Sólin Sólin Rís 05:08 • sest 21:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:47 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:49 • Síðdegis: 14:50 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaðan kemur orðasambandið „að skeika að sköpuðu“?

Guðrún Kvaran

Orðasambandið að láta skeika að sköpuðu í merkingunni ‘að láta fara sem vill’ þekkist þegar í fornu máli og má finna dæmi um það í ýmsum fornsögum, til dæmis í 22. kafla Egils sögu:

Enga vil eg nauðungarsætt taka af konungi. Bið þú konung gefa oss útgöngu. Látum þá skeika að sköpuðu (Ísl.s. bls. 391).

Um fleiri dæmi úr fornsögum sjá Fritzner III:285.

Aldur orðasambandsins bendir til að það sé hluti af erfðaorðum málsins, það er orðum (og orðasamböndum) sem verið hafa í málinu frá landnámi.

Sögnin að skeika merkir ‘fara skakkt, skjátlast’ og skapaður merkir ‘formaður, lagaður’. Aldur orðasambandsins bendir til að það sé hluti af erfðaorðum málsins, það er orðum (og orðasamböndum) sem verið hafa í málinu frá landnámi.

Heimildir:
  • Fritzner, Johan. 1896. Ordbog over det gamle norske sprog. III:285. Den norske Forlagsforening, Kristiania.
  • Ísl.s. = Íslendinga sögur. Fyrra bindi. Ritstjóri Jón Torfason, Sverrir Tómasson og Örnólfur Thorsson. Svart á hvítu, Reykjavík 1985.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

24.4.2017

Spyrjandi

Sólveig Jóhanna Guðmundsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðasambandið „að skeika að sköpuðu“?“ Vísindavefurinn, 24. apríl 2017. Sótt 28. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=73350.

Guðrún Kvaran. (2017, 24. apríl). Hvaðan kemur orðasambandið „að skeika að sköpuðu“? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=73350

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðasambandið „að skeika að sköpuðu“?“ Vísindavefurinn. 24. apr. 2017. Vefsíða. 28. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=73350>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur orðasambandið „að skeika að sköpuðu“?
Orðasambandið að láta skeika að sköpuðu í merkingunni ‘að láta fara sem vill’ þekkist þegar í fornu máli og má finna dæmi um það í ýmsum fornsögum, til dæmis í 22. kafla Egils sögu:

Enga vil eg nauðungarsætt taka af konungi. Bið þú konung gefa oss útgöngu. Látum þá skeika að sköpuðu (Ísl.s. bls. 391).

Um fleiri dæmi úr fornsögum sjá Fritzner III:285.

Aldur orðasambandsins bendir til að það sé hluti af erfðaorðum málsins, það er orðum (og orðasamböndum) sem verið hafa í málinu frá landnámi.

Sögnin að skeika merkir ‘fara skakkt, skjátlast’ og skapaður merkir ‘formaður, lagaður’. Aldur orðasambandsins bendir til að það sé hluti af erfðaorðum málsins, það er orðum (og orðasamböndum) sem verið hafa í málinu frá landnámi.

Heimildir:
  • Fritzner, Johan. 1896. Ordbog over det gamle norske sprog. III:285. Den norske Forlagsforening, Kristiania.
  • Ísl.s. = Íslendinga sögur. Fyrra bindi. Ritstjóri Jón Torfason, Sverrir Tómasson og Örnólfur Thorsson. Svart á hvítu, Reykjavík 1985.

Mynd:

...