Sólin Sólin Rís 05:08 • sest 21:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:47 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:49 • Síðdegis: 14:50 í Reykjavík

Gefum okkur að Pangea hafi verið á tilteknum stað á jarðarkúlunni, hvað var þá hinum megin?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Spurningin í heild var sem hér segir:
Gefum okkur að Pangea hafi verið á tilteknum stað á jarðarkúlunni, hvað var þá hinum megin?

Þ.e. maður myndi halda að sjór ætti að dreifast jafnt yfir alla jörðina á milli "fjalla". Ætti þá ekki líka að hafa verið þurrt land andspænis Pangeu?

Einn að pæla.

Stutta svarið er einfalt: Eins og sést á myndinni hér á eftir var ekkert hinum megin! Engu að síður er spurningin eðlileg og verð umhugsunar.

Næsteinfaldasta svarið er að það þarf ekki að vera neitt hinum megin. Meginlöndin hafa hrakist fram og aftur um jarðkúluna í sögu jarðarinnar án þess að við getum endilega skýrt hvert þau stefna á hverjum tíma. Þetta sést líka hér á myndinni. Við skiljum meginorsakir landreksins eins og fram kemur í öðrum svörum sem vísað er til í lok þessa svars, en við skiljum ekki af hverju hreyfingin er svona eða svona á einhverjum tilteknum tíma. Þetta er kannski líkast því að við köstum bolta inn í kröftuga vatnsbunu; við vitum þá ekki fyrirfram um stefnu hans þegar hann kemur út úr henni.



Spyrjanda finnst sennilega að eitthvert misvægi komi fram ef ekkert land er hinum megin, en svo þarf alls ekki að vera. Til dæmis geta möttulstrókar sem stafa af hitamun lyft landinu fyrir ofan sig og það þá meðal annars risið úr sæ ef þannig stendur á. Eins er talsverður munur á eðlismassa (massa á rúmmálseiningu) milli hinna ýmsu efna og svæða í jörðinni. Þess vegna getur jörðin sem heild alveg verið í jafnvægi þó að öðru megin standi létt efni upp úr sjó á stóru svæði ef hinum megin er til dæmis ívið þyngra efni sem stendur ekki upp úr sjó.

Höfundur þakkar Páli Einarssyni gagnlega umræðu um efni svarsins.

Frekara lesefni:

Mynd:

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

26.3.2008

Spyrjandi

Eyjólfur Örn Snjólfsson

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Gefum okkur að Pangea hafi verið á tilteknum stað á jarðarkúlunni, hvað var þá hinum megin?“ Vísindavefurinn, 26. mars 2008. Sótt 28. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7254.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2008, 26. mars). Gefum okkur að Pangea hafi verið á tilteknum stað á jarðarkúlunni, hvað var þá hinum megin? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7254

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Gefum okkur að Pangea hafi verið á tilteknum stað á jarðarkúlunni, hvað var þá hinum megin?“ Vísindavefurinn. 26. mar. 2008. Vefsíða. 28. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7254>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Gefum okkur að Pangea hafi verið á tilteknum stað á jarðarkúlunni, hvað var þá hinum megin?
Spurningin í heild var sem hér segir:

Gefum okkur að Pangea hafi verið á tilteknum stað á jarðarkúlunni, hvað var þá hinum megin?

Þ.e. maður myndi halda að sjór ætti að dreifast jafnt yfir alla jörðina á milli "fjalla". Ætti þá ekki líka að hafa verið þurrt land andspænis Pangeu?

Einn að pæla.

Stutta svarið er einfalt: Eins og sést á myndinni hér á eftir var ekkert hinum megin! Engu að síður er spurningin eðlileg og verð umhugsunar.

Næsteinfaldasta svarið er að það þarf ekki að vera neitt hinum megin. Meginlöndin hafa hrakist fram og aftur um jarðkúluna í sögu jarðarinnar án þess að við getum endilega skýrt hvert þau stefna á hverjum tíma. Þetta sést líka hér á myndinni. Við skiljum meginorsakir landreksins eins og fram kemur í öðrum svörum sem vísað er til í lok þessa svars, en við skiljum ekki af hverju hreyfingin er svona eða svona á einhverjum tilteknum tíma. Þetta er kannski líkast því að við köstum bolta inn í kröftuga vatnsbunu; við vitum þá ekki fyrirfram um stefnu hans þegar hann kemur út úr henni.



Spyrjanda finnst sennilega að eitthvert misvægi komi fram ef ekkert land er hinum megin, en svo þarf alls ekki að vera. Til dæmis geta möttulstrókar sem stafa af hitamun lyft landinu fyrir ofan sig og það þá meðal annars risið úr sæ ef þannig stendur á. Eins er talsverður munur á eðlismassa (massa á rúmmálseiningu) milli hinna ýmsu efna og svæða í jörðinni. Þess vegna getur jörðin sem heild alveg verið í jafnvægi þó að öðru megin standi létt efni upp úr sjó á stóru svæði ef hinum megin er til dæmis ívið þyngra efni sem stendur ekki upp úr sjó.

Höfundur þakkar Páli Einarssyni gagnlega umræðu um efni svarsins.

Frekara lesefni:

Mynd:...