Sólin Sólin Rís 05:05 • sest 21:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:35 • Síðdegis: 22:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:36 • Síðdegis: 15:35 í Reykjavík

Af hverju getur nammi ekki verið hollt?

EDS

Sælgæti eða nammi, inniheldur yfirleitt mikinn sykur, og er þar af leiðandi orkuríkt, en hefur lítið af nauðsynlegum næringarefnum eins og fram kemur í svari við spurningunni Úr hverju er nammi?

Vissulega þurfum við á orku að halda til þess að líkami okkar starfi rétt. Við þurfum meira að segja að fá töluvert af kolvetnum sem er það form orkunnar sem aðallega finnst í sælgæti. Hins vegar fáum við alveg nóg af kolvetnum úr venjulegri fæðu og það sem kemur úr sælgætinu er oftast nær hrein og klár viðbót. Of mikil orkuneysla gerir okkur ekki gott því líkaminn geymir þessa orku á formi fitu en því meiri umframorka, því meiri hætta á offitu og alls konar vandamálum sem henni fylgja. Þannig séð er sælgæti alls ekki hollt fyrir okkur. Hægt er að lesa meira um þetta í svari við spurningunni Af hverju fær maður spik af nammi og óhollum mat?



Segja má að einkenni sælgætis sé að það er uppfullt af sykri en nauðsynleg næringarefni alveg í lágmarki. Ef þessi yrði breytt, sykurinn skorinn niður og alls konar næringarefni komin í sælgætið, myndum við þá ennþá kalla það nammi?

En hvað þá með að fullnægja bara orkuþörfinni með sælgæti og sleppa matnum? Þannig má komast hjá þeim óhollustuþætti sem of mikil orkuneysla er. Það er alls ekki vænlegt því eins og áður sagði þá inniheldur sælgæti mjög lítið af nauðsynlegum næringarefnum og því hætta á alls konar hörgulsjúkdómum og vanlíðan sem fylgir næringarskorti.

Reyndar hafa vítamínframleiðendur verið að gera tilraunir með að framleiða sælgæti sem inniheldur vítamín, eins og til dæmis gúmmíbangsa og annað hlaup. En þó það sé gott og gilt að fá vítamín þá skortir enn á önnur næringarefni, auk þess sem vítamínum á sælgætisformi fylgir mikill sykur eins og öðru sælgæti.

Einn þáttur í viðbót sem gerir sælgæti óhollt snertir svo tennurnar en rannsóknir hafa sýnt að mjög sterk tengsl eru á milli sykuráts (sælgætis) og tannskemmda. Frá því sjónarhorni er sælgæti mjög óhollt og ekki séð hvernig því verður breytt. Lesa má meira um sælgæti og tennur í svari við spurningunni Hvað þarf maður að borða mikið sælgæti, án þess að bursta tennurnar, til að tennurnar detti úr manni?

En af hverju getur nammi þá ekki verið hollt? Er ekki hægt að framleiða nammi sem inniheldur lítinn sykur og mikið af næringarefnum? Eiginlega má svara því með spurningu - fyndist okkur slíkt vera NAMMI? Líklega verðum við bara að sætta okkur við að sælgæti er og verður óhollt og umgangast það sem slíkt, það er allt í lagi að fá sér að smakka en gæta hófs.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: Lisa's Blog. Sótt 29. 02. 2008.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

29.2.2008

Spyrjandi

Hildur og Brynhildur

Tilvísun

EDS. „Af hverju getur nammi ekki verið hollt?“ Vísindavefurinn, 29. febrúar 2008. Sótt 29. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7130.

EDS. (2008, 29. febrúar). Af hverju getur nammi ekki verið hollt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7130

EDS. „Af hverju getur nammi ekki verið hollt?“ Vísindavefurinn. 29. feb. 2008. Vefsíða. 29. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7130>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju getur nammi ekki verið hollt?
Sælgæti eða nammi, inniheldur yfirleitt mikinn sykur, og er þar af leiðandi orkuríkt, en hefur lítið af nauðsynlegum næringarefnum eins og fram kemur í svari við spurningunni Úr hverju er nammi?

Vissulega þurfum við á orku að halda til þess að líkami okkar starfi rétt. Við þurfum meira að segja að fá töluvert af kolvetnum sem er það form orkunnar sem aðallega finnst í sælgæti. Hins vegar fáum við alveg nóg af kolvetnum úr venjulegri fæðu og það sem kemur úr sælgætinu er oftast nær hrein og klár viðbót. Of mikil orkuneysla gerir okkur ekki gott því líkaminn geymir þessa orku á formi fitu en því meiri umframorka, því meiri hætta á offitu og alls konar vandamálum sem henni fylgja. Þannig séð er sælgæti alls ekki hollt fyrir okkur. Hægt er að lesa meira um þetta í svari við spurningunni Af hverju fær maður spik af nammi og óhollum mat?



Segja má að einkenni sælgætis sé að það er uppfullt af sykri en nauðsynleg næringarefni alveg í lágmarki. Ef þessi yrði breytt, sykurinn skorinn niður og alls konar næringarefni komin í sælgætið, myndum við þá ennþá kalla það nammi?

En hvað þá með að fullnægja bara orkuþörfinni með sælgæti og sleppa matnum? Þannig má komast hjá þeim óhollustuþætti sem of mikil orkuneysla er. Það er alls ekki vænlegt því eins og áður sagði þá inniheldur sælgæti mjög lítið af nauðsynlegum næringarefnum og því hætta á alls konar hörgulsjúkdómum og vanlíðan sem fylgir næringarskorti.

Reyndar hafa vítamínframleiðendur verið að gera tilraunir með að framleiða sælgæti sem inniheldur vítamín, eins og til dæmis gúmmíbangsa og annað hlaup. En þó það sé gott og gilt að fá vítamín þá skortir enn á önnur næringarefni, auk þess sem vítamínum á sælgætisformi fylgir mikill sykur eins og öðru sælgæti.

Einn þáttur í viðbót sem gerir sælgæti óhollt snertir svo tennurnar en rannsóknir hafa sýnt að mjög sterk tengsl eru á milli sykuráts (sælgætis) og tannskemmda. Frá því sjónarhorni er sælgæti mjög óhollt og ekki séð hvernig því verður breytt. Lesa má meira um sælgæti og tennur í svari við spurningunni Hvað þarf maður að borða mikið sælgæti, án þess að bursta tennurnar, til að tennurnar detti úr manni?

En af hverju getur nammi þá ekki verið hollt? Er ekki hægt að framleiða nammi sem inniheldur lítinn sykur og mikið af næringarefnum? Eiginlega má svara því með spurningu - fyndist okkur slíkt vera NAMMI? Líklega verðum við bara að sætta okkur við að sælgæti er og verður óhollt og umgangast það sem slíkt, það er allt í lagi að fá sér að smakka en gæta hófs.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: Lisa's Blog. Sótt 29. 02. 2008.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....