Sólin Sólin Rís 05:05 • sest 21:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:35 • Síðdegis: 22:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:36 • Síðdegis: 15:35 í Reykjavík

Hversu stór hluti landsins er um 600 m yfir sjávarmáli eða meira?

EDS

Á vef Landmælinga Íslands er að finna eftirfarandi upplýsingar um flatarmál Íslands eftir hæð yfir sjávarmáli.

km2%
Allt landið103.000100
0-200 metrar24.70024
201-400 metrar18.40017,9
401-600 metrar22.20021,5
601 metrar og yfir37.70036,6

Eins og taflan sýnir er meira en þriðjungur landsins hærri en 600 m yfir sjó. Einstök fjöll hærri en 600 metrar er víða að finna á Íslandi en mestur hluti þess landssvæðis sem liggur svona hátt er á miðhálendinu og Tröllaskaganum. Kortið hér fyrir neðan sýnir þetta vel þar sem sá hluti landsins sem er yfir 600 m er litaður dekkstur.



Þegar komið er upp í 600 m hæð er landið okkar ekki vænlegt til búsetu, fjalllendi, válynd veður og gróðurfar töluvert annað en við þekkjum frá láglendinu. Reyndar er stundum miðað við að mörkin á milli láglendis- og hálendisgróðurs séu í kringum 400 m hæð yfir sjó.

Það eru heldur ekki mjög margir vegir sem ná upp í 600 m hæð eins og sjá má á vef Vegagerðarinnar. Sú leið á þjóðvegi 1 sem liggur hæst yfir sjó er vegurinn um Langadal við Svartfell á Möðrudalsöræfum en þar er nær hann í um 600 m hæð. Lesa má um hæstu vegi landsins í svari við spurningunni Hverjir eru 5 hæstu fjallvegir á Íslandi?

Í Íslensku alfræðiorðabókinni er hálendi skilgreint sem sá hluti lands sem er hærri en 200 m. Miðað við þá skilgreiningu er aðeins tæplega fjórðungur Íslands sem telst láglendi. Þessi hluti er merktur með grænu á kortinu hér fyrir ofan. Mest öll byggð á Íslandi er neðan 200 m.

Mynd: Landmælingar Íslands

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

5.11.2007

Spyrjandi

Ragnhildur Blöndal

Tilvísun

EDS. „Hversu stór hluti landsins er um 600 m yfir sjávarmáli eða meira?“ Vísindavefurinn, 5. nóvember 2007. Sótt 29. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6884.

EDS. (2007, 5. nóvember). Hversu stór hluti landsins er um 600 m yfir sjávarmáli eða meira? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6884

EDS. „Hversu stór hluti landsins er um 600 m yfir sjávarmáli eða meira?“ Vísindavefurinn. 5. nóv. 2007. Vefsíða. 29. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6884>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu stór hluti landsins er um 600 m yfir sjávarmáli eða meira?
Á vef Landmælinga Íslands er að finna eftirfarandi upplýsingar um flatarmál Íslands eftir hæð yfir sjávarmáli.

km2%
Allt landið103.000100
0-200 metrar24.70024
201-400 metrar18.40017,9
401-600 metrar22.20021,5
601 metrar og yfir37.70036,6

Eins og taflan sýnir er meira en þriðjungur landsins hærri en 600 m yfir sjó. Einstök fjöll hærri en 600 metrar er víða að finna á Íslandi en mestur hluti þess landssvæðis sem liggur svona hátt er á miðhálendinu og Tröllaskaganum. Kortið hér fyrir neðan sýnir þetta vel þar sem sá hluti landsins sem er yfir 600 m er litaður dekkstur.



Þegar komið er upp í 600 m hæð er landið okkar ekki vænlegt til búsetu, fjalllendi, válynd veður og gróðurfar töluvert annað en við þekkjum frá láglendinu. Reyndar er stundum miðað við að mörkin á milli láglendis- og hálendisgróðurs séu í kringum 400 m hæð yfir sjó.

Það eru heldur ekki mjög margir vegir sem ná upp í 600 m hæð eins og sjá má á vef Vegagerðarinnar. Sú leið á þjóðvegi 1 sem liggur hæst yfir sjó er vegurinn um Langadal við Svartfell á Möðrudalsöræfum en þar er nær hann í um 600 m hæð. Lesa má um hæstu vegi landsins í svari við spurningunni Hverjir eru 5 hæstu fjallvegir á Íslandi?

Í Íslensku alfræðiorðabókinni er hálendi skilgreint sem sá hluti lands sem er hærri en 200 m. Miðað við þá skilgreiningu er aðeins tæplega fjórðungur Íslands sem telst láglendi. Þessi hluti er merktur með grænu á kortinu hér fyrir ofan. Mest öll byggð á Íslandi er neðan 200 m.

Mynd: Landmælingar Íslands...