Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík

Hvað er flóðbið og hafnartími?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Upphaflega spurningin var sem hér segir:
Fékk Casio úr sem sýnir sjávarföll með grafi. Þarf að setja inn "lunitidal interval" fyrir Reykjavík í klukkustundum og mínútum.
Flóðbið er sá tími sem líður frá því að tungl er í hágöngu í suðri þar til háflóð er á viðkomandi stað. Þessi tími breytist verulega yfir árið auk þess sem hann fer mjög eftir stað. Í Reykjavík getur hann til dæmis verið á bilinu 4-6 klukkustundir. Þennan mun má sjá nánar í töflum fremst í Almanaki Háskólans, með því að reikna út tímann sem líður frá því að tungl er í suðri til næsta háflóðs. Flóðbiðin á öðrum stöðum á landinu víkur síðan verulega frá Reykjavík og er það frávik sýnt í sérstakri töflu í Almanakinu. Meðalflóðbið í Reykjavík er 4 klst. og 48 mínútur og er sá tími oft nefndur hafnartími. Það orð hefur einnig verið notað fyrir flóðbiðina sjálfa eins og hún er á hverjum tíma en sú orðanotkun sem hér er lýst er heppilegri.

Um hugtakið “flóðbið” eins og því var lýst hér á undan er á ensku yfirleitt notað orðið "lunitidal interval". Þegar fjallað er um sjávarföll á ensku kemur einnig fyrir orðið "establishment of the port". Oft er það þá í merkingunni “meðalflóðbið” eða “hafnartími” en einnig getur það haft sérhæfðari merkingu. Flóðbiðin skiptir miklu máli í breskum höfnum og víðar þar sem sjávarföll eru mikil og menn geta þurft að sæta sjávarföllum þegar þeir sigla inn í hafnir eða út úr þeim.

Ef spyrjandi er í Reykjavík þarf hann ekki að gera annað en að fletta upp í Almanakinu til að finna flóðbiðina núna með frádrætti. Ef hún víkur síðar of mikið frá upphaflega gildinu þarf að setja inn í úrið nýtt gildi. Ef spyrjandi er staddur úti á landi þarf hann síðan að leiðrétta hafnartímann þess vegna, miðað við Reykjavík.

Í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Af hverju er ekki flóð og fjara alltaf á sama tíma? má finna rækilegri skýringu á orsökum flóðbiðar og hafnartíma.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

18.1.2001

Spyrjandi

Bergþór Einarsson

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað er flóðbið og hafnartími? “ Vísindavefurinn, 18. janúar 2001. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1281.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2001, 18. janúar). Hvað er flóðbið og hafnartími? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1281

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað er flóðbið og hafnartími? “ Vísindavefurinn. 18. jan. 2001. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1281>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er flóðbið og hafnartími?
Upphaflega spurningin var sem hér segir:

Fékk Casio úr sem sýnir sjávarföll með grafi. Þarf að setja inn "lunitidal interval" fyrir Reykjavík í klukkustundum og mínútum.
Flóðbið er sá tími sem líður frá því að tungl er í hágöngu í suðri þar til háflóð er á viðkomandi stað. Þessi tími breytist verulega yfir árið auk þess sem hann fer mjög eftir stað. Í Reykjavík getur hann til dæmis verið á bilinu 4-6 klukkustundir. Þennan mun má sjá nánar í töflum fremst í Almanaki Háskólans, með því að reikna út tímann sem líður frá því að tungl er í suðri til næsta háflóðs. Flóðbiðin á öðrum stöðum á landinu víkur síðan verulega frá Reykjavík og er það frávik sýnt í sérstakri töflu í Almanakinu. Meðalflóðbið í Reykjavík er 4 klst. og 48 mínútur og er sá tími oft nefndur hafnartími. Það orð hefur einnig verið notað fyrir flóðbiðina sjálfa eins og hún er á hverjum tíma en sú orðanotkun sem hér er lýst er heppilegri.

Um hugtakið “flóðbið” eins og því var lýst hér á undan er á ensku yfirleitt notað orðið "lunitidal interval". Þegar fjallað er um sjávarföll á ensku kemur einnig fyrir orðið "establishment of the port". Oft er það þá í merkingunni “meðalflóðbið” eða “hafnartími” en einnig getur það haft sérhæfðari merkingu. Flóðbiðin skiptir miklu máli í breskum höfnum og víðar þar sem sjávarföll eru mikil og menn geta þurft að sæta sjávarföllum þegar þeir sigla inn í hafnir eða út úr þeim.

Ef spyrjandi er í Reykjavík þarf hann ekki að gera annað en að fletta upp í Almanakinu til að finna flóðbiðina núna með frádrætti. Ef hún víkur síðar of mikið frá upphaflega gildinu þarf að setja inn í úrið nýtt gildi. Ef spyrjandi er staddur úti á landi þarf hann síðan að leiðrétta hafnartímann þess vegna, miðað við Reykjavík.

Í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Af hverju er ekki flóð og fjara alltaf á sama tíma? má finna rækilegri skýringu á orsökum flóðbiðar og hafnartíma.

...