Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Hvernig myndaðist Hrísey?

EDS

Hrísey á Eyjafirði mætti kalla "rofrest", en sennilega hefur hún myndast þannig að skriðjöklar hafi runnið hvor sínum megin við eyna, meginjökullinn austan megin en jökull úr Svarfaðardal vestan megin. Jöklarnir hafa þá sorfið niður berggrunninn í kring en eftir stóð eyjan.



Hrísey, horft suður Eyjafjörð.

Hrísey er því dæmi um jökulrof en um það er fjallað nánar í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvað er jökulrof? Hvernig verður jökulrof og landmótun jökla á Íslandi? Þar segir meðal annars:
Skriðjöklar eru stórvirkastir allra rofvalda á landi og merki um jökulrof sjást hvarvetna á Íslandi. Áhrif jöklanna á mótun landslags hafa verið tvíþætt. Annars vegar er jökulrof sem slípar berggrunninn og rýfur hann og hins vegar leiða eldgos undir jökli til háreistra móbergsfjalla sem setja sterkan svip á gosbelti landsins.

Á Vísindavefnum eru nokkur fleiri dæmi um hvernig jökull hefur mótað landið okkar:

Jarðfræðingarnir Sigurður Steinþórsson og Árni Hjartarson fá þakkir fyrir góðar ábendingar við gerð þessa svars.

Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund. Sótt 3. 3. 2008.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

4.3.2008

Spyrjandi

Jóhanna Wíum Pálmarsdóttir

Tilvísun

EDS. „Hvernig myndaðist Hrísey?“ Vísindavefurinn, 4. mars 2008. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7143.

EDS. (2008, 4. mars). Hvernig myndaðist Hrísey? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7143

EDS. „Hvernig myndaðist Hrísey?“ Vísindavefurinn. 4. mar. 2008. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7143>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig myndaðist Hrísey?
Hrísey á Eyjafirði mætti kalla "rofrest", en sennilega hefur hún myndast þannig að skriðjöklar hafi runnið hvor sínum megin við eyna, meginjökullinn austan megin en jökull úr Svarfaðardal vestan megin. Jöklarnir hafa þá sorfið niður berggrunninn í kring en eftir stóð eyjan.



Hrísey, horft suður Eyjafjörð.

Hrísey er því dæmi um jökulrof en um það er fjallað nánar í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvað er jökulrof? Hvernig verður jökulrof og landmótun jökla á Íslandi? Þar segir meðal annars:
Skriðjöklar eru stórvirkastir allra rofvalda á landi og merki um jökulrof sjást hvarvetna á Íslandi. Áhrif jöklanna á mótun landslags hafa verið tvíþætt. Annars vegar er jökulrof sem slípar berggrunninn og rýfur hann og hins vegar leiða eldgos undir jökli til háreistra móbergsfjalla sem setja sterkan svip á gosbelti landsins.

Á Vísindavefnum eru nokkur fleiri dæmi um hvernig jökull hefur mótað landið okkar:

Jarðfræðingarnir Sigurður Steinþórsson og Árni Hjartarson fá þakkir fyrir góðar ábendingar við gerð þessa svars.

Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund. Sótt 3. 3. 2008.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....