Sólin Sólin Rís 05:02 • sest 21:51 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:38 • Síðdegis: 23:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:35 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hér sit ég glorhungraður, hvað merkir þá eiginlega glor?

Guðrún Kvaran

Nafnorðið glor er notað um gulgráan litarhátt sem stafar til dæmis af megurð eða hungri. Lýsingarorðið glorulegur er að sama skapi notað um fölleitan mann en einnig um dauft ljós.
Enski tónlistarmaðurinn David Bowie er oft fölleitur að sjá. Hann er þess vegna glorulegur.

Í orðunum glorhungraður, glorsoltinn og glorsvangur er glor- herðandi forliður sem sýnir að viðkomandi er afar svangur og getur hann merkingar sinnar vegna ekki tengst öðrum orðum en þeim sem vísa til hungurs. Upphaflega merkingin hefur verið sú að sá sem var glorhungraður hafði soltið lengi þannig að litarháttur hans bar þess merki.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

21.1.2008

Spyrjandi

Eiríkur Rafn Rafnsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hér sit ég glorhungraður, hvað merkir þá eiginlega glor?“ Vísindavefurinn, 21. janúar 2008. Sótt 30. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7017.

Guðrún Kvaran. (2008, 21. janúar). Hér sit ég glorhungraður, hvað merkir þá eiginlega glor? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7017

Guðrún Kvaran. „Hér sit ég glorhungraður, hvað merkir þá eiginlega glor?“ Vísindavefurinn. 21. jan. 2008. Vefsíða. 30. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7017>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hér sit ég glorhungraður, hvað merkir þá eiginlega glor?
Nafnorðið glor er notað um gulgráan litarhátt sem stafar til dæmis af megurð eða hungri. Lýsingarorðið glorulegur er að sama skapi notað um fölleitan mann en einnig um dauft ljós.

Enski tónlistarmaðurinn David Bowie er oft fölleitur að sjá. Hann er þess vegna glorulegur.

Í orðunum glorhungraður, glorsoltinn og glorsvangur er glor- herðandi forliður sem sýnir að viðkomandi er afar svangur og getur hann merkingar sinnar vegna ekki tengst öðrum orðum en þeim sem vísa til hungurs. Upphaflega merkingin hefur verið sú að sá sem var glorhungraður hafði soltið lengi þannig að litarháttur hans bar þess merki.

Mynd: