Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hversu langt eru Voyager-gervitunglin komin út í geiminn?

Stefán Ingi Valdimarsson

Voyager-geimförin lögðu af stað frá jörðu árið 1977. Þau voru hönnuð til að kanna Júpíter og Satúrnus og áttu að endast í 5 ár. Hjá Satúrnusi var Voyager I sveigt út úr sléttu sólkerfisins svo að hægt væri að ná betri myndum af Títan, einu af tunglum Satúrnusar. Voyager II hélt hins vegar áfram ferð sinni milli reikistjarnanna í ytra sólkerfinu og kom til Úranusar 1986 og Neptúnusar 1989. Hægt hefði verið að byggja geimfar sem hefði haldið áfram til Plútó en það var ekki gert.

Enda þótt bæði geimförin séu fyrir löngu komin utar í sólkerfið en nokkur reikistjarna er enn langt í land að þau fari út úr því. Bæði Voyager I og Voyager II eru virk og enn eru upplýsingar lesnar af mælitækjum þeirra. Reikna má með að þau geti enst í 15 ár í viðbót en þá verða þau búin að missa alla orku vegna þess að of mikið af plútoninu sem gefur orkuna hefur þá klofnað. Voyager I er 11,5 milljarða kílómetra (10,6 ljósklukkustundir) frá jörðu og stefnir í átt að stjörnumerkinu Naðurvalda. Voyager II er 9,1 milljarða kílómetra (8,4 ljósklukkustundir) frá jörðu og stefnir nokkurn veginn að Síríusi. Þess má geta til samanburðar að meðalfjarlægð Plútós frá sól er um 6 milljarðar km og jörðin er um 150 milljónir km frá sól.

Frekari upplýsingar um Voyager verkefnið má finna á þessari síðu hjá Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA.

Höfundur

sérfræðingur á Stærðfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands

Útgáfudagur

21.2.2000

Spyrjandi

Ray Kruger

Efnisorð

Tilvísun

Stefán Ingi Valdimarsson. „Hversu langt eru Voyager-gervitunglin komin út í geiminn?“ Vísindavefurinn, 21. febrúar 2000. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=130.

Stefán Ingi Valdimarsson. (2000, 21. febrúar). Hversu langt eru Voyager-gervitunglin komin út í geiminn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=130

Stefán Ingi Valdimarsson. „Hversu langt eru Voyager-gervitunglin komin út í geiminn?“ Vísindavefurinn. 21. feb. 2000. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=130>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu langt eru Voyager-gervitunglin komin út í geiminn?
Voyager-geimförin lögðu af stað frá jörðu árið 1977. Þau voru hönnuð til að kanna Júpíter og Satúrnus og áttu að endast í 5 ár. Hjá Satúrnusi var Voyager I sveigt út úr sléttu sólkerfisins svo að hægt væri að ná betri myndum af Títan, einu af tunglum Satúrnusar. Voyager II hélt hins vegar áfram ferð sinni milli reikistjarnanna í ytra sólkerfinu og kom til Úranusar 1986 og Neptúnusar 1989. Hægt hefði verið að byggja geimfar sem hefði haldið áfram til Plútó en það var ekki gert.

Enda þótt bæði geimförin séu fyrir löngu komin utar í sólkerfið en nokkur reikistjarna er enn langt í land að þau fari út úr því. Bæði Voyager I og Voyager II eru virk og enn eru upplýsingar lesnar af mælitækjum þeirra. Reikna má með að þau geti enst í 15 ár í viðbót en þá verða þau búin að missa alla orku vegna þess að of mikið af plútoninu sem gefur orkuna hefur þá klofnað. Voyager I er 11,5 milljarða kílómetra (10,6 ljósklukkustundir) frá jörðu og stefnir í átt að stjörnumerkinu Naðurvalda. Voyager II er 9,1 milljarða kílómetra (8,4 ljósklukkustundir) frá jörðu og stefnir nokkurn veginn að Síríusi. Þess má geta til samanburðar að meðalfjarlægð Plútós frá sól er um 6 milljarðar km og jörðin er um 150 milljónir km frá sól.

Frekari upplýsingar um Voyager verkefnið má finna á þessari síðu hjá Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA....