Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Sofa hákarlar og hvalir?

Jón Már Halldórsson

Spurningin var upphaflega á þessa leið: Geta hákarlar sofið ef þeir þurfa alltaf að vera á stöðugri hreyfingu? Hvernig sofa hvalir ef þeir þurfa stöðugt að fara upp á yfirborðið til að fá súrefni?

Bæði hákarlar og hvalir sofa.

Hvalir hafa þróað ákveðna aðferð við öndun meðan á svefni stendur, svokallaða viljastýrða öndun (e. voluntary breathing), sem líkist ekki öndun annarra spendýra. Þetta þýðir að þeir verða að stjórna hverjum andardrætti í hálfmeðvituðu ástandi en ekki í ómeðvituðu ástandi líkt og landspendýr gera í svefni. Rannsóknir hafa sýnt að meðan hvalir sofa er annar helmingur heilans í svefnástandi en hinn er í vökuástandi. Í þessu ástandi sér þá sá helmingur heilans sem er „vakandi” um að stjórna önduninni.

Meðan á svefni stendur láta hvalirnir sig fljóta rétt við yfirborð sjávarins og þegar súrefnis er þörf sér sá helmingur sem er vakandi um að stýra hvalnum upp að yfirborðinu og anda. Hvalir og höfrungar falla aldrei í djúpan svefn líkt og önnur spendýr, né heldur í svokallaðan draumsvefn (REM-svefn, sjá nánar hér).



Hákarlar þurfa einnig að framkvæma meðvitaðan verknað meðan þeir sofa. Til að hákarlar fái nægilegt súrefni þurfa þeir að vera á stöðugri hreyfingu til að upptaka súrefnis í tálknum verði nægileg.

Rannsóknir á smávaxinni hákarlategund, háfnum (Squalus acanthias), hafa leitt í ljós að taugahnoða sem sér um samhæfingu sundhreyfinga hákarlsins er ekki staðsett í heila hans heldur við mænu. Það gerir hákarlinum kleift að synda án þess að vera við meðvitund.


Sjá einnig:


Mynd: Compton's Encyclopedia, The Learning Company, Inc.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

30.1.2001

Spyrjandi

Georg Gíslason

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Sofa hákarlar og hvalir?“ Vísindavefurinn, 30. janúar 2001. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1305.

Jón Már Halldórsson. (2001, 30. janúar). Sofa hákarlar og hvalir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1305

Jón Már Halldórsson. „Sofa hákarlar og hvalir?“ Vísindavefurinn. 30. jan. 2001. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1305>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Sofa hákarlar og hvalir?

Spurningin var upphaflega á þessa leið: Geta hákarlar sofið ef þeir þurfa alltaf að vera á stöðugri hreyfingu? Hvernig sofa hvalir ef þeir þurfa stöðugt að fara upp á yfirborðið til að fá súrefni?

Bæði hákarlar og hvalir sofa.

Hvalir hafa þróað ákveðna aðferð við öndun meðan á svefni stendur, svokallaða viljastýrða öndun (e. voluntary breathing), sem líkist ekki öndun annarra spendýra. Þetta þýðir að þeir verða að stjórna hverjum andardrætti í hálfmeðvituðu ástandi en ekki í ómeðvituðu ástandi líkt og landspendýr gera í svefni. Rannsóknir hafa sýnt að meðan hvalir sofa er annar helmingur heilans í svefnástandi en hinn er í vökuástandi. Í þessu ástandi sér þá sá helmingur heilans sem er „vakandi” um að stjórna önduninni.

Meðan á svefni stendur láta hvalirnir sig fljóta rétt við yfirborð sjávarins og þegar súrefnis er þörf sér sá helmingur sem er vakandi um að stýra hvalnum upp að yfirborðinu og anda. Hvalir og höfrungar falla aldrei í djúpan svefn líkt og önnur spendýr, né heldur í svokallaðan draumsvefn (REM-svefn, sjá nánar hér).



Hákarlar þurfa einnig að framkvæma meðvitaðan verknað meðan þeir sofa. Til að hákarlar fái nægilegt súrefni þurfa þeir að vera á stöðugri hreyfingu til að upptaka súrefnis í tálknum verði nægileg.

Rannsóknir á smávaxinni hákarlategund, háfnum (Squalus acanthias), hafa leitt í ljós að taugahnoða sem sér um samhæfingu sundhreyfinga hákarlsins er ekki staðsett í heila hans heldur við mænu. Það gerir hákarlinum kleift að synda án þess að vera við meðvitund.


Sjá einnig:


Mynd: Compton's Encyclopedia, The Learning Company, Inc....