Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Örfyrirlestur: Gosið í Eyjafjallajökli, stórt eða lítið?

Ritstjórn Vísindavefsins

Háskólalestin og Vísindavefurinn standa að örfyrirlestraröð í sumar á öllum áfangastöðum Háskólalestarinnar. Í boði eru fjölmargir stuttir fyrirlestrar.

Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, flytur erindið: Gosið í Eyjafjallajökli, stórt eða lítið?

Gosin í Eyjafjallajökli vorið 2010 eru með mestu umbrotum hér á landi í nokkra áratugi.

Hraungosið á Fimmvörðuhálsi var meinlítið en stórfenglegt. Þar gat að líta tilkomumikla hraunfossa auk þess sem hrauntaumarnir bræddu sér leið gegnum þykka hjarnskafla. Sprengigosið í öskju Eyjafjallajökuls sem hófst 14. apríl var annars eðlis. Þar kom upp ísúr kvika (trakíandesít/benmorít). Í fyrstu voru jökulhlaup helsta áhyggjuefnið en eftir að gosið náði sér vel upp úr jöklinum dró úr þeim. Við tóku margvísleg vandamál vegna gjóskufalls en það var verulegt í þessu gosi. Nánast öll gjóskan flokkast sem aska (þvermál korna < 2 mm). Svo til alla daga gossins gæti öskufalls og þegar gosvirknin var mest var það verulegt. Samfelldu gosi lauk 22. maí.

Eldgosið í Eyjafjallajökli. Mynd tekin 17. apríl 2010.

Dálítillar sprengivirkni varð vart fyrri hluta júní en síðan hefur kyrrð færst yfir. Nú hylur vetrarsnjór gígana. Einhvers öskufalls varð vart allstaðar á landinu nema á Vestfjörðum og ef til vill á ystu nesjum Norðanlands. Rúmlega helmingur öskunnar féll á Íslandi, en tæplega helmingur suður og suðaustur af landinu. Dálítill hluti þeirrar ösku sem féll utan landsteina barst með loftstraumum til Bretlands, Norðurlanda og meginlands Evrópu. Heildarmagn gosefna er talið jafngilda um 0,18 km3 af föstu bergi. Um 80% var gjóska, að langmestu leyti öskukorn minni en 1 mm í þvermál. Önnur gosefni eru hraunið í Gígjökli og það efni sem barst með jökulhlaupum.

Nokkur gos hérlendis á síðustu 100 árum voru mun stærri þegar horft er til heildarmagns gosefna og þarf ekki að fara lengra aftur en til 1996 þegar Gjálpargosið varð til að finna stærra gos á þessum mælikvarða. Eigi að síður var gosið í Eyjafjallajökli stærsta gjóskugos á Íslandi síðan Katla gaus 1918. Og í samanburði við gosið í Öræfajökli 1362 var þetta smágos, líklega innan við tíundi hluti af því sem þá kom upp.

Mynd:

Útgáfudagur

4.5.2011

Spyrjandi

Ritstjórn

Efnisorð

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Örfyrirlestur: Gosið í Eyjafjallajökli, stórt eða lítið?“ Vísindavefurinn, 4. maí 2011. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=70861.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2011, 4. maí). Örfyrirlestur: Gosið í Eyjafjallajökli, stórt eða lítið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=70861

Ritstjórn Vísindavefsins. „Örfyrirlestur: Gosið í Eyjafjallajökli, stórt eða lítið?“ Vísindavefurinn. 4. maí. 2011. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=70861>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Örfyrirlestur: Gosið í Eyjafjallajökli, stórt eða lítið?
Háskólalestin og Vísindavefurinn standa að örfyrirlestraröð í sumar á öllum áfangastöðum Háskólalestarinnar. Í boði eru fjölmargir stuttir fyrirlestrar.

Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, flytur erindið: Gosið í Eyjafjallajökli, stórt eða lítið?

Gosin í Eyjafjallajökli vorið 2010 eru með mestu umbrotum hér á landi í nokkra áratugi.

Hraungosið á Fimmvörðuhálsi var meinlítið en stórfenglegt. Þar gat að líta tilkomumikla hraunfossa auk þess sem hrauntaumarnir bræddu sér leið gegnum þykka hjarnskafla. Sprengigosið í öskju Eyjafjallajökuls sem hófst 14. apríl var annars eðlis. Þar kom upp ísúr kvika (trakíandesít/benmorít). Í fyrstu voru jökulhlaup helsta áhyggjuefnið en eftir að gosið náði sér vel upp úr jöklinum dró úr þeim. Við tóku margvísleg vandamál vegna gjóskufalls en það var verulegt í þessu gosi. Nánast öll gjóskan flokkast sem aska (þvermál korna < 2 mm). Svo til alla daga gossins gæti öskufalls og þegar gosvirknin var mest var það verulegt. Samfelldu gosi lauk 22. maí.

Eldgosið í Eyjafjallajökli. Mynd tekin 17. apríl 2010.

Dálítillar sprengivirkni varð vart fyrri hluta júní en síðan hefur kyrrð færst yfir. Nú hylur vetrarsnjór gígana. Einhvers öskufalls varð vart allstaðar á landinu nema á Vestfjörðum og ef til vill á ystu nesjum Norðanlands. Rúmlega helmingur öskunnar féll á Íslandi, en tæplega helmingur suður og suðaustur af landinu. Dálítill hluti þeirrar ösku sem féll utan landsteina barst með loftstraumum til Bretlands, Norðurlanda og meginlands Evrópu. Heildarmagn gosefna er talið jafngilda um 0,18 km3 af föstu bergi. Um 80% var gjóska, að langmestu leyti öskukorn minni en 1 mm í þvermál. Önnur gosefni eru hraunið í Gígjökli og það efni sem barst með jökulhlaupum.

Nokkur gos hérlendis á síðustu 100 árum voru mun stærri þegar horft er til heildarmagns gosefna og þarf ekki að fara lengra aftur en til 1996 þegar Gjálpargosið varð til að finna stærra gos á þessum mælikvarða. Eigi að síður var gosið í Eyjafjallajökli stærsta gjóskugos á Íslandi síðan Katla gaus 1918. Og í samanburði við gosið í Öræfajökli 1362 var þetta smágos, líklega innan við tíundi hluti af því sem þá kom upp.

Mynd:

...