Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Eru örnefni sunnar í álfunni sem gefa til kynna að norrænir menn hafi sest þar að, sambærilegt við nöfn hér eins og Vestmannaeyjar?

Svavar Sigmundsson

Jú, víkingar settust að í Normandie í Frakklandi, einkum á 10. öld, og örnefni þar bera þess merki. Þeir sem settust þar að komu víða að; Danir, Norðmenn, víkingar frá eyjunum í Atlantshafi, fólk af keltneskum uppruna af Bretlandseyjum og menn ensk-skandinavískrar ættar. Náið samband hefur því verið milli norrænna byggða á Bretlandseyjum og í Normandie en þó eru dönsk áhrif þar sterkust.


Þorp í Normandie.

Örnefni á þessum slóðum sem bera norræn einkenni eru til dæmis með orðunum bekkr (= lækur), Houlbec, Carbec, holmr (hólmur), Torhulmus, Le Homme, lundr (lundur), Bouquelon (ef til vill = beykilundur) og Yquelon (ef til vill = eikilundur). Þessir nafnliðir allir eru líka mjög algengir í nöfnum landnáma í Norðvestur-Englandi. Líklegt er að dalur sem er algengt í örnefnum í Normandie sem síðari liður, -dale, eða ósamsett La Dale, sé frá Skandínövum kominn. Sama er um orðið þveit (= rjóður), sem er í samsetningum -tuit, eða ósamsett Le Thuit.

Samband milli eyjanna norðan og vestan Skotlands og Normandie kemur fram í örnefnunum Summelleville (af Sumarliði) og Brectouville (af Bretakollr) í Normandie, þar sem mannanöfnin Sumarliði og Bretakollr voru sérstök fyrir skosku eyjarnar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

20.2.2001

Spyrjandi

Þórhallur Ágústsson

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Eru örnefni sunnar í álfunni sem gefa til kynna að norrænir menn hafi sest þar að, sambærilegt við nöfn hér eins og Vestmannaeyjar?“ Vísindavefurinn, 20. febrúar 2001. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1342.

Svavar Sigmundsson. (2001, 20. febrúar). Eru örnefni sunnar í álfunni sem gefa til kynna að norrænir menn hafi sest þar að, sambærilegt við nöfn hér eins og Vestmannaeyjar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1342

Svavar Sigmundsson. „Eru örnefni sunnar í álfunni sem gefa til kynna að norrænir menn hafi sest þar að, sambærilegt við nöfn hér eins og Vestmannaeyjar?“ Vísindavefurinn. 20. feb. 2001. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1342>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru örnefni sunnar í álfunni sem gefa til kynna að norrænir menn hafi sest þar að, sambærilegt við nöfn hér eins og Vestmannaeyjar?
Jú, víkingar settust að í Normandie í Frakklandi, einkum á 10. öld, og örnefni þar bera þess merki. Þeir sem settust þar að komu víða að; Danir, Norðmenn, víkingar frá eyjunum í Atlantshafi, fólk af keltneskum uppruna af Bretlandseyjum og menn ensk-skandinavískrar ættar. Náið samband hefur því verið milli norrænna byggða á Bretlandseyjum og í Normandie en þó eru dönsk áhrif þar sterkust.


Þorp í Normandie.

Örnefni á þessum slóðum sem bera norræn einkenni eru til dæmis með orðunum bekkr (= lækur), Houlbec, Carbec, holmr (hólmur), Torhulmus, Le Homme, lundr (lundur), Bouquelon (ef til vill = beykilundur) og Yquelon (ef til vill = eikilundur). Þessir nafnliðir allir eru líka mjög algengir í nöfnum landnáma í Norðvestur-Englandi. Líklegt er að dalur sem er algengt í örnefnum í Normandie sem síðari liður, -dale, eða ósamsett La Dale, sé frá Skandínövum kominn. Sama er um orðið þveit (= rjóður), sem er í samsetningum -tuit, eða ósamsett Le Thuit.

Samband milli eyjanna norðan og vestan Skotlands og Normandie kemur fram í örnefnunum Summelleville (af Sumarliði) og Brectouville (af Bretakollr) í Normandie, þar sem mannanöfnin Sumarliði og Bretakollr voru sérstök fyrir skosku eyjarnar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...