Sólin Sólin Rís 05:08 • sest 21:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:47 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:49 • Síðdegis: 14:50 í Reykjavík

Af hverju hafa hundar betra lyktarskyn en menn?

JMH og MBS

Til að svara spurningu sem þessari verður maður að velta fyrir sér hugtaki í þróunarfræði sem nefnist aðlögun.

Lyktarskynið er eitt mikilvægasta skynfæri hunda. Villtir hundar og úlfar reiða sig á gott lyktarskyn bæði við veiðar og í félagslegum samskiptum. Hjá forverum hunda virðist því lyktarskynið hafa þróast við aðlögun að umhverfinu og félagslegum aðstæðum. Þeir hundar sem hafa haft gott lyktarskyn hafa sennilega bæði staðið sig betur við veiðar og átt auðveldara með samskipti. Þessir hundar hafa því verið líklegri til að lifa af og fjölga sér og skila þessum eiginleikum áfram til afkvæma sinna.

Ólíkt tegundum hundaættarinnar (Canidae) styðjast prímatar (Primates) líkt og górillur, simpansar og menn, frekar við önnur skynfæri svo sem sjón og heyrn. Ef við skoðum nánar lífshætti prímata sjáum við að þeir eru talsvert frábrugðnir lífsháttum hunda. Prímatar eru oft alætur og stór hluti af fæðu þeirra er lauf og ávextir. Í félagslegum samskiptum nota þeir mikið svipbrigði. Sjónskynið er því mjög mikilvægt flestum prímötum þar á meðal manninum. Þetta hefur gerst með aðlögun á svipaðan hátt og áður var lýst fyrir hunda.

Hjá hundum hefur því þróast betra lyktarskyn en hjá mönnum vegna aðlögunar að lífsháttum þeirra. Við mennirnir treystum frekar á sjón og heyrn af sömu ástæðu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundar

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Margrét Björk Sigurðardóttir

líffræðingur

Útgáfudagur

11.4.2008

Spyrjandi

Dagbjört Gísladóttir, f. 1997

Tilvísun

JMH og MBS. „Af hverju hafa hundar betra lyktarskyn en menn?“ Vísindavefurinn, 11. apríl 2008. Sótt 28. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7344.

JMH og MBS. (2008, 11. apríl). Af hverju hafa hundar betra lyktarskyn en menn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7344

JMH og MBS. „Af hverju hafa hundar betra lyktarskyn en menn?“ Vísindavefurinn. 11. apr. 2008. Vefsíða. 28. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7344>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju hafa hundar betra lyktarskyn en menn?
Til að svara spurningu sem þessari verður maður að velta fyrir sér hugtaki í þróunarfræði sem nefnist aðlögun.

Lyktarskynið er eitt mikilvægasta skynfæri hunda. Villtir hundar og úlfar reiða sig á gott lyktarskyn bæði við veiðar og í félagslegum samskiptum. Hjá forverum hunda virðist því lyktarskynið hafa þróast við aðlögun að umhverfinu og félagslegum aðstæðum. Þeir hundar sem hafa haft gott lyktarskyn hafa sennilega bæði staðið sig betur við veiðar og átt auðveldara með samskipti. Þessir hundar hafa því verið líklegri til að lifa af og fjölga sér og skila þessum eiginleikum áfram til afkvæma sinna.

Ólíkt tegundum hundaættarinnar (Canidae) styðjast prímatar (Primates) líkt og górillur, simpansar og menn, frekar við önnur skynfæri svo sem sjón og heyrn. Ef við skoðum nánar lífshætti prímata sjáum við að þeir eru talsvert frábrugðnir lífsháttum hunda. Prímatar eru oft alætur og stór hluti af fæðu þeirra er lauf og ávextir. Í félagslegum samskiptum nota þeir mikið svipbrigði. Sjónskynið er því mjög mikilvægt flestum prímötum þar á meðal manninum. Þetta hefur gerst með aðlögun á svipaðan hátt og áður var lýst fyrir hunda.

Hjá hundum hefur því þróast betra lyktarskyn en hjá mönnum vegna aðlögunar að lífsháttum þeirra. Við mennirnir treystum frekar á sjón og heyrn af sömu ástæðu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....