Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hvers vegna er miðja norðurljósabeltisins ekki á segulskautinu eða norðurpólnum?

Aðalbjörn Þórólfsson

Spurningin í heild var sem hér segir:
Hvers vegna er miðja norðurljósabeltisins á norðurhveli jarðar skammt vestur af Qaanaaq á Grænlandi, en ekki á segulskautinu eða norðurpólnum?
Miðja norðurljósanna er ekki alltaf skammt vestur af Qaanaaq á Grænlandi, en getur verið það. Eins og fram kom í svari Aðalbjarnar Þórólfssonar og Ögmundar Jónssonar við spurningunni Af hverju stafa norður- og suðurljósin?, þá mynda norðurljósin kraga utan um segul-norðurpólinn. Í reyndinni er segul-norðurpóllinn ekki nákvæmlega í miðju þessa kraga. Ástæðan er sú að segullínur jarðarinnar eru aflagaðar af sólvindinum sem flæðir umhverfis jörðina (sjá fyrrnefnt svar). Þannig þjappar sólvindurinn segullínunum saman á daghlið jarðar, en togar úr þeim á næturhliðinni. Á daghliðinni myndast norðurljósin því við hærri breiddargráður en á næturhliðinni.



Myndin sýnir þetta, en þar má sjá útgeislun frá efri lofthjúp jarðar af völdum norðurljósanna (kragi) og sólarinnar (skjöldurinn vinstra megin á myndinni). Segul-norðurpóllinn er í miðju minnsta hringsins á myndinni og sólin skín frá vinstri. Eins og sést á myndinni er norðurljósakraginn þynnri og við hærri breiddargráður á daghliðinni. Ef miðað er við innri rönd norðurljósakragans virðist miðjan vera skammt austan við Qaanaaq (staðsett með hvítum punkti nálægt segul-pólnum), en ef miðað er við ytri röndina lendir miðjan skammt fyrir suð-austan Qaanaaq. Þar sem norðurpóllinn og segul-norðurpóllinn eru ekki á sama stað, þá færist þessi sýnilega miðja norðurljósakragans þegar jörðin snýst, en heldur sig ávallt í grennd við segul-norðurpólinn og yfirleitt næturmegin við hann.

Höfundur

háloftaeðlisfræðingur og verkefnastjóri hjá Íslandsbanka

Útgáfudagur

5.12.2000

Spyrjandi

Sigurjón Antonsson

Tilvísun

Aðalbjörn Þórólfsson. „Hvers vegna er miðja norðurljósabeltisins ekki á segulskautinu eða norðurpólnum?“ Vísindavefurinn, 5. desember 2000. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1220.

Aðalbjörn Þórólfsson. (2000, 5. desember). Hvers vegna er miðja norðurljósabeltisins ekki á segulskautinu eða norðurpólnum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1220

Aðalbjörn Þórólfsson. „Hvers vegna er miðja norðurljósabeltisins ekki á segulskautinu eða norðurpólnum?“ Vísindavefurinn. 5. des. 2000. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1220>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna er miðja norðurljósabeltisins ekki á segulskautinu eða norðurpólnum?
Spurningin í heild var sem hér segir:

Hvers vegna er miðja norðurljósabeltisins á norðurhveli jarðar skammt vestur af Qaanaaq á Grænlandi, en ekki á segulskautinu eða norðurpólnum?
Miðja norðurljósanna er ekki alltaf skammt vestur af Qaanaaq á Grænlandi, en getur verið það. Eins og fram kom í svari Aðalbjarnar Þórólfssonar og Ögmundar Jónssonar við spurningunni Af hverju stafa norður- og suðurljósin?, þá mynda norðurljósin kraga utan um segul-norðurpólinn. Í reyndinni er segul-norðurpóllinn ekki nákvæmlega í miðju þessa kraga. Ástæðan er sú að segullínur jarðarinnar eru aflagaðar af sólvindinum sem flæðir umhverfis jörðina (sjá fyrrnefnt svar). Þannig þjappar sólvindurinn segullínunum saman á daghlið jarðar, en togar úr þeim á næturhliðinni. Á daghliðinni myndast norðurljósin því við hærri breiddargráður en á næturhliðinni.



Myndin sýnir þetta, en þar má sjá útgeislun frá efri lofthjúp jarðar af völdum norðurljósanna (kragi) og sólarinnar (skjöldurinn vinstra megin á myndinni). Segul-norðurpóllinn er í miðju minnsta hringsins á myndinni og sólin skín frá vinstri. Eins og sést á myndinni er norðurljósakraginn þynnri og við hærri breiddargráður á daghliðinni. Ef miðað er við innri rönd norðurljósakragans virðist miðjan vera skammt austan við Qaanaaq (staðsett með hvítum punkti nálægt segul-pólnum), en ef miðað er við ytri röndina lendir miðjan skammt fyrir suð-austan Qaanaaq. Þar sem norðurpóllinn og segul-norðurpóllinn eru ekki á sama stað, þá færist þessi sýnilega miðja norðurljósakragans þegar jörðin snýst, en heldur sig ávallt í grennd við segul-norðurpólinn og yfirleitt næturmegin við hann....