Sólin Sólin Rís 05:05 • sest 21:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:35 • Síðdegis: 22:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:36 • Síðdegis: 15:35 í Reykjavík

Er til eyja sem heitir Nýárseyja?

EDS

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Er til eyja sem heitir Nýárseyja? Af því að það er til Jóla- og Páskaeyja.

Nýárseyja er til og raunar fleiri en ein. Á vefsíðunni Wikipedia eru taldar upp nokkrar Nýárseyjur (e. New Year Island). Ein þeirra er í Bass-sundi, mitt á milli Tasmaníu og Ástralíu, rétt við Konungseyju (e. King Island). Eyjan er aðeins um 1 km2 að flatarmáli og er hún öll skilgreind sem náttúruverndarsvæði. Aðgangur að eyjunni er takmarkaður og þar hefur enginn varanlega búsetu. Á eyjunni verpir mikið af sjófuglum og vaðfuglum en einnig finnast þar ýmsar tegundir af snákum, skinkum og eðlum. Þess má geta í næsta nágrenni við þessa Nýárseyju er Jólaeyja sem einnig er pínulíti; hún er óbyggð en þar er ríkulegt fuglalíf.

Nokkrar Nýárseyjar eru til en allar eru þær mjög smáar og óbyggðar. Ein þeirra er á milli Ástralíu og Tasmaníu.

Norðan við Ástralíu í Arafura-hafi, tæplega 300 km norðaustan við Darwin er önnur Nýárseyja. Sú er einnig óbyggð og smá, aðeins um 2 km að lengd og um 800 m á breidd þar sem mest er.

Þriðja Nýárseyjan er Año Nuevo Island (spænska) sem er undan strönd Kaliforníu í Bandaríkjunum. Þessi Nýárseyja er enn minni en hinar tvær, aðeins um 0,036 km2. Þar til á 18. öld var þetta ekki eyja heldur skagi út úr meginlandinu en straumar og veður hafa smám saman rofið þá tengingu og sundið á milli lands og eyjar heldur áfram að stækka. Bæði selir og sæljón kæpa á eyjunni auk þess sem ýmsar tegundir sjófugla verpa þar. Eyjan er verndarsvæði og lokuð almenningi en vísindamenn geta fengið leyfi til að stunda þar rannsóknir. Á eyjunni eru niðurnídd mannvirki frá seinni hluta 19. aldar, en þá var vita komið þar fyrir. Slökkt var á vitanum fyrir miðja síðustu öld og byggingin tekin niður í byrjun 21. aldar þar sem hún var talin valda hættu.

Nýárseyja úti fyrir strönd Kaliforníu.

Á Wikipedia-listanum sem vísað var í hér í upphafi er að finna nokkrar fleiri Nýárseyjur en erfitt er að finna nánari upplýsingar um þær.

Heimildir:

Höfundur

Útgáfudagur

28.12.2018

Spyrjandi

Þráinn Ásbjarnarason

Tilvísun

EDS. „Er til eyja sem heitir Nýárseyja? “ Vísindavefurinn, 28. desember 2018. Sótt 29. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76842.

EDS. (2018, 28. desember). Er til eyja sem heitir Nýárseyja? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76842

EDS. „Er til eyja sem heitir Nýárseyja? “ Vísindavefurinn. 28. des. 2018. Vefsíða. 29. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76842>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er til eyja sem heitir Nýárseyja?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Er til eyja sem heitir Nýárseyja? Af því að það er til Jóla- og Páskaeyja.

Nýárseyja er til og raunar fleiri en ein. Á vefsíðunni Wikipedia eru taldar upp nokkrar Nýárseyjur (e. New Year Island). Ein þeirra er í Bass-sundi, mitt á milli Tasmaníu og Ástralíu, rétt við Konungseyju (e. King Island). Eyjan er aðeins um 1 km2 að flatarmáli og er hún öll skilgreind sem náttúruverndarsvæði. Aðgangur að eyjunni er takmarkaður og þar hefur enginn varanlega búsetu. Á eyjunni verpir mikið af sjófuglum og vaðfuglum en einnig finnast þar ýmsar tegundir af snákum, skinkum og eðlum. Þess má geta í næsta nágrenni við þessa Nýárseyju er Jólaeyja sem einnig er pínulíti; hún er óbyggð en þar er ríkulegt fuglalíf.

Nokkrar Nýárseyjar eru til en allar eru þær mjög smáar og óbyggðar. Ein þeirra er á milli Ástralíu og Tasmaníu.

Norðan við Ástralíu í Arafura-hafi, tæplega 300 km norðaustan við Darwin er önnur Nýárseyja. Sú er einnig óbyggð og smá, aðeins um 2 km að lengd og um 800 m á breidd þar sem mest er.

Þriðja Nýárseyjan er Año Nuevo Island (spænska) sem er undan strönd Kaliforníu í Bandaríkjunum. Þessi Nýárseyja er enn minni en hinar tvær, aðeins um 0,036 km2. Þar til á 18. öld var þetta ekki eyja heldur skagi út úr meginlandinu en straumar og veður hafa smám saman rofið þá tengingu og sundið á milli lands og eyjar heldur áfram að stækka. Bæði selir og sæljón kæpa á eyjunni auk þess sem ýmsar tegundir sjófugla verpa þar. Eyjan er verndarsvæði og lokuð almenningi en vísindamenn geta fengið leyfi til að stunda þar rannsóknir. Á eyjunni eru niðurnídd mannvirki frá seinni hluta 19. aldar, en þá var vita komið þar fyrir. Slökkt var á vitanum fyrir miðja síðustu öld og byggingin tekin niður í byrjun 21. aldar þar sem hún var talin valda hættu.

Nýárseyja úti fyrir strönd Kaliforníu.

Á Wikipedia-listanum sem vísað var í hér í upphafi er að finna nokkrar fleiri Nýárseyjur en erfitt er að finna nánari upplýsingar um þær.

Heimildir:

...