Sólin Sólin Rís 04:41 • sest 22:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 04:35 • Sest 19:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:48 • Síðdegis: 17:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:05 • Síðdegis: 23:29 í Reykjavík

Hvað veldur déjà vu, það er tilfinningunni um að maður hafi gert eða séð eitthvað áður?

JGÞ

Déjà vu er upprunalega franska og merkir bókstaflega 'þegar séð'. Í þeim sálfræðihandbókum sem við höfum flett í er lítið sem ekkert fjallað um fyrirbærið. Við höfum aðeins rekist á tvær kenningar um déjà vu og eru þær báðar eftir fræðimanninn Graham Reed.

Skilgreiningin á déjà vu er sú að okkur finnst við hafa upplifað eða séð eitthvað áður, en um leið er eins og upplifunin sé ný. Déjà vu truflar þess vegna veruleikaskynjunina, okkur finnst að skynjun á einhverju fyrirbæri eða aðstæðum sé bæði ný og gömul.

Fyrri skýringin á déjà vu hljóðar svona: Þegar við upplifum einhverjar nýjar aðstæður eins og við höfum lent í þeim áður, erum við hugsanlega að upplifa sams konar tilfinningaleg viðbrögð við ólíkum aðstæðum. Það eru þess vegna tilfinningalegu viðbrögðin sem eru af sama toga en ekki endilega aðstæðurnar. En vegna endurupprifjunar á tilfinningunni er eins og skynjunin á umhverfinu sé hin sama.

Hin skýringin á déjà vu er sú að þegar við upplifum eitthvað nýtt eins og það sé kunnuglegt sé það í raun og veru svo. Við höfum lent í sams konar aðstæðum áður en náum ekki að rifja þær nákvæmlega upp vegna þess að upplifunin er einhverra hluta vegna bæld niður, ef til vill vegna þess að hún tengist óþægilegum tilfinningum. Þess vegna finnst okkur að upplifunin sé bæði ný og kunnugleg.

Hægt er að lesa meira um déjà vu í ýtarlegra svari eftir sama höfund við spurningunni Er vitað hvers vegna svo kallað déjà vu á sér stað?


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

5.3.2008

Spyrjandi

Alma Ágústsdóttir, f. 1995
Kormákur Marðarson, f. 1993

Tilvísun

JGÞ. „Hvað veldur déjà vu, það er tilfinningunni um að maður hafi gert eða séð eitthvað áður?“ Vísindavefurinn, 5. mars 2008. Sótt 6. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7169.

JGÞ. (2008, 5. mars). Hvað veldur déjà vu, það er tilfinningunni um að maður hafi gert eða séð eitthvað áður? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7169

JGÞ. „Hvað veldur déjà vu, það er tilfinningunni um að maður hafi gert eða séð eitthvað áður?“ Vísindavefurinn. 5. mar. 2008. Vefsíða. 6. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7169>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað veldur déjà vu, það er tilfinningunni um að maður hafi gert eða séð eitthvað áður?
Déjà vu er upprunalega franska og merkir bókstaflega 'þegar séð'. Í þeim sálfræðihandbókum sem við höfum flett í er lítið sem ekkert fjallað um fyrirbærið. Við höfum aðeins rekist á tvær kenningar um déjà vu og eru þær báðar eftir fræðimanninn Graham Reed.

Skilgreiningin á déjà vu er sú að okkur finnst við hafa upplifað eða séð eitthvað áður, en um leið er eins og upplifunin sé ný. Déjà vu truflar þess vegna veruleikaskynjunina, okkur finnst að skynjun á einhverju fyrirbæri eða aðstæðum sé bæði ný og gömul.

Fyrri skýringin á déjà vu hljóðar svona: Þegar við upplifum einhverjar nýjar aðstæður eins og við höfum lent í þeim áður, erum við hugsanlega að upplifa sams konar tilfinningaleg viðbrögð við ólíkum aðstæðum. Það eru þess vegna tilfinningalegu viðbrögðin sem eru af sama toga en ekki endilega aðstæðurnar. En vegna endurupprifjunar á tilfinningunni er eins og skynjunin á umhverfinu sé hin sama.

Hin skýringin á déjà vu er sú að þegar við upplifum eitthvað nýtt eins og það sé kunnuglegt sé það í raun og veru svo. Við höfum lent í sams konar aðstæðum áður en náum ekki að rifja þær nákvæmlega upp vegna þess að upplifunin er einhverra hluta vegna bæld niður, ef til vill vegna þess að hún tengist óþægilegum tilfinningum. Þess vegna finnst okkur að upplifunin sé bæði ný og kunnugleg.

Hægt er að lesa meira um déjà vu í ýtarlegra svari eftir sama höfund við spurningunni Er vitað hvers vegna svo kallað déjà vu á sér stað?


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....