Sólin Sólin Rís 05:08 • sest 21:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:47 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:49 • Síðdegis: 14:50 í Reykjavík

Af hverju lifa innikettir lengur en útikettir?

JMH

Það er rétt að lífslíkur innikatta eru hærri en hjá köttum sem geta valsað frjálsir um úti við. Þetta á sér mjög einfalda skýringu. Fleiri hættur steðja að köttum utandyra heldur en inni á heimilinu. Ein algengasta dánarorsök katta sem lifa innan bæjarmarka er til dæmis að verða fyrir bíl. Innikettir eru hins vegar blessunarlega lausir við alla bílaumferð.


Værðarlegur köttur heima fyrir.

Það eru þó fleiri þættir en bílaumferð sem hafa áhrif á lífslíkurnar. Innikettir komast síður í tæri við ýmsar veiru- og bakteríusýkingar sem geta reynst lífshættulegar, svo sem kattafár. Þeir eiga jafnframt síður á hættu að lenda í slagsmálum við aðra ketti og verða óvígir eftir. Útikettir eiga það líka til að villast og týnast. Þeir geta þá oft ekki bjargað sér sjálfir um fæðu og veslast upp.

Það eru því margar hættur sem steðja að köttum sem fá að leika lausum hala. Innikettir glíma að sjálfsögðu einnig við ýmis vandamál en þar getur sérstaklega ofgnótt fæðu og hreyfingarleysi reynst þeim fjötur um fót.

Á Vísindavefnum má finna ýmis svör um ketti, til dæmis:Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

21.9.2007

Spyrjandi

Ásbjörn Ibsson, f. 1991

Tilvísun

JMH. „Af hverju lifa innikettir lengur en útikettir?“ Vísindavefurinn, 21. september 2007. Sótt 28. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6813.

JMH. (2007, 21. september). Af hverju lifa innikettir lengur en útikettir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6813

JMH. „Af hverju lifa innikettir lengur en útikettir?“ Vísindavefurinn. 21. sep. 2007. Vefsíða. 28. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6813>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju lifa innikettir lengur en útikettir?
Það er rétt að lífslíkur innikatta eru hærri en hjá köttum sem geta valsað frjálsir um úti við. Þetta á sér mjög einfalda skýringu. Fleiri hættur steðja að köttum utandyra heldur en inni á heimilinu. Ein algengasta dánarorsök katta sem lifa innan bæjarmarka er til dæmis að verða fyrir bíl. Innikettir eru hins vegar blessunarlega lausir við alla bílaumferð.


Værðarlegur köttur heima fyrir.

Það eru þó fleiri þættir en bílaumferð sem hafa áhrif á lífslíkurnar. Innikettir komast síður í tæri við ýmsar veiru- og bakteríusýkingar sem geta reynst lífshættulegar, svo sem kattafár. Þeir eiga jafnframt síður á hættu að lenda í slagsmálum við aðra ketti og verða óvígir eftir. Útikettir eiga það líka til að villast og týnast. Þeir geta þá oft ekki bjargað sér sjálfir um fæðu og veslast upp.

Það eru því margar hættur sem steðja að köttum sem fá að leika lausum hala. Innikettir glíma að sjálfsögðu einnig við ýmis vandamál en þar getur sérstaklega ofgnótt fæðu og hreyfingarleysi reynst þeim fjötur um fót.

Á Vísindavefnum má finna ýmis svör um ketti, til dæmis:Mynd:...