Sólin Sólin Rís 05:05 • sest 21:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:35 • Síðdegis: 22:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:36 • Síðdegis: 15:35 í Reykjavík

Hver er minnsta mælieiningin?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Minnsta mælieiningin er ekki til svo að okkur sé kunnugt, frekar en minnsta stærðin. Flestir vita hvernig við skiptum metranum í sentímetra og millímetra en millímetrinn er þúsundasti partur úr metra. Míkrómetrinn, sem táknaður er með µm, er síðan milljónasti hluti metrans og nanómetrinn, nm, er milljarðasti partur úr metra. Þannig getum við haldið áfram eins lengi og okkur lystir. Við getum líka farið á sama hátt með kílógrammið eða sekúnduna svo að dæmi séu nefnd. Af þessu drögum við þá ályktun að því séu engin takmörk sett hvað við getum hugsað okkur litlar mælieiningar.

Hitt er svo annað mál að það kann að vera takmarkað hversu litlar vegalengdir séu til í veruleikanum kringum okkur. Um það er fjallað nánar í svari sama höfundar við spurningunni Er til lágmarksstærð? og í svari Lárusar Thorlacius við spurningunni Hver er minnsta öreindin?

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

18.9.2000

Spyrjandi

Guðjón Þór Ólafsson, f. 1987

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hver er minnsta mælieiningin?“ Vísindavefurinn, 18. september 2000. Sótt 29. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=916.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2000, 18. september). Hver er minnsta mælieiningin? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=916

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hver er minnsta mælieiningin?“ Vísindavefurinn. 18. sep. 2000. Vefsíða. 29. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=916>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er minnsta mælieiningin?
Minnsta mælieiningin er ekki til svo að okkur sé kunnugt, frekar en minnsta stærðin. Flestir vita hvernig við skiptum metranum í sentímetra og millímetra en millímetrinn er þúsundasti partur úr metra. Míkrómetrinn, sem táknaður er með µm, er síðan milljónasti hluti metrans og nanómetrinn, nm, er milljarðasti partur úr metra. Þannig getum við haldið áfram eins lengi og okkur lystir. Við getum líka farið á sama hátt með kílógrammið eða sekúnduna svo að dæmi séu nefnd. Af þessu drögum við þá ályktun að því séu engin takmörk sett hvað við getum hugsað okkur litlar mælieiningar.

Hitt er svo annað mál að það kann að vera takmarkað hversu litlar vegalengdir séu til í veruleikanum kringum okkur. Um það er fjallað nánar í svari sama höfundar við spurningunni Er til lágmarksstærð? og í svari Lárusar Thorlacius við spurningunni Hver er minnsta öreindin?...