Sólin Sólin Rís 05:05 • sest 21:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:35 • Síðdegis: 22:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:36 • Síðdegis: 15:35 í Reykjavík

Af hverju er fólk minna núna en í gamla daga?

EDS

Fólk er að meðaltali hærra í dag en það var fyrr á öldum en ekki minna, eins og spyrjandi telur. Það ræðst mikið til af því að í dag býr fólk almennt við mun betri aðstæður en áður fyrr, það fær betri næringu og heilsufar er betra. Raunar er meðalhæð stundum notuð sem mælikvarði á hversu góð lífsskilyrði þjóða eru.


Meðalhæð fólks er stundum notuð sem mælikvarði á lífsskilyrði þjóða.

Það þarf reyndar ekki að fara aldir aftur í tímann til þess að sjá þessa breytingu heldur nægir að skoða áratugi. Sem dæmi má nefna að meðalhæð íslenskra karla hefur hækkað um 4,4 cm á 30 ára tímabili frá 1968-1998, úr 175,6 cm í 180,0. Á sama tíma hefur meðalhæð kvenna hækkað úr 162,8 cm í 167,0 cm, eða um 4,2 cm.

Aukin velmegun og betri lífsskilyrði hefur haft ýmislegt fleira í för með sér og það ekki allt jákvætt. Fólk hefur til dæmis ekki bara lengst á undanförnum áratugum og öldum heldur hefur það líka þyngst. Nú er svo komið að offita er eitt af stóru heilbrigðisvandamálunum á Vesturlöndum og jafnvel er talað um farald.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

1.4.2008

Spyrjandi

Þóra Silja Hallsdóttir, f. 1996

Tilvísun

EDS. „Af hverju er fólk minna núna en í gamla daga?“ Vísindavefurinn, 1. apríl 2008. Sótt 29. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7275.

EDS. (2008, 1. apríl). Af hverju er fólk minna núna en í gamla daga? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7275

EDS. „Af hverju er fólk minna núna en í gamla daga?“ Vísindavefurinn. 1. apr. 2008. Vefsíða. 29. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7275>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er fólk minna núna en í gamla daga?
Fólk er að meðaltali hærra í dag en það var fyrr á öldum en ekki minna, eins og spyrjandi telur. Það ræðst mikið til af því að í dag býr fólk almennt við mun betri aðstæður en áður fyrr, það fær betri næringu og heilsufar er betra. Raunar er meðalhæð stundum notuð sem mælikvarði á hversu góð lífsskilyrði þjóða eru.


Meðalhæð fólks er stundum notuð sem mælikvarði á lífsskilyrði þjóða.

Það þarf reyndar ekki að fara aldir aftur í tímann til þess að sjá þessa breytingu heldur nægir að skoða áratugi. Sem dæmi má nefna að meðalhæð íslenskra karla hefur hækkað um 4,4 cm á 30 ára tímabili frá 1968-1998, úr 175,6 cm í 180,0. Á sama tíma hefur meðalhæð kvenna hækkað úr 162,8 cm í 167,0 cm, eða um 4,2 cm.

Aukin velmegun og betri lífsskilyrði hefur haft ýmislegt fleira í för með sér og það ekki allt jákvætt. Fólk hefur til dæmis ekki bara lengst á undanförnum áratugum og öldum heldur hefur það líka þyngst. Nú er svo komið að offita er eitt af stóru heilbrigðisvandamálunum á Vesturlöndum og jafnvel er talað um farald.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....