Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Sofa fiskar?

Jón Már Halldórsson

Allir fiskar sofa einhvern hluta sólarhringsins. Atferli fiska er mjög fjölbreytilegt á meðan svefni stendur, til dæmis eru uppsjávarfiskar eins og túnfiskur og síld hreyfingarlausir í vatninu. Oftast eru fiskar í þessu svefnástandi á næturnar.



Þegar fiskar af ætt vartara sofa koma þeir sér fyrir í klettum, liggja þar og hreyfa ugganna þannig að þeir virðist liggja og fylgjast með umhverfi sínu. Fjölmargar tegundir ferskvatnsfiska (meðal annars geddur) synda undir árbakka eða tré yfir daginn og sofa þar.

Ef fylgst er með atferli gullfiska kemur greinilega í ljós að þeir eru ekki jafn iðnir við sund og át í myrkri eins og í dagsljósi. Þeir koma sér heldur fyrir á botninum við einhverja gervijurtina og hafa þar hægt um sig. Þeir eru í raun í svefnástandi. Lesendur geta sjálfir gert svona athuganir með vasaljósi!

Fiskar virðast kannski ekki sofa því þeir eru alltaf með augun opin. Ástæðan fyrir því er einfaldlega sú að þeir hafa ekki augnlok.

Myndin er af Hafbarra (e. Seabass) og er fengin af vefsetri Britannicu

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

18.4.2001

Spyrjandi

Heiða Guðmundsdóttir, f. 1989

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Sofa fiskar?“ Vísindavefurinn, 18. apríl 2001. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1514.

Jón Már Halldórsson. (2001, 18. apríl). Sofa fiskar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1514

Jón Már Halldórsson. „Sofa fiskar?“ Vísindavefurinn. 18. apr. 2001. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1514>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Sofa fiskar?
Allir fiskar sofa einhvern hluta sólarhringsins. Atferli fiska er mjög fjölbreytilegt á meðan svefni stendur, til dæmis eru uppsjávarfiskar eins og túnfiskur og síld hreyfingarlausir í vatninu. Oftast eru fiskar í þessu svefnástandi á næturnar.



Þegar fiskar af ætt vartara sofa koma þeir sér fyrir í klettum, liggja þar og hreyfa ugganna þannig að þeir virðist liggja og fylgjast með umhverfi sínu. Fjölmargar tegundir ferskvatnsfiska (meðal annars geddur) synda undir árbakka eða tré yfir daginn og sofa þar.

Ef fylgst er með atferli gullfiska kemur greinilega í ljós að þeir eru ekki jafn iðnir við sund og át í myrkri eins og í dagsljósi. Þeir koma sér heldur fyrir á botninum við einhverja gervijurtina og hafa þar hægt um sig. Þeir eru í raun í svefnástandi. Lesendur geta sjálfir gert svona athuganir með vasaljósi!

Fiskar virðast kannski ekki sofa því þeir eru alltaf með augun opin. Ástæðan fyrir því er einfaldlega sú að þeir hafa ekki augnlok.

Myndin er af Hafbarra (e. Seabass) og er fengin af vefsetri Britannicu

...