýrið hafði verið fellt.

Vinsældir blóðhunda fóru nokkuð dalandi með tíð og tíma. Veiðin dróst saman þegar Bretar höfðu útrýmt nokkrum stórum veiðidýrum á eyjunum, þar á meðal villisvínum. Í seinni tíð hafa Bretar helst verið þekktir fyrir veiðar á refum.

Blóðhundar fengu síðan nýtt hlutverk en það var að þefa uppi strokufanga og aðra menn sem yfirvöld vildu koma höndum yfir. Heimildir um hinn skoskættaða uppreisnarmann, William Wallace frá 1220, segja að yfirvöld hafi notast við "sleuth hounds" við að ná honum og er þar mjög líklega átt við um blóðhundana frá St. Hubert.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

24.8.2007

Spyrjandi

Íris Sigurðardóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Af hvaða kyni er hundurinn Plútó í teiknimyndunum um Mikka Mús?“ Vísindavefurinn, 24. ágúst 2007. Sótt 2. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6774.

Jón Már Halldórsson. (2007, 24. ágúst). Af hvaða kyni er hundurinn Plútó í teiknimyndunum um Mikka Mús? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6774

Jón Már Halldórsson. „Af hvaða kyni er hundurinn Plútó í teiknimyndunum um Mikka Mús?“ Vísindavefurinn. 24. ágú. 2007. Vefsíða. 2. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6774>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hvaða kyni er hundurinn Plútó í teiknimyndunum um Mikka Mús?
Upphaflega spurningin var sem hér segir:

Af hvaða tegund er hundurinn Plútó í teiknimyndunum um Mikka Mús?
Hundar eru allir af sömu tegund eins og fram kemur í svari Páls Hersteinssonar við spurningunni Geta úlfar og hundar eignast afkvæmi og skiptir máli hvaða hundategundir eru þar að verki? og þess vegna er réttara að tala um hundakyn. Plútó er vitanlega ekki hundur í eiginlegri merkingu því hann er bara til í teiknimyndum en fyrirmynd hans í raunveruleikanum á að vera blóðhundakyn.

Hundurinn Plútó er sköpunarverk Walt Disneys (1901-1966) og hann kom fyrst fram með Mikka mús í teiknimynd frá 1930 sem nefnist Chain gang. Plútó öðlaðist snemma nokkrar vinsældir og hann var í aðalhlutverki í fjölda stuttra teiknimynda um og eftir seinna stríð.

Plútó er sköpunarverk Walt Disney og kom hann fyrst fram í teiknimynd árið 1930.

Í fyrstu myndinni var Plútó að elta Mikka mús sem hafði sloppið úr fangelsi en þar hafði hann setið ranglega sakaður um glæp. Hæfileikar hundsins komu klárlega í ljós þar sem hann elti slóð hins meinta sakamanns, enda á teiknimyndahundurinn Plútó að vera af hinu kunna afbrigði blóðhunda (e. bloodhound).

Blóðhundar, sem einnig nefnast St. Hubert, eru svokallaðir sporhundar. Þessir hundar eru sérstaklega ræktaðir til að þefa uppi slóð. Nú á dögum eru sporhundar stundum í fréttum, til dæmis þegar þeir þefa uppi fólk sem hefur týnst. Upprunalega voru sporhundar þó líklega ræktaðir til að þefa uppi veiðidýr.

Fyrirmynd teiknimyndahundsins Plútó er svonefnt blóðhundakyn.

Um uppruna blóðhunda eru til ekki miklir heimildir en sagan segir að munkar í St. Hubert-klaustrinu, þar sem nú er Belgía, hafi ræktað kynið einhvern tímann á 11. öld. St. Hubert-blóðhundarnir voru ræktaðir frá fornum sporhundum sem sennilega voru upprunnir frá Miðausturlöndum, en heimildir um það kyn eru afar litlar.

Orðspor blóðhundsins jókst mjög á tiltölulega skömmum tíma. Hann varð vinsæll á Bretlandseyjum þar sem hann var aðallega notaður til að þefa uppi veiðibráð, þá sérstaklega villisvín (Sus scrofa). Hundarnir röktu slóð veiðidýrsins og veiðimennirnir fylgdu í kjölfarið. Þar tíðkaðist svo að hundurinn fengi fyrsta bitann eftir að veiðidýrið hafði verið fellt.

Vinsældir blóðhunda fóru nokkuð dalandi með tíð og tíma. Veiðin dróst saman þegar Bretar höfðu útrýmt nokkrum stórum veiðidýrum á eyjunum, þar á meðal villisvínum. Í seinni tíð hafa Bretar helst verið þekktir fyrir veiðar á refum.

Blóðhundar fengu síðan nýtt hlutverk en það var að þefa uppi strokufanga og aðra menn sem yfirvöld vildu koma höndum yfir. Heimildir um hinn skoskættaða uppreisnarmann, William Wallace frá 1220, segja að yfirvöld hafi notast við "sleuth hounds" við að ná honum og er þar mjög líklega átt við um blóðhundana frá St. Hubert.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:...