Sólin Sólin Rís 05:05 • sest 21:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:35 • Síðdegis: 22:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:36 • Síðdegis: 15:35 í Reykjavík

Er Herjólfsdalur eldgígur?

Sigurður Steinþórsson

Í ritinu Náttúrvá á Íslandi [1], bls. 410-411, segir svo:
Jarðfræði Heimaeyjar er allvel þekkt núorðið. Hannes Mattson og Ármann Höskuldsson[2] sýndu fram á það, út frá jarðlagaskipan og uppbyggingu eyjarinnar, að fyrir utan hraun og gjall frá 1973 hafi hún öll orðið til í eldgosum síðustu 5-20 þúsund árin, eða eftir að meginísaldarjökullinn fór að dragast saman. Elstar eru gosmyndanir í norðurfjöllum Heimaeyjar. Neðst í jarðlagastafla þeirra er Háin, hverfjallsgígur (gjóskugígur, e. tuff ring) með gjallgíg í miðju. Aðrar jarðmyndanir þar leggjast ofan á hverfjallsgjósku Hárinnar. Elsta gosbergið í suðurfjöllunum er frá Stórhöfða en hann hefur gosið þegar sjávarstaða var 5-10 metrum lægri en nú. Því er líklegt að þetta gos sé 7000-8000 ára gamalt.

Síðan ofangreint var skrifað hefur Klifið verið aldursgreint með U/Th-aðferð í Clermont, Frakklandi[3], sem hugsanlega (í ljósi skekkjumarkanna) hækkar áætlaðan aldur Hárinnar. Aldursröð jarðmyndana Heimaeyjar er tekin saman í meðfylgjandi töflu.

Tafla: Afstæður, metinn og mældur aldur jarðmyndana á Heimaey

Háin10.000-15.000 ára
Blátindur
Klifið12.515+/- 3.900 ára
Heimaklettur~9.500 ára
Yztiklettur
Stórhöfði7.000-8.000 ára
Sæfell 6.220+/-160 ára[4]
Helgafell5.900 +/-300 ára[5]
Eldfell1973

Á kortinu[6] hér fyrir neðan sést að norðurveggur Herjólfsdals er leif mikils gjóskugígs Hárinnar, en slíkir gígir eru kenndir við Hverfjall eða Surtsey. Gígurinn hefur verið allt að 2 km í þvermál, með miðju í gjallgíg sem myndaðist undir lok eldgossins. Allar aðrar myndanir Norðurkletta leggjast ofan á þennan gíg, Blátindur, Klifið og Dalfjall.

Áætluð lega gjóskuhrings Hárinnar.

Aðeins nánar um gíga. Gjóska er samheiti fastra gosefna sem kastast hafa upp úr gígnum (flogið gegnum loftið) í eldgosi, einkum aska, gjall og kleprar. Öskugígar myndast þar sem bráðin kemst í samband við vatn, til dæmis í stöðuvatni (Sandey í Þingvallavatni), sjó (Surtsey), eða grunnvatn (Vatnaöldur). Gjallgígar myndast þegar bráðin freyðir og sundrast efst í gosopinu af völdum vatns (kvikuvatns) sem uppleyst var í bráðinni, til dæmis Grábrók í Norðurárdal, Rauðukúlur í Hítardal og Seyðishólar í Grímsnesi. Kleprar myndast við svipaðar aðstæður og gjall — hraunslettur lenda kringum gosopið og klessast þar saman, dæmi eru Eldborg á Mýrum og Eldborg í Selvogi. Hverfjall í Mývatnssveit þykir heppilegt dæmi um öskugíg, það fjall mun hafa myndast í grunnu stöðuvatni — eldfjallafræðingurinn Ármann Höskuldsson líkir öskuhring Hárinnar við Hverfjall. Hins vegar er Surtsey sömu gerðar, og auk þess með gjall- og klepragíg í miðju eins og Háin. Samkvæmt þessu er réttara að kalla Hána öskugíg fremur en gjallgíg úr því Mattson og Ármann segja gíginn hafa verið af „hverfjallsgerð“.

Norðurveggur Herjólfsdals er leif mikils gjóskugígs Hárinnar. Gígurinn hefur verið allt að 2 km í þvermál.

Tilvísanir:
  1. ^ Náttúruvá á Íslandi. Eldgos og jarðskjálftar. Júlíus Sólnes (ritstjóri). Viðlagatrygging Íslands og Háskólaútgáfan, Reykjavík 2013.
  2. ^ Mattson, H. & Ármann Höskuldsson, 2003. Geology of the Heimaey volcanic centre, south Iceland: Early evolution of a central volcano in a propagating rift?” Journal of Volcanology and Geothermal Research 127: 55-71.
  3. ^ Chemleff, J., 2005. Les déséquilibres radioactifs 238U-230Th-226Ra : discussions sur les sources et processus responsables du volcanisme de la Cordillère des Andes et sur la déglaciation en Islande. Doktorsritgerð, Université Blaise Pascal, 221 pp.
  4. ^ Guðmundur Kjartansson, 1967. Nokkrar nýjar C14 aldursákvaðanir. Náttúrufræðingurinn 36(3): 126-141; Mattson, H., Ármann Höskuldsson & S. Hand, 2005. Crustal xenoliths in the 6200 BP Sæfell tuff-cone, south Iceland: evidence for a derep, diatreme-forming Surtseyjan eruption. Journal of Volcanology and Geophysical Research 145: 234-248.
  5. ^ Olgeir Sigmarsson, 1996. Short magma chamber residence at an Icelandic volcano referred from U-series disequilibria. Nature 382: 440-442.
  6. ^ Ármann Höskuldsson.

Myndir:

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

13.2.2018

Spyrjandi

Einar Friðþjófsson

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Er Herjólfsdalur eldgígur? “ Vísindavefurinn, 13. febrúar 2018. Sótt 29. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76205.

Sigurður Steinþórsson. (2018, 13. febrúar). Er Herjólfsdalur eldgígur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76205

Sigurður Steinþórsson. „Er Herjólfsdalur eldgígur? “ Vísindavefurinn. 13. feb. 2018. Vefsíða. 29. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76205>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er Herjólfsdalur eldgígur?
Í ritinu Náttúrvá á Íslandi [1], bls. 410-411, segir svo:

Jarðfræði Heimaeyjar er allvel þekkt núorðið. Hannes Mattson og Ármann Höskuldsson[2] sýndu fram á það, út frá jarðlagaskipan og uppbyggingu eyjarinnar, að fyrir utan hraun og gjall frá 1973 hafi hún öll orðið til í eldgosum síðustu 5-20 þúsund árin, eða eftir að meginísaldarjökullinn fór að dragast saman. Elstar eru gosmyndanir í norðurfjöllum Heimaeyjar. Neðst í jarðlagastafla þeirra er Háin, hverfjallsgígur (gjóskugígur, e. tuff ring) með gjallgíg í miðju. Aðrar jarðmyndanir þar leggjast ofan á hverfjallsgjósku Hárinnar. Elsta gosbergið í suðurfjöllunum er frá Stórhöfða en hann hefur gosið þegar sjávarstaða var 5-10 metrum lægri en nú. Því er líklegt að þetta gos sé 7000-8000 ára gamalt.

Síðan ofangreint var skrifað hefur Klifið verið aldursgreint með U/Th-aðferð í Clermont, Frakklandi[3], sem hugsanlega (í ljósi skekkjumarkanna) hækkar áætlaðan aldur Hárinnar. Aldursröð jarðmyndana Heimaeyjar er tekin saman í meðfylgjandi töflu.

Tafla: Afstæður, metinn og mældur aldur jarðmyndana á Heimaey

Háin10.000-15.000 ára
Blátindur
Klifið12.515+/- 3.900 ára
Heimaklettur~9.500 ára
Yztiklettur
Stórhöfði7.000-8.000 ára
Sæfell 6.220+/-160 ára[4]
Helgafell5.900 +/-300 ára[5]
Eldfell1973

Á kortinu[6] hér fyrir neðan sést að norðurveggur Herjólfsdals er leif mikils gjóskugígs Hárinnar, en slíkir gígir eru kenndir við Hverfjall eða Surtsey. Gígurinn hefur verið allt að 2 km í þvermál, með miðju í gjallgíg sem myndaðist undir lok eldgossins. Allar aðrar myndanir Norðurkletta leggjast ofan á þennan gíg, Blátindur, Klifið og Dalfjall.

Áætluð lega gjóskuhrings Hárinnar.

Aðeins nánar um gíga. Gjóska er samheiti fastra gosefna sem kastast hafa upp úr gígnum (flogið gegnum loftið) í eldgosi, einkum aska, gjall og kleprar. Öskugígar myndast þar sem bráðin kemst í samband við vatn, til dæmis í stöðuvatni (Sandey í Þingvallavatni), sjó (Surtsey), eða grunnvatn (Vatnaöldur). Gjallgígar myndast þegar bráðin freyðir og sundrast efst í gosopinu af völdum vatns (kvikuvatns) sem uppleyst var í bráðinni, til dæmis Grábrók í Norðurárdal, Rauðukúlur í Hítardal og Seyðishólar í Grímsnesi. Kleprar myndast við svipaðar aðstæður og gjall — hraunslettur lenda kringum gosopið og klessast þar saman, dæmi eru Eldborg á Mýrum og Eldborg í Selvogi. Hverfjall í Mývatnssveit þykir heppilegt dæmi um öskugíg, það fjall mun hafa myndast í grunnu stöðuvatni — eldfjallafræðingurinn Ármann Höskuldsson líkir öskuhring Hárinnar við Hverfjall. Hins vegar er Surtsey sömu gerðar, og auk þess með gjall- og klepragíg í miðju eins og Háin. Samkvæmt þessu er réttara að kalla Hána öskugíg fremur en gjallgíg úr því Mattson og Ármann segja gíginn hafa verið af „hverfjallsgerð“.

Norðurveggur Herjólfsdals er leif mikils gjóskugígs Hárinnar. Gígurinn hefur verið allt að 2 km í þvermál.

Tilvísanir:
  1. ^ Náttúruvá á Íslandi. Eldgos og jarðskjálftar. Júlíus Sólnes (ritstjóri). Viðlagatrygging Íslands og Háskólaútgáfan, Reykjavík 2013.
  2. ^ Mattson, H. & Ármann Höskuldsson, 2003. Geology of the Heimaey volcanic centre, south Iceland: Early evolution of a central volcano in a propagating rift?” Journal of Volcanology and Geothermal Research 127: 55-71.
  3. ^ Chemleff, J., 2005. Les déséquilibres radioactifs 238U-230Th-226Ra : discussions sur les sources et processus responsables du volcanisme de la Cordillère des Andes et sur la déglaciation en Islande. Doktorsritgerð, Université Blaise Pascal, 221 pp.
  4. ^ Guðmundur Kjartansson, 1967. Nokkrar nýjar C14 aldursákvaðanir. Náttúrufræðingurinn 36(3): 126-141; Mattson, H., Ármann Höskuldsson & S. Hand, 2005. Crustal xenoliths in the 6200 BP Sæfell tuff-cone, south Iceland: evidence for a derep, diatreme-forming Surtseyjan eruption. Journal of Volcanology and Geophysical Research 145: 234-248.
  5. ^ Olgeir Sigmarsson, 1996. Short magma chamber residence at an Icelandic volcano referred from U-series disequilibria. Nature 382: 440-442.
  6. ^ Ármann Höskuldsson.

Myndir: