Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvert er stærsta fjall sólkerfisins og hvað er það hátt?

Sævar Helgi Bragason

Hæsta fjall sólkerfisins er að finna á Mars og nefnist það Olympus Mons eða Ólympsfjall. Ólympsfjall er eldfjall sem er um 3 sinnum hærra en Everestfjall eða 25 km hátt.

Mars er aðeins um helmingur af stærð jarðar en þar eru samt nokkur eldfjöll sem eru mun stærri en þau sem finnast á jörðinni. Stærstu eldfjöllin eru á tveimur svæðum sem nefnast Tharsis og Elysium. Tharsis-svæðið er 4000 km í þvermál og meðalhæð þess er um 10 km. Á norðvestur hlið þessa svæðis er Ascraeusfjall, Pavonisfjall og Arsiafjall. Hvert þessara fjalla er um 15 km á hæð. Handan norðvesturhliðar Tharsis er svo Ólympsfjall. Ólympsfjall er skilgreint sem dyngja rétt eins og Skjaldbreiður hér á landi. Ólympsfjall er ekki einungis hátt heldur er það gríðarlega stórt um sig eða um 550 km í þvermál og hallar dyngjan um 4°. Við rætur fjallsins eru 6 km háir hamraveggir og á tindi þess er 90 km breið askja. Svona til að átta sig nánar á stærðinni er eldfjallið mun stærra að flatarmáli en Ísland!

Ástæðan fyrir því að eldfjöllin á Mars eru svona stór er sú að þar eru engar flekahreyfingar eins og á jörðinni. Á Mars dælir sami kvikugeymirinn kvikunni í langan tíma upp um tiltekna eldstöð sem veldur því að kvikan hleðst smám saman upp. Slík svæði eru nefnd heitir reitir. Á jörðinni færast eldfjöllin út úr heita reitnum sökum flekahreyfinga og mynda því ekki risavaxin eldfjöll. Lítill þyngdarkraftur á einnig þátt í myndum stórra eldfjalla á Mars. Undir Íslandi er heitur reitur staðsettur undir Vatnajökli og skýrir það tíð eldgos. Einnig er heitan reit að finna undir Hawaí-eyjum.

Rannsóknir á loftsteinum sem koma frá Mars benda til þess að eldgos hafi ekki byrjað þar fyrr en fyrir 150 milljón árum, eða jafnvel síðar. Samanborið við "jarð"fræði jarðarinnar er þetta mjög nýleg virkni og gefur til kynna að eldfjöllin séu ef til vill enn virk. Eldgos eru þó mun fátíðari á Mars en á jörðinni og ólíklegt þykir að við eigum einhvern tíma eftir að verða vitni að eldgosi á Mars.

Heimildir:
  • Stjörnufræðivefurinn: Ólympusfjall
  • Beatty, J. K., og A. Chaikin (ritstj.): The New Solar System. Sky Publishing House, Bandaríkin/England 1990.
  • Ari Trausti Guðmundsson 1992. Ferð án enda. Reykjavík, Ísafoldarprentsmiðja.

Mynd:

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

10.1.2001

Spyrjandi

Vignir Már Lýðsson

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Hvert er stærsta fjall sólkerfisins og hvað er það hátt?“ Vísindavefurinn, 10. janúar 2001. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1273.

Sævar Helgi Bragason. (2001, 10. janúar). Hvert er stærsta fjall sólkerfisins og hvað er það hátt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1273

Sævar Helgi Bragason. „Hvert er stærsta fjall sólkerfisins og hvað er það hátt?“ Vísindavefurinn. 10. jan. 2001. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1273>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvert er stærsta fjall sólkerfisins og hvað er það hátt?
Hæsta fjall sólkerfisins er að finna á Mars og nefnist það Olympus Mons eða Ólympsfjall. Ólympsfjall er eldfjall sem er um 3 sinnum hærra en Everestfjall eða 25 km hátt.

Mars er aðeins um helmingur af stærð jarðar en þar eru samt nokkur eldfjöll sem eru mun stærri en þau sem finnast á jörðinni. Stærstu eldfjöllin eru á tveimur svæðum sem nefnast Tharsis og Elysium. Tharsis-svæðið er 4000 km í þvermál og meðalhæð þess er um 10 km. Á norðvestur hlið þessa svæðis er Ascraeusfjall, Pavonisfjall og Arsiafjall. Hvert þessara fjalla er um 15 km á hæð. Handan norðvesturhliðar Tharsis er svo Ólympsfjall. Ólympsfjall er skilgreint sem dyngja rétt eins og Skjaldbreiður hér á landi. Ólympsfjall er ekki einungis hátt heldur er það gríðarlega stórt um sig eða um 550 km í þvermál og hallar dyngjan um 4°. Við rætur fjallsins eru 6 km háir hamraveggir og á tindi þess er 90 km breið askja. Svona til að átta sig nánar á stærðinni er eldfjallið mun stærra að flatarmáli en Ísland!

Ástæðan fyrir því að eldfjöllin á Mars eru svona stór er sú að þar eru engar flekahreyfingar eins og á jörðinni. Á Mars dælir sami kvikugeymirinn kvikunni í langan tíma upp um tiltekna eldstöð sem veldur því að kvikan hleðst smám saman upp. Slík svæði eru nefnd heitir reitir. Á jörðinni færast eldfjöllin út úr heita reitnum sökum flekahreyfinga og mynda því ekki risavaxin eldfjöll. Lítill þyngdarkraftur á einnig þátt í myndum stórra eldfjalla á Mars. Undir Íslandi er heitur reitur staðsettur undir Vatnajökli og skýrir það tíð eldgos. Einnig er heitan reit að finna undir Hawaí-eyjum.

Rannsóknir á loftsteinum sem koma frá Mars benda til þess að eldgos hafi ekki byrjað þar fyrr en fyrir 150 milljón árum, eða jafnvel síðar. Samanborið við "jarð"fræði jarðarinnar er þetta mjög nýleg virkni og gefur til kynna að eldfjöllin séu ef til vill enn virk. Eldgos eru þó mun fátíðari á Mars en á jörðinni og ólíklegt þykir að við eigum einhvern tíma eftir að verða vitni að eldgosi á Mars.

Heimildir:
  • Stjörnufræðivefurinn: Ólympusfjall
  • Beatty, J. K., og A. Chaikin (ritstj.): The New Solar System. Sky Publishing House, Bandaríkin/England 1990.
  • Ari Trausti Guðmundsson 1992. Ferð án enda. Reykjavík, Ísafoldarprentsmiðja.

Mynd:...